Vera - 01.10.1999, Side 32

Vera - 01.10.1999, Side 32
 Auður er hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á skurðstofu bæklunardeildar Landspítalans og hefur því víðtæka þekkingu á afleiðingum slysa og þeim möguleikum sem líkaminn býr yfir til endurnýjunar. Þegar hún rifjar upp atburðinn fyrir tíu árum segir hún að það hafi tekið hana tvö ár að átta sig á því sem gerðist. „Þegar ég vaknaði á morgnana vonaði ég að þetta væri bara draumur fyrstu tvö árin," segir hún. „Fyrsta verkefnið var að koma Hrafnhildi úr hættuástandi, vinna að því að hún fengi aftur heyrn og mál og gæti orðið svolítið sjálfbjarga. Ég fór snemma að taka stjórnina í mínar hendur, útskrifaði hana t.d. sjálf af Grensásdeildinni eftir ár frá slysinu því læknarnir þar vildu ekki lofa henni að ganga í spelkum. Ég sá að hún hafði smá hreyfingu í Samkeppni um heiður og peninga, hroki, fordómar og vantrú kemur í veg fyrir að lækning finnist og þar eru læknar í broddi fylkingar. vinstra nára og fékk Höskuld Baldursson lækni til að skrifa upp á spelkur. Síðan fórum við upp á Reykjalund þar sem henni var kennt að ganga í göngugrind með spelkur upp í mitti. Ég hef alltaf brýnt það fyrir Hrafnhildi að hún verði að halda sér í góðri þjálfun til þess að hafa möguleika á lækningu ef hún fyndist. Nú fer hún þrisvar í viku í sjúkraþjálfun til Vilborgar Guðmundsdóttur á Grensásdeildinni sem hef- ur þjálfað hana frá upphafi og reynst okkur ótrúlega vel. Þess á milli þjálfar hún sig sjálf í rólu og göngugrind hér heima." Þegar Hrafnhildut lenti í slysinu var hún 16 ára og hafði lokið einni önn við Menntaskól- ann í Hamrahlíð. Mamma hennar lagði snemma áherslu á að hún héldi áfram í skólan- um en þar sem heyrnin er ekki nógu góð hef- ur pabbi hennar, Ólafur Thoroddsen, setið með henni í tímum og aðstoðað hana. I fyrstu tók hún eitt fag á önn og hefur þokast áfram f náminu með hléum, þannig að nú á hún eftir þrjú fög til að Ijúka stúdentsprófi. að sem olli straumhvörfum í framfara- sögu Hrafnhildar var taugaflutningsað- gerð kínverska læknisins Zhang Shao- cheng. Smátt og smátt hefur hún verið að fá mátt í fæturna og er nú komin með þær hreyf- ingar sem hún þarf til að ganga og um leið hafa spelkurnar lækkað. Aðgerðin fólst í því að flytja taugaafleggjara úr brjóstkassanum og festa hann í mænutaglið, fram hjá mænuskað- anum. Um aðdraganda þeirrar aðgerðar segir Auður: „Þegar erfiðasti hjallinn var yfirstiginn fór ég að leita að þeim læknum sem væru komn- ir lengst í því að vinna með mænuskaða. Ég komst í samband við lækni í Las Vegas, Michael Rask, sem sjálfur var kominn í hjólastól og lést skömmu síð- ar. Hann bauð mér á þing hjé félagi sem hann hafði stofnað til að vinna að þess- um málum og þar hitti ég Zhang. Ég ræddi við hann og sagði honum frá Hrafnhildi en þá voru liðin fimm ár frá slysinu og hann taldi að það væri of langur tími til þess að mikiar líkur væru á því að hún gæti fengið mátt aftur. Við vildum samt reyna og fórum til Klna til að hitta hann. Eftir að hafa skoðað hana sagðist Zhang ekkert geta sagt, tlminn yrði að leiða I Ijós hvort aðgerðin bæri árangur. Hrafnhildur var með svo slæma sýkingu að henni var ekki treyst I aðgerðina I þetta skipti. Zhang sagði okkur því að koma aftur eftir hálft ár en þar sem ferðalag af þessu tagi er mjög erfitt fór ég að vinna að því að fá hann hingað heim. En það var hægara sagt en gert, klnverska kerfið er þungt I vöfum og beiðnin átti að fara I gegnum varnarmálaráðuneytið því að Zhang er herlæknir. Þar sem ekkert slíkt ráðuneyti er hér höfðum við samvinnu við utanríkisráðu- neytið en það átti varnarmálaráðuneytið í Kína erfitt með að sætta sig við." Auður segir að í þessari baráttu hafi ís- lenska utanríkisráðuneytið og Hjálmar W. Hannesson, sem þá var nýskipaður sendiherra I Kína, reynst þeim óskaplega vel. f níu mánuði hringdi hún á hverjum föstudegi til Kína og alltaf var Hjálmar jafn þolinmóður. Þegar kom að því að Vigdís forseti íslands færi I opinbera heimsókn til Kína haustið 1995 stakk Hjálmar upp á því að þau bæðu hana að ræða málið við forseta Kína. „Það varð úr og Vigdís lagði beiðnina fram með slíkum glæsibrag að forsetinn sneri sér strax að aðstoðarmönnum sínum og bað þá að sjá til þess að læknirinn fengi að fara til íslands. Vigdís hefur reynst okkur einstaklega vel, ég get alltaf leitað til hennar og hún hefur að- stoðað okkur á ýmsan máta. Það hefur líka verið mjög gott að eiga samskipti við starfsfólk utanríkisráðuneytisins. Jón Baldvin lagði mikið af mörkum þegar hann var ráðherra og þau Bryndís hafa reynt að hjálpa mér i Bandaríkjun- um, t.d. við að ná sambandi við leikarann Christopher Reeve sem er stjórnarformaður American Paralized Association (APA), sam- taka fatlaðra í Bandaríkjunum. Þau kynntu málið líka bréflega fyrir frú Hillary Clinton fyrir mína hönd." Alla þessa vinnu hefur Auður lagt fram á eigin kostnað. Hún reyndi að fá landlæknis- embættið (lið með sér en það bar ekki árang- ur. Þar sem hún er fagmanneskja treystir hún sér til að ræða við lækna á jafnréttisgrunni og á Landspítalanum vinnur hún náið með Hall- dóri Jónssyni yfirlækni bæklunardeildar sem hefur verið læknir Hrafnhildar frá upphafi. „Halldór var í sumarafleysingum hér á landi þegar Hrafnhildur slasaðist og hann gerði strax aðgerðir á henni. Hann var þá starfandi læknir í Svíþjóð og við fórum út til hans í hryggað- gerð. Hann hefur staðið við hlið mér í öllu þessu máli og var með Zhang í aðgerðunum þegar hann kom tvívegis til landsins. Eftir fyrri aðgerð þeirra é Hrafnhildi gerðist það leiða at- vik að taugaskurðlæknar á Sjúkrahúsi Reykja- víkur kærðu Halldór til landlæknis og var hann víttur í kjölfarið. Rökin fyrir vítunum voru þau Aðgerðin sem Zhang gerði á Hrafnhildi fólst í þvi að flytja taugaafleggjara úr brjóstkass- anum i mænutaglið, framhjá mænuskaðanum. Mynd: Sverrir Vilhelmsson, Mbl. 32 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.