Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 55

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 55
umtöluðu konu í eigin persónu og ég man hvað mér fannst gott hjá henni að geta komið inn í þessar umræður svona óundirbúið. Þessar um- ræður voru alveg frábærar, það er gott að heyra hvað aðrar konur eru að gera og ótrúlegt að hugsa til þess að enn þann dag í dag eru konur sumstaðar í heiminum ekki með kosningarétt og að berjast fyrir grundvallarmannréttindum sem við hérna á Islandi hugsum varla út í, okkur þykja þau svo sjálfsögð. Klukkan tvö héldu svo vinnuhóparnir áfram og í mlnum hóp var komið að kynningum. Sumar konurnar í hópnum voru með kynningar á verk- efnum sem þær voru að vinna að. Þar var sænsk þingkona sem sagði frá hópi kvenna innan síns stjórnmálaflokks sem vinnur að auknu sjálfstrausti í pólitlk með það markmið að hver og ein þeirra gæti skipað fyrsta sæti á framboðslista þeirra. Finnsk kona kynnti samskiptanet milli kvenna á Norðurlöndum (aðallega í Finnlandi) og kvenna í Eystrasaltsrlkjunum sem kallast Femina-Baltika. Hún stefnir á að koma I kring Femina-Atlantica þar sem öll rlki við Atlantshafið myndu taka þátt f samkiptaneti og verða slðan hnattræn. Þarna var líka Islensk kona, Guðrún Stella Gissurardóttir frá At-konur og sagði frá alveg frábæru framtaki kvenna á Vestfjörðum sem hafa það að markmiði að efla og styrkja konur I atvinnulífinu með fjöl- breyttari tækifærum. Þær eru með heimasíðu og slóðin er http://notendur.snerpa.is/at-konur/. Við skiptum okkur svo I tvo hópa, networking annars vegar og mentoring hinsvegar. Ég var I networking hópnum. Við töluðum m.a. um þau samskiptanet sem eru I notkun nú þegar og hvernig mætti nýta þau betur. Guðrún og konur frá Litháen ákváðu að kanna möguleikana á sam- starfi um kennslu I notkun internetsins ofl. Síðan var komið að loka áfanganum, að draga saman niðurstöður dagsins. Það var frekar erfitt þar sem svo margt hafði verið rætt en að lokum voru þær mjög svipaðar og það sem við höfðum skifað fyrr um daginn og haft var að leiðarljósi, þ.e. að nýta betur núverandi samskiptanet - Femina-Atlantica, internetfræðslu Guðrúnar og þeirra, o.fl. Um kvöldið var kvöldverður I boði Sigríðar Dúnu sem haldinn var á Broadway. Við ung- liðarnir sátum saman við borð ásamt sænsku þingkonunni og fleirum og héldum við áfram að plana samstarf okkar. Aysu frá Finnlandi sagði frá því að hún hefði hitt Sigríði Dúnu á kynningar- fundi í Finnlandi og hefði þar minnst á mikilvægi þess að hafa ungar konur á ráðstefnunni. Sigrfð- ur var sammála og fól Aysu það verk að hafa sam- band við æskulýðsráð landanna og finna fulltrúa. Við töluðum um möguleikann á að hittast aftur og ætlum að athuga það en það er langtíma plan. Maturinn var mjög góður (það var boðið uppá grænmetis rétt), Vigdís Finnbogadóttir hélt ræðu og svo voru ýmis konartónlistaratriði. Þessu lauk ekki fyrr en á miðnætti og þá voru rútuferð- ir á hótelin og fékk ég að sitja I niður i bæ. SUNNUDAGUR Þessi lokadagur hófst á ræðuhöldum í Borgarleik- húsinu þar sem niðurstöður vinnuhópanna voru kynntar. Hillary hélt svo ræðu þar sem hún dró saman tilgang og niðurstöður ráðstefnunnar og svo töluðu tvær konur I lokin, önnur frá Rússlandi og hin frá Lettlandi. Að þessu loknu var hádegis- matur og svo ferð til Þingvalla þar sem Heimir Steinsson hélt greinargóða ræðu um sögu staðar- ins. Við héldum hópinn þrjár, ég, Aysu frá Finn- landi og Mette frá Danmörku. Alisa frá Rússlandi var f annari rútu þar sem var rússneskur leiðsögu- maður. Við veltum þvf fyrir okkur hvort við hefð- um átt að biðja um að flytja ræðu á lokaathöfn- inni en hefðum sennilega ekki komist að. Ákveð- ið var að skrifa ræðu og fá að flytja hana um kvöldið í móttökunni hjá Sólveigu Pétursdóttur. Við komum í bæinn rétt fyrir sex og varla gafst tími til að komast f móttökuna sem haldin var f Listasafni Islands. Það var margt um manninn á þessum loka viðburði réðstefnunnar. Við, unglið- arnir, lögðum lokahönd á ræðuna okkar sem Aysu flutti svo með glæsibrag. Þessi ráðstefna var öll mjög glæsileg og vel skipulögð en mér finnst þó að meiri áhersla hefði mátt vera lögð é viðhorf og skoðanir ungra kvenna. Við, ungliða fulltrú- arnir, og fleiri þátttakendur vorum sammála um það. Ætlunin er að halda sambandi okkar é milli. Sigríður Dúna bað okkur um að skrifa innlegg f lokaniðurstöður ráðstefnunnar sem verða birtar seinna og erum við að vinna f því. Okkur langar svo 1 framtíðinni að setja á stofn samskiptanet fyrir ungar konur með það fyrir augum að halda ráðstefnu. Þetta er allt í vinnslu og er ég að lesa mér til um hvernig samskiptanet eru stofnuð og þeim haldið við. Vonandi verður meiri áhersla lögð á okkar kynslóð f Vilnius þar.sem tfmi var naumur á ráðstefnunni Konur og lýðræði. Konum til lofs Mamma og pabbi voru að horfa á sjónvarpið þegar mamma sagði: „Ég er þreýtt, það er framorðið. Ég ætla í rúmið." Hún fór inn f eldhús til að útbúa samlokur fyrir morgundaginn, tæmdi poppkornsskálarnar, tók kjöt úr frystinum fyrir kvöldmatinn annaðkvöld, athugaði hvort nóg væri til af morgunkorni, fyllti sykurkarið, setti .skeiðar og skálar á borðið og fyllti kaffikönnuna fyrir morgundaginn. Þá setti hún þvott f þurrkarann, setti í þvottavélina, straujaði skyrtu og festi á tölu. Hún tók dagblöðin upp af gólfinu, spilin af borðinu og setti sfmaskrána aftur í skúffuna. Hún vökvaði blómin, tæmdi ruslakörfu og hengdi handklæði til þerris. Hún geispaði, teygði úr sér og stefndi í áttina að svefnherberginu. Hún staðnæmdist við skrifborðið og skrifaði skilaboð til kennarans, taldi peninga fyrir skólaferðalagið og teygði sig eftir skólabók sem lá undir stól. Hún skrifaði é afmæliskort fyrir vin sinn, ritaði heimilisfangið á umslagið og frímerkti það, þá skrifaði hún í hvelli innkaupalista fyrir morgundaginn. Hvort tveggja setti hún nálægt veskinu sínu. Þá þvoði hún sér í framan, setti á sig rakakrem, burstaði tennurnar og hreinsaði þær með tannþræði. Pabbi kallaði: „Ég hélt að þú ætlaðir í rúmið." „Ég er að fara inn," sagði hún. Hún setti vatn á disk hundsins, hleypti kettinum út og að því loknu athugaði hún hvort útihurðin væri læst. Hún leit inn til barnanna. Hún slökkti á náttborðsljósi, hengdi upp skyrtu, setti sokka f óhreina tauið og spjallaði aðeins við barnið sem var að læra heima. Hún stillti vekjarann f svefnherberginu sfnu, tók til föt fyrir morgundaginn og lagaði skórekkann. Hún bætti þremur atriðum á minnislista morgundagsins. ( þeirri andrá slökkti pabbi á sjónvarpinu og tilkynnti: „Ég ætla f rúmið," og... hann gerði það. þýð. VSV VERA • 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.