Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 25

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 25
komu og skapgerð. Páll var fáorður og dulur, en tllflnninga- næmur og nærgætinn I sinni þögn. Þorbjörg var glæsileg og dáð af öllum, viðmótshlý og siglöð. Hún var atorkusöm og vel verki farin, sýnt um að stjórna, án þess eftir því væri tekið." Björn Haraldsson, 1971. Hér fór góð kona sem vann verk sín vel. Líf hennar og Páls var samtvinnað, líf þeirra og verk voru órofa heild. Hlutverk Þorbjargar var það sama og flestra kvenna á þessum tíma. Hún hafði forsjá. Hún sá um heimili og börn, hún gekk til allra verka. Ég hygg að hún hafi verið sátt við hlutskipti sitt. Mér býður einnig í grun að hann afi minn hafi líka verið viss um að hún gæti sinnt ákveðnum verkum betur en hann og verið sáttur. Örlög Þorbjargar urðu þó þau sömu og margra íslenska kvenna. Hún lést 39 ára gömul af barnsförum, þá nýbúin að fæða uppi á afdal þrlbura í þennan heim. Miklar breytingar hafa orðið á þjóðfélaginu á síðustu árum. Búskaparhættir breyttust, hlutverk breyttust hratt og urðu mörg. Til skamms tíma voru flestar íslenskar konur húsmæður að aðalstarfi. Húsmæðrakynslóðin hafði sjálfstraust því hún þekkti hlutverk sitt. Samt sem áður vildu konur breytingar og þjóðfélaginu hentaði breytt hlutverk kvenna. Skipting starfa og hlutverka skapaði tóm milli manna, rými sem þarf að fylla. Nú er svo komið að hlutverk okkar eru svo dreifð að við erum ruglaðar I ríminu. Við náum oft ekki að sinna því sem við getum gert best, fáum ekki tíma til þess af því að hlutverkin eru svo mörg. Þessi togstreita hefur áhrif á sjálfsmynd okkar, við fáum ekki nauðsynlegt næði og frið til að efla okkur, sjálfsmynd okkar brenglast. ( viðtali við Steinunni Jóhannesdóttur (1994) segir Dr. Sigrún Júlíus- dóttir frá doktorsritgerð sinni og rannsóknum sem hún gerði í doktors- námi sínu en hún rannsakaði íslenskar fjölskyldur. Hún segir að íslensk- ar konur hafi notið virðingar, þær hafi haft ákveðið vægi en ekki völd að sama skapi. Þetta kallar Sigrún „falskt sjálfstraust" eða æðruleysi. Og hún talar um að það þurfi að fara að skapa íslenskum konum raunveru- leg skilyrði til þess að þær geti farið að nýta menntun sína og reynslu á sem fjölbreytilegastan hátt. Hún talar um að konur þurfi að verða miklu virkari og taka þátt í samfélagsbreytingum í samvinnu við karla. Enn þann dag í dag sinna nokkrar konur húsmóðurhlutverkinu ein- göngu. Margar konur sinna því af elsku, eru sælar og gjöfular, sinna vel um börnin sín og eru fjölskyldunni afar mikilvægar. Þær hafa sumar valið þetta hlutverk. Dr. Sigrún Júllusdóttir kallar þetta hollustubönd og segir að I rann- sókn sinni komi fram mikil togstreita hjá konum en þær verji sig mjög vel. Konur segjast hafa valið húsmóðurhlutverkið sjálfar og tala af innri styrk um stöðu sína. Þær hafa mikið úthald og segja gjarnan „minn timi kemur." Sigrún talar um að íslenskt þjóðfélag hafi misnotað hollustu og styrk kvenna. Þrátt fyrir aukna menntun þeirra og allan rétt til þátttöku, þrátt fyrir að það ríki svokallað jafnræði í hjónabandinu þá er það á kostnað jafnstöðu og jafnréttis hvernig búið er að fjölskyldunni. Konan vannýtir menntun sína bæði til starfa og félagsmálaþátttöku, I fjarveru maka sinna reka þær búið og sjá um alla hluti. Sigrún telur að umræð- an um stöðu þessara kvenna þyrfti að verða miklu meiri, við vitum ekki hvað töfin getur kostað. Konur sem komnar eru yfir fertugt og koma til hennar I hjónameðferð finnst þær búnar að missa af lestinni. Blítt llf getur reynst strltt. Þurfum að vita hvað við viljum Ef við viljum njóta okkar, nýta menntun okkar og getu, ráðum við miklu þar um. Við eigum flestar okkar möguleika. Við þurfum að finna undir hvaða steini þeir eru fólgnir, við þurfum hugsanlega að velta nokkrum Til skamms tíma voru ílestar steinum við. Við þurfum að geta gert það sem við getum gert best. Við þurfum að geta gert það sem veitir okkur lífs- hamingju. Til þess þurfum við að sinna okkur sjálfum sem manneskjum. Hvernig förum við að því? Við þurfum að vita hvað við viljum. Við þurfum bók- staflega að setja okkur markmið í lífinu, við sjálfar, það gerir það enginn fyrir okkur. Ég held því fram að við hugsum ekki nægilega um hvað við viljum í raun og veru. Þetta getur átt við um stærri sem smærri ákvarðanir, ákvarðanir eru oft erfiðar. Við höfum ríka tilhneigingu til að finna skálkaskjól, við höldum okkur óvitandi frá því sem við höldum erfitt, látum annað en okkur sjálfar sitja I fyrirrúmi, höldum að með því séum við að skapa öðr- um hamingju. Af hverju gerum við þetta? Ég hygg að meginástæðan sé sprottin af ónógu sjálfstrausti og því að sjálfsmynd okkar er ekki nógu skýr. Ef sjálfstraust okkar er lítið liggur það í hlutarins eðli að við tökum ekki áhættu, þá er skálkaskjólið þægilegt og auðvelt að fela sig á bak við þá afsökun að við séum ómissandi. Það er erfitt að standa með sjálfum sér. Það er erfiðara en að þóknast öðrum. Auk þess getum við t.d. staðið frammi fyrir því að ættingi eða vinur snúi við okkur baki ef við tökum sjálfstæða ákvörðun varðandi líf okkar. Hinn kunni sálfræðingur Eric Fromm (1974) sagði að til þess að geta elskað verði maðurinn að setja sjálfan sig í öndvegi. Vitaskuld hefur það djúp áhrif á margar konur að sjálfstraustinu er haldið niðri. Margir utanaðkomandi þættir koma þar til, ég þarf ekki að nefna annað dæmi en hvernig launakjörum okkar er háttað. Þær örfáu konur sem hafa ámóta há laun og karlar þurfa að hafa sig allar við svo þær verði ekki hlunnfarnar. Þær eru gjarnan kallaðar frekjur eða haldn- ar ofsóknarbrjálæði. Ég ætla ekki nánar út I þessa sálma hér. Það liggur djúpt í sálarlífi okkar að við megum ekki vera sterkar. En við þurfum að vera sterkar. Margir eiginleikar prýða sterka konu, hún er sjálfstæð, styrk, hlý, sýnir umhyggju og reisn. Hún veit fyrst og fremst hvað hún vill, hún þarf ekki að sýna neinn yfirgang, hún er I jafnvægi. Þessi sterka kona getur orðið mjög ógnandi og einmana. Hallgerður var ein. Einmanaleika fylgja óþægilegar tilfinningar, afskiptaleysi, mótbár- urnar dynja á þessum konum. Til þess að forðast þessi ósköp hef ég séð sterkar konur látast vera veikari en þær eru til að komast hjá einmana- kenndinni. Þær þykjast geta minna en þær geta. Þær velja fremur að fara þær leiðir er aðrir varða, vegna þess að þær vilja ekki vera einar. Karlar forðast sterkar konur, konur forðast þær í hópum, þetta kemur fram með ýmsu móti, afskiptaleysi, áhugaleysi á verkum þeirra, andúð. Við þetta fólk mætti segja: „Þú þarft ekki að blása á Ijósið mitt til að þitt sjáist." Emilía Baldursdóttir, 1995. Ég sat eitt kvöld fyrir nokkrum árum og spjallaði við kunningjakonu mína, Emilíu Baldursdóttur. Við vorum að tala um frelsi. Við vorum sam- mála um að okkur þarf að líka vel við okkur sjálfar og enginn annar ber ábyrgð á lífi okkar en við sjálfar. Framtíð okkar byggist á okkur sjálfum. Emilía sagði: „Ég er eina manneskjan sem ég verð að umgangast allan daginn. Ef ég stend með sjálfri mér og er bandamaður minn þá á ég öruggan bandamann fram i rauðan dauðann." Emilía Baldursdóttir, 1995 Til þess að við áttum okkur á mikilvægi þess að við þurfum að vera eigin bandamenn þurfum við frið, næði og einveru. Við þurfum tæki- færi til að vera einar með sjálfum okkur. Við þurfum að viðurkenna okkur sjálfar. íslenskar konnr hnsmæðnr að aðalstarfi. VER A • 25 Hnsmæðrakynslóðin hafði sjaTfstranst þvf linn þekkti filntverk sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.