Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 49

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 49
Álfobikorinn - umhverfisvæn I a u s n v e g n a t í ð a Álfabikarinn er nýjung á ísienskum mark- aði. Um er að ræða bikar sem tekur við tiðablóði, i stað dömubinda eða tappa. Hann er bjöllulaga og gerður úr náttúru- legu gúmmíi sem veldur ekki ertingu. Álfabikarnum er komið fyrir i leggöngum meðan á tíðum stendur. Hann er um 5 cm lengd og getur tekið allt að einni únsu (28,35g) af tíðablóði. Meðalkona missir um 3 únsur af blóði I hvert sinn sem hún hefur blæðingar. Bikarinn er auðveldur í notkun, hann þarf að tæma ofan í salernisskál eða annað á 4-12 tíma fresti, eftir því hvað blæðingar eru miklar. Notkun hans að næturlagi er örugg. Hann þarf ekki að fjar- lægja við þvaglát eða losun hægða. Til eru tvær gerðir af Álfabikarnum. Gerð A hentar konum sem fætt hafa barn, nema um keisaraskurð hafi verið að ræða, gerð B hentar hinum. Álfabikarnum fylgja nánari leiðbeining- ar og umbúðapoki úr hreinni baðmull. Það eru bandarískar konur sem standa að framleiðslu bikarsins, en hugmyndin að honum kom fyrstfram árið 1936. Einnota bylt- ingin hófst hins vegar eftir síðari heimsstyrjöld- ina og það var ekki fyrr en árið 1987 að heil- brigðisyfirvöld viðurkenndu Álfabikarinn I Bandaríkjunum og I Kanada érið 1992. Álfabikarinn hentar öllum konum en sér- staklega þeim sem eru á ferð og flugi og eiga erfitt með að komast oft á snyrtingu. Vegna staðsetningar bikarsins fylgir engin ólykt af tíðablóðinu og engin hætta er á leka. Það mikilvægasta er þó að hann er á engan hátt óheilsusamlegur, en það geta tappar og bindi hins vegar verið. Ofurrakadrægir tappar geta valdið eitrun ef þeir eru hafðir of lengi I leggöngum. Sumar gerðir dömubinda inni- halda bleikiefni og óæskileg sterk efni sem drekka í sig vökva, en þau geta valdið ertingu og jafnvel ofnæmi. Dömubindi og tappar eru líka augljóslega mikill mengunarvaldur. Með aukinni neyslu hormónalyfja hjá konum á breytingaskeiði hafa nú fjölmargar konur blæðingar mun lengur en náttúran gerði ráð fyrir. Þar af leiðandi hefur notkun á bindum og töppum aukist til muna og er það áhyggjuefni út frá umhverfissjónarmiði. Álfabikarinn er umhverfisvæn framleiðsla og dugar að minnsta kosti ( 10 ár. Við hlífum umhverfinu við miklum úrgangi ef við hættum að nota bindi eða tappa og spörum umtals- verðar fjárhæðir með notkun hans. Konur hafa losnað við sveppasýkingar Anna Dóra Hermannsdóttir er umboðsmaður Álfabikarsins á Islandi. Hún er mikil fjalla- og ferðakona, en það var á ferðalagi I Bandaríkj- unum á árunum 1994-1995 sem hún kynntist Álfabikarnum. Hún var stödd til fjalla á nám- skeiði fyrir jógakennara þegar hún kynntist konum sem fannst sjálfsagt að nota bikarinn, eða „the keeper", vegna heilsunnar. Anna Dóra hreifst fyrst af bikarnum vegna umhverf- issjónarmiða því á ferðalögum sínum hafði hún oft rekist á tappa og bindi úti I náttúrunni. Anna gekk I nokkur ár með þann draum að kynna Álfabikarinn fyrir íslenskum konum. Þetta hefur undið svo upp á sig að ef hún vildi gæti hún nú haft fulla vinnu af sölu og kynn- ingu á bikarnum. Það sem hefur einkum hvatt Önnu Dóru áfram eru ánægðir neytendur. Þakklátastar eru konur sem hafa ofnæmi fyrir bindum og töppum. Með notkun bikarsins hafa þær losnað við þrálátar sveppsýkingar sem höfðu gert þeim lífið leitt. Þá hafa ánægð- ir neytendur einnig lýst þvl að tíðarverkir hafi minnkað með notkun bikarsins. Hægt er að nálgast Álfabikarinn hjá um- boðsmanni hans á Islandi, Önnu Dóru Hermannsdóttur, en hún veitir nánari upplýs- ingar í síma 551 9870, gsm 863 2398, net- fang: vdperre@aol.com VERA • 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.