Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 36

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 36
a a d i u s-'z d 6 m s m laraðherr B a n a r k j a n n a Linda H. Blöndal Árið 1993 sór Janet Reno embættiseið sem 78. dómsmáiaráðherra Bandaríkjanna og varð þar með fyrsta konan til að gegna emb- ættinu. Flestir hafa heyrt á hana minnst sem dómsmálaráðherrans sem er enn að að svara fyrir afleiðingar ákvarðana sinna í Waco um- sátrinu þar sem meðlimir ofsatrúarsöfnuðar lokuðu sig inni á stórum herragarði ásamt trúareiðtoga sínum. Janet var þá harðlega gagnrýnd þar sem margir töldu að notkun táragass gegn söfnuðinum hefði valdið dauða 86 safnaðarmeðlima. Janet Reno virð- ist þó fyrst og fremst vera hreinskilin og heið- arleg stjórnmálakona sem er sérlega umhug- að um hag bandarískra ungmenna og um- hverfismál. Hvar sem drepið er niður er henni lýst sem stjórn- málakonu sem sé trú sínum hugsjónum og sann- færingu og að hún sé þekkt fyrir að vera ófáanleg til að „versla" með hugmyndir sínar. Hún þykir með öðrum orðum gædd eiginleikum sem eru sjaldséðir í bandariskum stjórnmálum þar sem persónulegur ávinningur og vinsældir skipta meira máli en trúnaður víð góðan málstað. Ólíkt mörgum öðrum sneiðir Janet oft hjá vinsælum tækifærisákvörðunum sem kemur henni aftur á móti gjarnan í andstöðu við ýmis stjórnmálaöfl, sem og forsetann. Hún hefur verið gagnrýnd fyr- ir að gera ekki málamiðlanir og persónulegri af- stöðu hennar er víst erfitt að breyta. Sem dæmi þá varði Janet, sem er lögfræðingur að mennt, af- stöðu sína gegn dauðarefsingum í rúmlega hund- rað sakamálum á 8. áratugnum sem yfirsaksókn- ari Flórida fylkis. Og áhugi hennar á félagslegum umbótum í stað ha'rðra refsinga hefur einnig kostað gagnrýni á stjórnmálastörf hennar sem dómsmálaráðherra, þar sem félagsmál heyra ekki undir embætti hennar. Vegna ofantalins hefur bandarískum kjósendum þó fundist hún bæði ábyrg og traustsins verð, þrátt fyrir að hinn sami almenningur hiki líka ósjaldan við að standa á móti henni, líkt og atburðurinn í Waco ber vitni um. En annars konar smásjárskoðun hefur Janet, sem nú er um sextugt, einnig þurft að sitja undir og má rekja það til þess að hún er bæði ógift og barnlaus. Það var snemma sem fólk gerði kyn- hneigð fyrsta kvenkyns dómsmálaráðherrans að umtalsefni þó sjálf hafi hún eitt sinn sagst bara vera skrýtin piparkerling sem laðist að karlmönn- um, lesi Ijóð í frístundum og hlusti á sveitatónlist í bland við hástemmda klassík. Janet Reno, sem er hálf dönsk að uppruna, fæddist 21. júlí árið 1938 í Miami í Flórída. Faðir hennar, Henry Rasmussen, var danskur en hafði valið ættarnafnið Reno af handahófi þegar hann sem ungur maðurfluttistfrá Danmörku til Banda- ríkjanna. Foreldrar Janet stunduðu báðir blaða- mennsku, Henry var blaðamaður í 43 ár við Miami Herald og móðir hennar, Jane Wood Reno, gerð- ist rannsóknarblaðakona við sama dagblað nokkrum árum eftir lát manns síns árið 1967. Janet var því einungis 29 ára gömul þegar hún tók, ásamt móður sinni, mikla ábyrgð við að halda fjölskyldunni uppi. Jane Reno hvatti dóttur sína mikið til alls kyns útivistar og athafnasemi. Hvatn- ingin skilaði sér og fyrir utan að fara í útilegur hvenær sem tækifæri gafst stundaði Janet m.a. hestamennsku, köfun og siglingar og gerir það enn í dag af miklum áhuga. Reno fjölskyldan gat varla talist efnuð og Janet sótti ríkisrekna grunn- og gagnfræðaskóla. Systk- inin fjögur ólust hins vegar upp við mikinn bóka- lestur, útivist og stjórnmálaumræðu og gekk vel i skóla. Þó sérstaklega Janet sem varð ræðumeist- ari í gagnfræðaskóla og lá leiðin þaðan árið 1956 i efnafræðideild Cornell Háskóla i Ithaca, New York, þar sem hún vann sér inn fæði og húsnæði með því að gerast umsjónarmaður á heimavist skólans og þjóna til borðs i matsölum. Með há- skólapróf í efnafræði að baki og sem fyrrum for- seti kvenréttindafélags skólans hóf hún nám í lög- fræði við Harvard háskóla, ein af 16 konum i yfir 500 manna árgangi. Þremur árum seinna lauk hún prófi en gekk erfiðlega að fá vinnu sem lög- fræðingur. Um fjórtán árum seinna gerðist hún meðeigandi í einni stærstu lögfræðistofu í Miami, þeirri sömu og hafði neitað hinni nýútskrifuðu Janet um vinnu vegna þess að hún var kona. Flest sakamálin sem biðu Janet í embætti voru morðmál, sakamál vegna barnamisnotkunar, eitur- lyfjasölu, smygls og nauðgana en eftir veru hennar í embættinu mátti sjá verulegar breytingar. Janet Reno með móður sinni dómskerfis fylkisins og nokkru seinna fyrir öld- ungadeildina við endurskoðun af sama toga. En kjósendur voru henni sist hliðhollir og árið 1972 tapaði Janet kosningu um sæti á fylkisþingið. Ferill Janet mótaðist þó mikið af þessum árum á heimaslóðum og ári eftir kosningatapið var henni boðin staða sem hún þáði innan ríkissak- sóknaraembættis Dade sýslu með lögsögu yfir stærstum hluta Miami í Flórída. En eins og marg- ir vita var Miami á þessum tíma sú borg Bandaríkj- anna sem þekktust var fyrir blómlega eiturlyfja- verslun og þar geisaði harðvítugt stríð við eiturlyf og glæpi - stríð við glæpaöfl sem Janet ákvað að láta ekki í minni pokann fyrir. Hún var komin til að hafa áhrif og hófst þegar handa við að koma á fót sérstakri deild fyrir unglinga. Þremur árum seinna hóf hún störf á fyrrnefndri einkalögfræðistofu í Miami en samfélagsleg verkefni virtust standa hug Janet ofar. Og árið 1978, þegar yfirsaksókn- ari sýslunnar lét af störfum, var Janet, sem stóð á fertugu, valin í embættið fyrst kvenna. Næstu árin á eftir var hún svo fjórum sinnum endurkjörin í embættið. Sem yfirmaður 950 starsfmanna og með um 120 þúsund ófrágengin sakamál á skrá sinni árlega, er þó óhætt að segja að Janet sem yfirsaksóknari hafi skipt sköpum fyrir (búa sýsl- unnar með nýjum viðhorfum í refsilöggjöf, félags- Rúmlega þrítug, eða uppúr 1970, steig Janet Reno fyrst inn á svið stjórnmálanna. Það gerði hún sem óbeinn þátttakandi því fyrst um sinn vann hún sem lögfræðilegur réðgjafi fylkisþings- ins í Flórída við endurskoðun refsilöggjafar og 3 6 • V E R A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.