Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 10

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 10
Erlendu stelpurnar ~TJ C Ri > Rætt við tvær íslenskar n ekta rda nsm eyj a r um harðnandi veröld fslenskra nektardansstaða, ddp oq vændi viðtal: Kristín Hei6a Kristinsdóttir ganga CP o £ vn3 Þær eru á milli tvítugs og þrítugs, önnur hefur dansað í tæpt ár en hin öðru hvoru frá 1995. Þær hafa að mestu unnið á einum stað en þó komið tímabundið við á öðrum. Þær eru á eigin vegum í bransanum en ekki á vegum umboðsskrifstofa eða umboðsmanna eins og erlendu stelpurnar sem hér dansa. „Þetta er orðinn harðari bransi og hefur mikið breyst frá því ég kom fyrst nálægt þessu árið 1995. Þá var bara einn staður sem bauð upp á nektardans og við sem dönsuðum vorum allar frá Norðurlöndunum. I dag finnst mér þetta vera að þróast í þá átt að konurnar sem staðirnir flytja inn séu nær eingöngu frá Austur-Evrópu. Þær eru illa staddar fjárhagslega og tilbúnar til að gera næst- um hvað sem er til að eignast peninga. Þar sem við vinnum í dag eru aðeins tvær íslenskar stelpur að dansa, hinar eru allar erlendar. Og á hinum stöðunum vitum við aðeins af einni íslenskri, það er allt og sumt. Við fórum um daginn á hvern ein- asta stripp-stað í bænum og fengum hvergi vinnu á þeim forsendum að við værum íslenskar. Þeir neita að taka okkur í vinnu af þvi að þeir vita að við stundum ekki vændi." Sumir hrópa að okkur ókvæðisorðum þeqar við neitum að sofa hjá þeim oq kalla okkur helvftis druslur. Réttur nektardansmeyja í vinnunni er nánast eng- inn. Þær eru ekki slysatryggðar ef þær slasast á vinnustað og þær borga engin gjöld af launum sínum. Þar af leiðandi hafa þær ekkert stéttarfé- lag að leita til ef brotið er á þeim í sambandi við greiðslur, vinnutíma eða annað. Eina leiðin sem þær geta valið er að snúa sér til „handrukkara" til að leita réttar síns. Önnur þeirra var t.d fengin að láni til að dansa tímabundið á stað hér í bæ en fékk svo ekki það sem hún átti inni að þeim tíma liðnum og var sagt að hún fengi ekkert borgað nema hún yrði lengur. Hún neyddist því til að dansa þarna eins lengi og eigandanum hentaði. Hann endaði svo á að draga 20.000 krónur af þeim peningum sem hún hafði unnið sér inn, fyr- ir að tala illa um hann. Hún stóð ráðalaus frammi fyrir hentisemi hans. Þær segja að stundum fari eigendurnir fram á það að þær dansi ókeypis einkadans fyrir vini þeirra. En hvernig er launafyrirkomulagið í þessu starfi? „Við erum ekki á launaskrá hjá þeim stöðum sem við dönsum á enda fáum við engin laun fyrir að dansa. Það sem við vinnum okkur inn felst í pen- ingagjöfum (tippsi) sem viðskiptavinirnir rétta að okkur. Ef viðskiptavini finnst dansatriðið mitt gott og gefur mér þúsund kall, þá er honum það frjálst og það er ekki skylt að borga gjöld af gjöfum. Auk þess fáum við 50% af hverjum einkadansi og 25% af þeim drykkjum sem viðskiptavinirnir kaupa handa okkur. Sá sem kaupir Lady-drykk handa einhverri sérstakri nýtur félagsskapar hennar á meðan hún er að drekka drykkinn. Þar sem við vinnum kostar einkadansinn 3000 kr og Lady-drykkurinn 2500 kr." Hvað er einkadans og hvar og hvernig fer hann fram? „Einkadans fer fram í afhólfuðu, litlu rými sem tjald er dregið fyrir. Þar inni er sæmilegur leður- stóll og borð. Sá sem hefur keypt sér einkadans með einhverri ákveðinni stelpu, sest í þennan stól og dregur fyrir á meðan hún dansar fyrir hann í mikilli nálægð á meðan eitt lag er spilað. Þeir mega ekki snerta stelpuna á meðan á þessu stendur en hún má snerta hann ef hún kærir sig um. Fyrir utan stendur svo dyravörður og fylgist með að allt sé eftir settum reglum. Hann hlustar eftir óeðlilegum hljóðum og tímamörkum og stoppar dansinn af ef þess þarf. Sumir borga kannski strax fyrir 10-20 lög því þeir vilja halda sömu stelpunni fyrir sig og þá hitnar stundum undir þeim og þá er gott að vita af verðinum fyr- ir utan." Þegar viðskiptavinur pantar einkadans eða Lady-drykk borgar hann ekki stúlkunni sjálfri heldur við barinn. Þar er það skráð og svo er hennar hlutur gerður upp um mánaðamót. Um- boðsmenn erlendu stelpnanna taka auk þess ákveðinn skerf af því sem þær vinna sér inn. En hvað ætli gott kvöld geri peningalega séð, hvað er það mesta sem þær hafa fengið? Sú sem er búin að dansa í tæpt ár hefur mest fengið 86.000 krónur fyrir einn og hálfan tíma en hin nefnir enn hærri tölur: „Þegar ég byrjaði var aðeins einn nektardans- staður á svæðinu og þá var ekkert svið heldur lengra bara stórt dansgólf í sömu hæð og gestirnir sátu. Við vorum því í „meiri snert- ingu" við viðskiptavinina og eitt kvöldið fékk ég 280.000 krónur á tveimur klukkutímum í tipps. Þá var ég aldrei með undir 100.000 krónur í tipps á kvöldi. I dag er minni pen- ingur í þessu, hundrað kall- arnir duttu líka út og þá þurfti fólk að fara að tippsa í fimmhundruðköllum og þúsundköllum og eðlilega er þá sjaldnar tippsað. En ágætis kvöld í dag ger- ir frá 20-50.000 krónur fyrir dansara. Svo getur það rokið upp ef einhver kemur með gott vísa- kort og er í góðu skapi og mokar peningum. Ann- ars fara launin voða mikið eftir því hverju þú nennir og hvernig þér gengur að kjafta kúnnana til. Þú getur haft 200.000 krónur fyrir fimmtudag, föstudag og laugardag, en það getur líka alveg farið niður í smáaura." Hvernig er samkeppnin á milli dansaranna þegar öll launin liggja í því aö ná persónu- lega sem mestum pening út úr hverjum kúnna? „Það er mikið af óskráðum reglum í þessum bransa og ein er sú að þegar við blöndum geði við viðskiptavinina í salnum látum við hver aðra í friði með þá kúnna sem eru að spjalla eða gefa sig að okkur. En sumar erlendu stelpurnar eru grimmar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.