Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 18
Að stökkva fremur eri lirökkva Hvernig kom þetta til og hvað ert þú búin að starfa lengi fyrir þær systur? „Ég er búin að vera í eitt og hálft ár hjá þeim og ég fékk þessa vinnu fyrst og fremst vegna þeirrar reynslu sem ég bjó að eftir að hafa starfað í fjögur ár á þýskri umboðs- skrifstofu fyrir tónlistarfólk. Þar vann ég mjög sjálfstætt og tók mikla ábyrgð, svo ég hafði góðan grunn og mikil sam- bönd í heimi klassískrar tón- listar, sem skiptir miklu máli í svona starfi." Ingunn er fædd og uppal- in á miklu tónlistarheimili á Miðhúsum í Biskupstungum og hefur starfað við hin fjöl- breyttustu störf í gegnum tíð- ina. Hún hefur m.a verið au- pair í Frakklandi og lært að syngja við Söngskólann ( Reykjavík. En upphafið að því sem hún er að gera í dag rek- ur hún sjö ár aftur í tímann þegar hún, að loknu BA námi í þýsku og bókmenntum, ákvað að skella sér í skóla til Luneburgar í Þýskalandi. „Það var tvíþætt ástæða fyrir því að ég tók ákvörðun um að flytja út, ég vildi ná betri tökum á þýskunni og ég vildi kynnast æskustöðvum móður minnar sem er fædd og uppalin á Luneburgarheiðinni. Ég fór í nám í hagnýtri menningarfræði og valdi tónlist, þýsku og fjöl- miðlafræði sem aðalfög. Hugmyndin var að vera í eitt ár og sjá svo til. En þegar ég hafði lokið einni önn, rak ég augun í auglýsingu í skólanum þar sem óskað var eftir fólki í starfsnám í þrjá mánuði við Schleswig-Holstein Musik Festivalið. Þar sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist fannst mér þetta alveg tilvalið svo ég sló til, sótti um og fékk starfið!" Ingunn fékk það hlutverk að sjá um ákveðna listamenn og vera tengiliður þeirra við Festivalið. I því fólst mikil skipulagning, allur frágangur og undirbúningur sem og að koma listamönnunum á milli staða vegna æfinga, tónleika, viðtala o.s.frv. Þetta var mjög stíft, nánast full vinna allan sólar- hringinn í þrjá mánuði, en það var ekki aftur snúið „Mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég ákvað að ef ég fengi vinnu í Þýskalandi í þessum geira þá ætlaði ég að hætta i skólanum og vera lengur í landinu. Ég vissi að heima á Islandi væri Það fer ekki alltaf hátt þegar ungar, íslenskar konur gera það gott í út- landinu. Ingunn Sighvatsdóttir er ein af þeim, 35 ára gömul sveitastúlka sem býr um þessar mundir í Flórens á Italíu þar sem hún starfar sem umboðs- og aðstoðarmaður hinna frægu frönsku Labéque systra, sem eru píanódúó og halda tónleika út um allan heim. Labéque-dúóið er með sjö umboðsskrifstofur í mismunandi lönd- um og Ingunn er tengiliður systranna við þessar skrifstofur en auk þess vinnur hún beint með skipuleggjend- um tónleikanna í Þýskalandi. Hún heldur utan um dagatalið, úthlutar hinum skrifstofunum ákveðnum tíma- bilum, kemur upplýsingum og samn- ingum um hverja tónleika tímanlega til systranna og sér um alla aðra skipulagningu. Hafðir þú persónuleg kynni af tónlistarfólkinu sjálfu? „Jé, fyrir utan að vera [ miklu fax- og símasam- bandi við það, þá þurfti ég stundum að taka að mér að snatta með það á milli staða. Og þegar tónleikar voru einhvers staðar í Þýskalandi, eða nálægt okkur, fórum við þangað og hittum að sjálfsögðu tónlistarfólkið í eigin persónu. Það eru auðvitað mismiklar prímadonnur í þessum bransa en yfirleitt er þetta ósköp venjulegt fólk. Sum hafa reyndar verið að spila frá því þau voru smá- börn, lifa og hrærast í ákveðnum heimi og eru þá svolítið úr tengslum við „venjulegt líf". Hvað varð til þess að þú fórst til Ítalíu að starfa fyrir frönsku píanósysturnar? „Þegar ég var búin að vera á umboðsskrifstofunni [ rúm þrjú ár var mig farið að langa til að skipta um vinnustað því mér fannst ég ekki lengur vera að læra neitt nýtt. Það var líka þúið að vera að gerjast í mér hvort ég vildi vera áfram í Þýskalandi, fara heim til Islands eða fara að vinna f einhverju enn öðru landi. En svo kom þessi vinna hjá ekki um auðugan garð að gresja á þessu sviði. Svo fékk ég tvö atvinnutilboð í gegnum Festivalið og endaði á um- boðsskrifstofu fyrir tóniistar- fólk í Munchen. Þetta féll vel að mínu áhugasviði því skrif- stofan var blönduð, hún var með marga söngvara á sínum snærum, hljómsveitarstjóra og nokkra einleikara á hljóð- færi." í hverju fólst starf þitt á umboðsskrifstofunni? „Yfirmaður minn sá um að koma listamönnum á fram- færi og semja um verð, en um leið og dagsetníng var komin á tónleika sá ég um afgang- inn, skrifaði samninginn og sá um allan frágang og skipu- lagningu tónleikanna. Ég er mjög þakklát þessum yfir- manni mínum því hann skipti sér ekkert af þvf sem ég var að gera heldur treysti mér alfarið og lét mig vinna mjög sjálf- stætt. Það veitti mér dýrmæta reynslu og mikið sjálfstraust. Þetta er ákveðið batterí út um allan heim sem maður kemst inn í og ég kynntist rosalega mörgu fólki í gegnum þetta starf." 4 1 18 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.