Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 38

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 38
Mary J. Blige - arftaki Arethu? Söngkonan Mary J. Blige er ekki bara bandarísk, heldur líka ein af því fólki sem hefur höndlað hinn fræga ameríska draum: stigið upp úr sárri fátækt og risið upp í góðar álnir vegna eigin hæfileika og vel- gengni á því sviði. Fyrsta stóra platan hennar kom út árið 1992, þegar hún var tvítug, og upp úr því fékk hún viðurnefnið „The Queen of Hip-Hop/Soul". Mary J. byrjaði eins og flestir bandarískir blökku- menn sinn sálarsöng I kirkju, barn að aldri en sem ung- lingur var hún komin í kirkjukórinn og söng gjarnan ein- söng með honum. Hún er næstelst fjögurra systkina en þau ólust upp með móður sinni í aumlegu fátækrahverfi í New York sem nefnist Yonkers, fyrir utan stuttan tíma sem þau bjuggu hjá ættingjum í Georgíu eftir að pabbinn fór af heimilinu. Ef frá er talin fátæktin og umhverfið lenti Blige-fjölskyldan ekki í neinum samfélagslegum vandræð- um, nema hvað að Mary J. þurfti að berja frá sér eins og aðrir krakkar í slíku umhverfi. Sumum þykir reyndar Mary J. viðskotaill í samskiptum enn þann dag í dag, en hún seg- ist bara bregðast við fólki eftir því hvernig það kemur fram og hvað það hefur I hyggju. Hún lærði af reynslunni I sínu umhverfi að það borgar sig ekki að láta neinn vaða ofan í sig. Fyrir skömmu kom út fjórða stóra hljóðversplata Mary J. Blige sem nefnist einfaldlega Mary. Undirrituð hefur ekki hlustað á stóru plöturnar hennar á undan þessari í heilu lagi, heldur heyrt lag og lag af þeim og þé oftast dans- útgáfur á svo köllum 12-tommum. Og það er kannski rétt að taka fram að það er ekki af gamaldagsheitum að ég tala um stórar plötur því að tónlist Mary J. Blige selst í stórum stíl á vinýl-plötum þrátt fyrir til- urð geisladiska, eins og reyndar margra annarra tónlistarmanna í dans-, hipp-hopp- og sálartón- list eða R&B = rythm&blues. Jæja, ég hef sem sagt ekki samanburð við eldri stóru plöturnar en það sem ég vildi sagt hafa um tónlistarstílinn á þessari nýjustu er að I mínum eyrum er Mary J. Blige frekar sálarsöngkona en hipp-hoppari. Að vísu svífur aðalsmerki hipp-hoppsins víða yfir vötnum, þ.e.a.s. að nokkur lög eru byggð á öðr- um, en lítið er um rapp. Svo er bassinn líka áber- andi en hann er það líka í sálartónlist, fönki og diskóinu, en þessar greinar eru allar frá blökk- um tónlistarmönnum komnar og hipp-hoppið auðvitað framhald af þeim. En mérfinnst ekki skipta máli hvað við köllum stíl Mary J. Blige, hún er fyrst og fremst frábær söngkona og hefur meira að segja verið kölluð arftaki Arethu Franklin, sem er stór biti að kyngja, ekki síst fyrir hana sjálfa og líklega ekki hollt fyrir neinn að taka slíkt alvarlega. Reyndar syngur sálar- drottninginn eitt lag með Mary J. á þessari nýju plötu, Don't waste your time. Þær fara ekki í neina raddkeppni, heldur syngja saman í næstum gospel-stíl eins og virðulegar söngkonur, eða dívur eins og þær náttúrulega eru. Aretha Franklin er ekki eini „gamli" tónlistarmaðurinn sem fram kemur á þessari nýju plötu Mary J.: Elton John spilar á píanó í Deep inside, sem er byggt á lagi hans Bennie and the Jets; Eric Clapton spilar á gítar í Give me you; kaflar frá sálarsöngvaranum Al Green heyrast í Time, sem annars er byggt á Stevie Wonder laginu Pastime Paradise, og andi Stevies er víðar yfir og allt um kring. Mary J. segist vera alin upp við tónlist hans og man eft- ir þvf frá barnæsku að pabbi hennar spilaði oft plötu hans Songs in the key of life og hún spilar hana enn, sem minnir mig á að sú plata er líka uppáhaldsplata hennar Skin í ensku sveitinni Skunk Anansie. Ég ætla í leiðinni að nefna að mér finnst nýjasta plata þeirrar sveitar virkilega góð. En það var þetta með Stevie Wonder. Líklega hefur Mary J. Blige fengið besta kynningu hér á landi í gegnum George Michael því hann valdi hana til að syngja með sér Stevie-Wonder-lagið As sem er búið að vera eitt vinsælasta lag þessa árs bæði í útvarpi og sjónvarpi, en það er einmitt af Songs in the key of life. Einhversstaðar las ég að karlar í útgáfufyrirtæki Mary J. í Bandaríkj- unum hefðu ekki viljað leyfa henni að setja As á sína plötu og þá líklega af ótta við hommastimpilinn á George, eða þá að þeim þótti hann of gamall og hvítur og þar af leiðandi ekki nógu svalur til að ganga I eyrun á unga R&B og hipp- hopp-liðinu. Hvað sem þeirri sögu líður er As á mínum geisladiski, sem betur fer því þau syngja lagið frábærlega vel saman og ekki sakar að sjá þau marg- föld í myndbandinu. Ekki ætla ég að telja upp alla sem koma við sögu á þessari Mary-J.-plötu en ekki er hægt að sleppa vinsælustu tónlistarkonu ársins sem semur, útsetur og stjórnar upptöku á fyrsta lagi plöt- unnar, All that I can say. Lauryn Hill heitir hún, Fugees-liðsmaður og er lík- * lega hægt að kalla drottningu hipp- hoppsins eftir hina frábæru og vinsælu sólóplötu sem hún sendi frá sér á þessu ári, The miseducation of Lauryn Hill. Lagið hennar á Mary-plötunni er annars löðr- andi í Stevie-Wonder-líkindum, sem er ör- ugglega ekki tilviljun heldur alveg I anda Fugees sem á hljómleikum sérstaklega vefja tónlistarsögu sinni frá 6. & 7. ára- tugnum saman við eigið efni. Textarnir á Mary, sem Mary J. semur ýmist sjálf eður ei, eru um llfið og tilveruna, óréttlæti heimsins og ástina og enginn dóna- skapur á ferðinni. Síður en svo. Mary er glæsi- leg, svöl, á háu plani og líka töff. Andrea Jónsdóttir skrifar um tónlist 38 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.