Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 42

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 42
Stundum mdlo ég droumano míno Steinunn Eyjólfsdóttir ræSir viö Margréti Ásbjarnardóttur á Patreksfirði Margrét Ásbjarnardóttir, listakonan sem sér blómálfa en málar helst snjó og vetrar- ríki, býr í litlu, gömlu húsi á Patreksfirði ásamt Gunnari, seinni manni sínum, og tveim ógurlega háværum hundum. Margrét hefur fallist á að rifja upp með mér nokkur atriði úr æfi sinni. Svo tjóðrar hún annan hundinn við gamla, fallega kommóðu og sveiar hinum þar til hann hlassar sér við fætur hennar. „Nú fáum við okkur smásopa," segir Margrét. Það sér varla I nokkurn vegg í stofunni hennar fyrir myndum og minjagripum og gólfrýmið er heldur ekki mikið. I fyrsta sinn sem ég heimsótti Margréti fannst mér þröngt I stofunni en þegar hún útskýrði fyrir mér minningarnar sem fylgdu hverjum sméhlut, fannst mér ekki lengur þröngt, bara vinalegt og notalegt. Stofan er frá liðnum tíma og það er húsið sjálft líka. Einhverntíma stóð það suður I Breiðafjarðareyjum en var flutt sjóleið- is til Patreksfjarðar snemma á öldinni og sett ofan á kjallarann þar sem það stendur enn I dag. „Já, hvenær ég er fædd," svarar Margrét spurningu minni. „Ég er fædd 11. maí 1941, í Botni hérna inn við fjörðinn. Pabbi minn, Ásbjörn Ólafsson, bjó þar þá. Hann var einn Botnssystkin- anna sem margir kannast við hér fyrir vestan. Pabbi mun svo hafa keypt sjálfur býli fyrir föður- arfinn sinn, en afi minn dó á miðjum aldri. Tveir bræðranna bjuggu þá áfram með ömmu í Botni en pabbi flutti að Skápadal, sem er skammt frá og hóf þar búskap. Nú vantaði hann auðvitað sitt af hverju á nýja heimilið, þar á meðal kaupakonu. Til hans réðst stúlka að nafni Marta Vilhjálmsdóttir. Það teygðist úr þeirri kaupavinnu því þessi stúlka varð konan hans og mamma mín og eldri systur minnarsem dó í fæðingunni, foreldrum mínum til mikillar sorgar. Ég man vel eftir öllu I Skápadal. En einna gleggst er í minningunni hve dýrðlegt var að vakna þar á sólbjörtum sumarmorgni. Glugginn var opinn og ég heyrði að pabbi var að slá á tún- inu fyrir utan. Töðuilminn lagði inn til mín. Minn- ingin um sumardýrðina I Skápadal hefur fylgt mér alla ævi." Þú sást ýmislegt dularfullt í Skápadal, var það ekki? „Jú, og það sáu fleiri. Gömul kona sagði við mömmu: Hvernig geturðu verið á þessum reim- leikabæ, Marta mín? Ekki var allt fallegt sem var á kreiki I Skápadal. Ég man að einu sinni þegar ég var smástelpa átti ég að jafna til I hlöðunni, sem kallað var. Þá sá ég allt I einu hvar ókunnur mað- ur lá I heyinu, ef mann skyldi kalla. Hann hafði ósegjanlega Ijótt og ömurlegt útlit og mér fannst að þetta hlyti að vera sjálfur skrattinn. Þessi vera benti mér og reyndi að lokka mig til sln. En ég varð dauðhrædd, hljóp út á tún til fólksins sem var þar við heyvinnu og sagði pabba frá þessum Ijóta karli í hlöðunni. Pabbi ætlaði ekki að ansa þessu en gekk þó með mér að hlöðunni ef ein- hver ferðamaður kynni að hafa lagt sig þar eða slíkt. En þar var enginn. Það fauk I pabba og hann sagðist skyldi flengja mig ef ég færi að taka upp á að segja svona lygasögur. Enda lét ég mér það að kenningu verða og hef sjaldan talað um það þó ég hafi séð eitthvað. Sástu fleira þarna í dalnum? „Ekki sem ég get rifjað upp. Þarna átti þó sitthvað að vera á ferli. Upp með gilinu í dalbotninum er einstigi sem stundum var farið áður fyrr. Ég fór það einu sinni með pabba. Þarna hröpuðu ein- hverntíma I fyrndinni margir menn sem voru að koma af heiðinni. Þeir áttu stundum að sjást. Mamma hefur líka sagt mér að í Skápadal muni vera álfafólk. Þegar ég var lítil - svo lítil að ég man ekki eftir því sjálf - ætlaði mamma sundum ekki að geta náð mér inn á kvöldin. Henni var ekki vel við þessa ásókn mína I að vera ein að dunda úti fram eftir öllu, eins þó vetur væri og myrkur. „Hvað ertu að gera úti svona lengi, Magga mín?" spurði hún einu sinni. Þá hafði ég svarað að ég væri að horfa á alla krakkana sem væru að leika sér á svellinu. Og nú hefurðu félagsskap við blómálfana þína? Margrét brosir, eins og íhugandi. „Já, ég get reyndar ekki verið viss um að það séu blómálfar því ég hef mjög fá blóm. En þeir koma frá ein- hverjum björtum og blómstrandi heimi. Sjálfir eru þeir bjartir, alla vega litir - bláir, bleikir og rauðir. Ég hef séð þá flögra hér um húsið. Og ef ég á 42 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.