Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 19

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 19
* % <\ Labéque systrunum á Italíu upp á borð til mín í gegnum Marco, nágranna minn og vin í Munchen. Hann er ítalskur fogottleikari og einn af þeim sem þekkir hálfan heiminn. Þetta er auð- vitað alltaf spurning um að grípa gæsina þegar hún gefst og ég ákvað að grípa hana, henda mér bara út í laugina og sjá svo til hvort ég kynni að synda!" Þær systur eru á fimmtugsaldri og búa saman í stóru húsi í miðborg Flórens en eiga auk þess tvö hús heima í Frakklandi. Önnur er gift hljómsveit- arstjóra en hin er einhleyp. Þær voru mjög ungar þegar þær urðu frægar og eru því búnar að vera að spila saman í 30 ár. Þessi langi ferill sem þær áttu að baki þegar Ingunn kom til starfa, hafði sitt að segja. „Þær voru vanar að sjá um sín mál sjálfar og voru með alveg ákveðnar hugmyndir um hvernig allt ætti að vera. Það fór ekki alltaf saman við mfnar hugmyndir eða mína reynslu. Þetta gerði samstarfið erfitt í byrjun og svo var Ifka þó nokk- uð þref að finna út hvert verksvið mitt skyldi vera. Ég tók ekki við af neinum og þurfti því að móta starfið, byggja upp skrifstofuna o.s.frv ." Það tók tímann sinn að aðlagast manneskjun- um á bak við Labéque dúóið því samband þeirra systra er mjög sérstakt. Þó þær séu mjög nánar þá er ákveðin tog- streita á milli þeirra. „Ég er kona að vinna mjög náið fyrir tvær konur og ég get sagt þér að það er ekki það auð- veldasta í heiminum! Sú þeirra sem er einhleyp vill spila meira, þvf hún er að fylla líf sitt með vinnunni, en hin sem er gift vill draga úr spila- mennskunni til að hafa tíma til að fylgja manninum sínum. Önnur er „mjúk" á meðan hin er „sprengja". Og svo stend ég þarna mitt á milli! En ég skil þær báðar mjög vel og geri mitt besta til að finna jafnvægi í tónleikahaldi þeirra svo allir geti vel við unað." Ingunn er miklu meira en bara umboðsmaður þeirra systra því hún sér auk þess um allskyns prívat reddingar, t.d. tryggingamál, bankamál og bilanir í húsinu sem þær leigja því þær eru mikið að heiman. „Þetta er rosalega mikil vinna enda vinn ég eins og sleggja I helvíti! En fyrst mér tókst að komast yfir byrjun- arörðugleikana og er komin Hvernig upplifir þú stöðu kvenna í þessum löndum samanborið við Island? „Það er í raun mikill munur á öllum þessum lönd- um að því leyti. Þýskar konur eru mjög framarlega í jafnréttisbaráttunni, sérstaklega hugarfarslega. Mér finnst þær jafnvel sjálfstæðari heldur en fs- lenskar konur. Ég upplifði sjálfa mig ekkert mjög sjálfstæða lengi vel hér heima á íslandi, mér leið svolítið eins og konu í karlaveldi. Ég er reyndar alin upp í sveitasamfélagi þar sem karlar tóku ákvarðanir en konur réðu ekki sérstaklega miklu, þó þær væru sterkar og hefðu allt til að bera. En þetta er sjálfsagt mikið að breytast. Ég er alla vega mjög meðvituð núorðið um að ég hef alveg jafn mikið fram að færa og karlmenn. Ég lærði í Þýska- landi að standa fyrir mínu, ekki bara sem mann- eskja heldur líka sem launþegi. Ég lærði að þekkja minn rétt og standa á honum." Ingunn segir þýskar konur vera vel menntaðar og metnaðarfullar en því miður finnist þeim að þær þurfi að „fórna börnunum" fyrir starfsfram- ann. Þær séu svolítið fastar í þvi hugarfari að þannig verði það að vera, enda fer barneignum mjög fækkandi í Þýskalandi og ástandið er enn „Islenskar konur leggja aftur á móti meira upp úr því að sam- ræma barneignir og starfs- frama og hafa barist fyrir mannsæmandi dagvistunar- kerfi og aukinni ábyrgð karla inni á heimilunum. Mér finnst ég ekki verða mikið vör við þetta hugarfar nema hér í Skandinavíu." Ingunni finnst mikill munur vera á þýskum og ítölskum konum og þá sérstaklega hvað viðkemur samkennd kvenna. Hún hefur alltaf fund- ið stuðning og hvatningu hjá íslenskum og þýskum konum þegar velgengni hennar ber á góma, á meðan ítölsku kon- urnar draga sig í hlé og þykj- ast ekki hafa áhuga. „Ég upplifði ítalskar konur strax 1 mikilli vörn og sam- keppni við aðrar konur, enda gengur allt á Italíu óskaplega mikið út á fegurðina og kven- leikann. Maður horfir t.d á sjónvarpið og það er alveg sama hvort það er barnaþátt- ur eða fréttir, umsjónarkonan er með brjóstin flæðandi upp úr blússunni, með silikon í vör- unum og virðist aðallega ein- beita sér að því að vera sexý. Það er eitthvað inni í mér sem rekur mig áfram til að takast á við erfiða hluti, ég hef gaman að því að ögra sjálfri mér. Þetta er einhvers konar blanda af metnaði og þörf til að takast á við eitthvað nýtt. þetta langt, þá finnst mér lágmark að vera þarna í þrjú til fjögur ár. En kannski ekki lengur en það. Ég geri opin framtíðarplön og næst væri ég alveg til í að komast í góða stöðu sem er aðeins lengra frá listamanninum sjálfum. Þá er ég að hugsa um óperuhús, tónleikahús eða skipulagningu tónlist- arhátlða." Er ekki inn í myndinni að flytja heim til íslands? „Jú, jú, það er ekkert útilokað. Ef það gæfist tækifæri hér heima þar sem ég gæti nýtt reynslu mína, þá væri ég til. Aðalatriðið er að vera í vinnu sem manni finnst skemmtileg og svo skiptir auð- vitað einkalífið miklu máli. Núna á ég ítalskan kærasta sem vill ekkert endilega búa i Flórens, svo framtíðarplönin geta breyst. Ég er með ýmsar hugmyndir í kollinum og hann líka, svo eini vand- inn er að samræma þær svo bæði verði ánægð. Kannski fer ég bara með honum til Ameríku, hver veit! Það væri freistandi að fá starf þar. Það er sem sagt ekkert útilokað enda hefur mér alltaf reynst best að hafa alla möguleika opna." verra á Italíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.