Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 41

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 41
Holmfríður og Hugtakahúsið Hólmfríður Arnardóttir er 35 ára heimspekingur og nýflutt aftur heim til íslands eftir þriggja ára framhaldsnám í heimspeki við Óslóarháskóla. Lokaverkefni hennar fjallar um gildi fegurðar náttúrunnar. Hún kennir við Heimspekiskólann í Reykjavík, sem er ætlaður börnum frá 5-13 ára, en meðfram kennslunni er hún að þróa sitt eigið fyrirtæki sem heitir Hug- takahúsið. Þar verður boðið upp á heimspeki með fullorðnum, þar sem rökhugsun og aðrar aðferðir heimspekinnar eru notaðar m.a. til að leið- beina fólki í því að takast á við sínar eigin hugsanir. Áhersla verður lögð á að koma skipulagi á þá óreiðu sem margir kannast við í öllu því sem velkist um í höfðinu. Það getur verið gott að koma skikki á hugsanir okkar, t.d um lífsviðhorf, trúmál eða sjálfsmynd, því oft fara hugmyndir okkar og gerðir ekki saman í þeim efnum og það getur valdið togstreitu, bæði innra með okkur og í samskiptum við aðra. Hólmfríður býður upp á heimspekilegar samræður fyrir hópa, sambúðarfólk og einstaklinga og þá er hægt að taka fyrir almennt efni eða afmörkuð vandamál eftir því sem við á hverju sinni. Hólmfríður hefurtveggja ára reynslu í faginu því úti í Noregi var hún í tiu manna hópi heimspekinga sem voru þjálfaðir í og unnu við að vera heimspekilegir leiðbeinendur. Víða erlendis eru slíkir leið- beinendur fengnir í fyrirtæki, á elliheimili, í heilbrigðisgeir- ann o.s.frv. Hólmfríður hefur nú þegar fengið verkefni þar sem lítill hópur kvenna hefur fengið hana til að stýra sam- ræðum sín á milli. Það skal tekið fram að umræðuefn- ið þarf ekki að vera sértækt, það getur verið almenns eðlis og nánast um hvað sem er. Hún leggur áherslu á að þeir sem hafi áhuga þurfi ekki að hafa þekkingu í heimspeki eða kenni- setningum hennar. Þetta er einfaldlega fyrir fólk af öllum tegundum og gerðum sem langar að spreyta siq á sínum eiqin huqsunum og komast þannig að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.