Vera - 01.10.1999, Side 7

Vera - 01.10.1999, Side 7
Við hefjum umræðurnar á því að velta fyrir okkur hvenær slaknaði á hinum siðferðilega þröskuldi gagnvart því hvað er viðeigandi og hvað ekki þeg- ar kvenlíkaminn og tenging hans við kynlíf er ann- ars vegar. Af hverju brugðust konur t.d. ekki við þegar efnt var til Islandsmeistarakeppni í nektar- dansi? Var það af tillitssemi við íslensku stúlkurn- ar sem tóku þátt, því í þessu máli eru konur ekki að ráðast gegn stúlkunum persónulega heldur þeirri sölumennsku sem þær taka þátt I og karl- menn stórgræða á. Rúna: „Þegar ég flutti heim fyrir þremur árum, eftir nokkurra ára búsetu erlendis, varð ég vör við breytt viðhorf. Það kom m.a fram I því að þá þótti sjálfsagt að fulltrúi tíma- ritsins Playboy væri við- staddur Fegurðarsam- keppni Islands." Þegar rætt er um viðbrögð töldu viðmælendurnir að um þessar mundir ríkti pólitískur doði í samfé- laginu, ekki bara I kvennahreyfingunni. En fólk var sammála um mikilvægi þess að vekja málið til umræðu og það hafa stelpurnar í Bríeti m.a. gert með greinaskrifum í blöð. Á nýlegri ráðstefnu um kvennahreyfinguna rifjaði Vilborg Harðardóttir, ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, upp aðgerð þeirra gegn fegurðarsamkeppnum sem hafði þau áhrif að slíkar samkeppnir lögðust niður um árabil. Rúna: „Ég missti af uppákomunni með kvíguna en ég man vel eftir því þegar Kvennaframboðs- konur ( borgarstjórn Reykjavíkur klæddu sig eins og fegurðardrottningar með kórónur og borða sem á stóð: Ungfrú Spök, Ungfrú Meðfærileg o.s.frv. eftir að borgarstjórinn, Davíð Oddsson, lét þau orð falla þegar hann krýndi Ungfrú Island í beinní sjónvarpsútsendingu, að ef konurnar í borgarstjórn væru jafn fallegar og þessar stúlkur þyrftu karlarnir ekki lengur að hafa áhyggjur og gætu hætt. Úlfhildur: „Mótmælaaðgerðir eru bara ekki lengur í tísku. Hins vegar tel ég að klámuppsveifl- an sé tískutengd. Ég hef heyrt talað um það í nokkur ár að I stórborgum heimsins séu að spretta upp fínir veitingastaðir sem bjóða upp á súlu-nektardans og annað slíkt. Klámið hefur líka komist í tísku sem „kitsch" fyrirbæri (listlíki, ómerkileg list). Fólk sem aðhyllist þá stefnu les klámblöð, horfir á klámmyndir, hefur klámdaga- töl upp á vegg hjá sér og fer jafnvel út I áhuga á fetishisma, sem hefur verið þýtt munalosti eða blæti og felst í ofurást á hlutum, oft fötum svo sem skóm og undirfötum. Hér á landi hefur slík þróun ekki átt sér stað heldur kemur þetta allt í einu inn í þjóðfélagið sem hreint klám." Kynlífsbyltingin, sem oft er kennd við '68 kynslóð- ina, kom miklu róti á samfélgið. Ungt fólk krafð- ist frjálsra ásta og ýmsar hömlur leystust upp. Rúna: „Hugsjónin um frjálsar ástir var mjög falleg en hún gekk ekki upp. Þegar það kom í Ijós finnst mér að við í kvennahreyfingunni höfum hætt að ræða um unaðssemdir kynlífsins og farið að ræða um kynlíf sem hluta af kúgun konunnar. Við vild- um vera gerendur I pólitíkinni en varðandi kynlíf- ið bar meira á konunni sem þolanda vegna um- ræðunnar um ofbeldi, nauðganir og sifjaspell." I byrjun 10. áratugarins komu fram ungir femfnistar sem vildu ekki taka þátt í baráttu hinna eldri gegn klámi. Þær sögðust sumar njóta kláms og tóku upp ögrandi klæðaburð og fleiri kven- leg tákn sem kynslóðin á undan þeim hafði barist gegn. Úlfhildur: „Ég telst ein- mitt til þessarar kynslóðar. Það sem gerðist innan femínismans á þessum tíma er stundum túlkað sem barátta dætra við mæður sínar. Ég upplifði það á einhvern hátt sem slik kynslóðaskipti því mér fannst ég verða að taka mína eigin afstöðu. Ég man sérstaklega eftir uppákomu I tengslum við sýningu á erótlskum myndum í Gallerí Borg þar sem hópurinn Konur gegn klámi gerði sér ferð á sýninguna, jafnvel með ritskoðun í huga. Hvort sem þetta með ritskoðunina var rétt eða ekki þá fór það alveg þveröfugt I mig að þær skyldu yfir höfuð láta hafa sig út í að fara þarna. Mér fannst þetta ekki rétt leið í kvennabaráttu og tileinkaði mér aggressíva eða ögrandi hugmynda- fræði pönksins: Ég er ekki fórnarlamb. Um svipað leyti fór af stað I Bandaríkjunum mikil umræða um klám og kynupplifun kvenna, um konur sem gerendur í kynllfi og að þær gætu líka upplifað klám sem eitthvað jákvætt." Ingólfur: „Þegar ég lít til baka til minna unglings- ára þá er auðvitað Ijóst að mjög margt hefur breyst í samskíptum kynjanna. Nú virðist það t.a.m. ekkert tiltökumál að stelpa taki frumkvæði að nánum kynnum en það var allt að því óhugs- andi hér áður fyrr. Strák- arnir áttu að sækja á og stelpunum bar að láta heldur ganga á eftir sér og þær áttu ekki að sýna mik- inn áhuga. En þessar breytingar hafa sjálfsagt í för með sér eitthvað sem okkur þykir miður eða hvað? Hvar eru mörk þess sem leyfilegt er? Hildur Fjóla: „Við veltum því stundum fyrir okkur, ungu femínistarnir, hvort eigi að banna klám. Við nánari athugun kemur svo í Ijós að samkvæmt ís- lenskum lögum er klám bannað en það virðist bara ekki skipta neinu máli." Ingólfur: „Nei, þau lög eru nánast dauður bók- stafur. Það er einna helst að lögreglan sé við og við látin gera myndbönd upptæk á grundvelli þessara laga og það er sjálfsagt með því verra sem menn lenda í að þurfa að horfa á hverja spól- una af annarri með þessari endaleysu til að skrá hjá sér hvaða senur séu líklega brot á lögum um bann við klámi." Hildur Fjóla: „Já, hver á að flokka klámið? Hvað er vægt klám, hvað svæsið o.s.frv.? Svo eru líka til ástalífsmyndir þar sem báðir aðilar njóta kynlífs. Erum við á móti slfku efni? Diana Russel, ein fremsta baráttukona gegn klámi í heiminum, talar um muninn á klámi og erótík. Samkvæmt hennar skilgreiningu er það erótík þegar ekki verður vart við kvenfyrirlitningu, kynþáttafordóma eða for- dóma vegna kynhneigðar og full virðing borin fyrir manneskjunni. Klám er hins vegar hið gagn- stæða, þar er ýtt undir ofbeldi og virðingarleysi kemur fram. Þessi flokkun getur hins vegar verið flókin." Úlfhildur: „Já, hún er það. Nú er t.d. mikið rætt um hvernig kynhegðun tengist alls konar valda- baráttu, fyrir sumum er sadó-masó t.d. hluti af kynlífinu og þannig hefur það alltaf verið. Hvar á þá að setja mörkin?" Ingólfur: „Hvað þetta varðar er að sjálfsögðu mikilvægt að menn geti komið sér niður á skil- greiningu á klámi ef hugmyndin er að banna það. Það blasir við að ef á að fara að dæma fólk í fé- sektir eða fangelsi þá verður að vera nokkuð Ijóst hvenær menn eru að brjóta lög og hvenær ekki. Hins vegar getur maður verið á móti klámi með eigin skilgreiningu án þess að vilja færa ríkisvald- inu þau völd sem banni fylgja. Gagnrýnin um- ræða er eitt, lögregluaðgerðir annað. Sporin hræða, bæði hérlendis og erlendis þar sem ríkis- valdið hefur haft völd til að takmarka hvað er tjáð og hvernig. Og mér finnst einnig ef menn eru á bannnótum þá verði að vera alveg skýrt á hvaða grunni það er. Því er oft haldið fram t.d. að klám stuðli að aukinni kvenfyrirlitningu og jafnvel of- beldi gegn konum og er þá gjarnan vitnað til til- rauna varðandi slíkt. Þær tilraunir eru ákaflega vafasamar, túlkanir misjafnar og mjög hæpið að færa niðurstöður milli hópa og menningarsvæða. Mér hefur lengi fundist undarlegt af hverju menn líta ekki til Danmerkur t.d. þar sem klám hefur verið löglegt áratugum saman. Ekki er ofbeldi gegn konum meira þar en annars staðar." Rúna: „En það er heldur ekkert minna þar en ann- ars staðar. Við getum því ekki sagt að leiðin til að losna við ofbeldi sé að leyfa mönnum að horfa á klámspólur." Þegar litið er til klámiðn- aðarins er það staðreynd að framleiðslan verður sí- fellt svæsnari til þess að skapa spennu hjá neyt- andanum. Það kom t.d. fram í heimildamyndinni um Annabel Chong, en myndband með upptök- um af þvi þegar 251karlmaður hafði samfarir við hana á tíu klukkustundum hafði selst (yfir 40.000 eintökum þegar heimildamyndin var gerð. Eftir það buðu klámmyndaframleiðendur henni stöð- ugt að ganga lengra til að svara eftirspurninni. ~TJ cn o VERA • 7

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.