Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 50

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 50
Vistvænt heimilishald Ragnhildur Helgadóttir skrifar um GAP verkefnið Rusl er vigtað til að mælanlegur árangur fáist Mengun umhverfisins er eitt af stærstu vandamálum heimsins. Margir alþjóðlegir samningar um umhverfismál hafa verið gerðir en þrátt fyrir velvilja ýmissa ráða- manna heimsins hafa fjárhags- legir hagsmunir komið í veg fyrir að áberandi framfarir hafa orðið á þessu sviði. Ábyrgðin á um- hverfismálum er oft sett á hendur stærri aðila, s.s. Sameinuðu þjóðanna, Evrópu- sambandsins, ríkisstjórna o.s.frv. Einstaklingur- inn stendur oft vanmáttugur gagnvart um- hverfismálum og lætur því ekki til sín taka. En hvað geta einstaklingar gert? Skiptir einhverju máli hvort dósin lendir í endurvinnslu eða í ruslinu? Eða að bíllinn sé notaður í ferð út í sjoppu á næsta horni? Alkunna er að margt smátt gerir eitt stórt og þess vegna skiptir um- hverfisvæn hegðun máli. Allar fréttir af starfi til að bæta um betur í umhverfismálum eru því góðar fréttir. Hér verður greint frá alþjóðlegu verkefni sem nefnist Global Action Plan for the Earth (GAP) og líta má á sem skref í rétta átt. Verkefnið hefur verið í gangi í 17 löndum og er nú verið að staðfæra upplýsingar fyrir fsland. Ætlunin er að vinna verkefnið eftir sænskri fyr- irmynd, staðfæra að íslenskum aðstæðum og gefa út handbók vorið 2000. Handbókinni er ætlað að leiðbeina fólki skref fyrir skref í gegn- um röð verkefna sem stuðla að vistvænu heim- ilishaldi. Það sem er sérstakt við GAP verkefnið er að það snýr að einstaklingnum og hans nán- asta umhverfi, þ.e. heimilishaldinu. Markmið GAP er að stuðla að sjálfbærri þróun í um- hverfismálum á næstu öld. Upplýsingar um hvernig við sem einstaklingar getum borið okkur að liggja ekki alltaf á lausu og okkur finnst við vera vanmáttug. Með GAP gefst okk- ur tækifæri til að skiptast á upplýsingum og vinna að þessu í samvinnu við aðra. Verkefnið er auðvelt í framkvæmd og leitað er raunhæfra lausna sem umbylta ekki lífi þátt- takenda heldur létta það, t.d. með færri ferð- um út í ruslatunnu. Þess má einnig geta að út- reikningar sem gerðir hafa verið í Svíþjóð sýna að heimili geta sparað umtalsvert með því að framkvæma aðgerðirn- ar í handbókinni. Nú eru ( gangi þrír aðlögunarhópar á Is- landi sem aðstoða við að staðfæra upplýsing- ar fyrir íslenskar að- stæður. Verkefnið mun síðan verða öllum opið sem vilja taka jákvæð skref til að bæta umhverfið. Hver og einn getur átt frumkvæði að því að mynda hóp. Það getur verið hóp- ur af ættingjum, fjölskyldum, ná- grönnum, vinnufélögum eða hluti af samtökum. Hentug hópa- stærð er 5-8 einstaklingar. Á sex mánaða tímabili hjálpast meðlim- ir hvers hóps við að breyta um lífsstíl þannig að heimilishaldið verði vistvænt. Gífurlegt magn af upplýsingum er til um um- hverfismál en í GAP verkefninu er búið að ein- falda það og draga saman (sex viðfangsefni, eitt fyrir hvern mánuð. Viðfangsefnin eru: Sorp, orka, samgöngur, innkaup, vatn og fjölbreytni lífríkis og landeyð- ing. Eitt viðfangsefni er tekið fyrir í hverjum mánuði. Þátttakendur meta ástandið hjá sér í mánaðarbyrjun og ákveða hvaða breytinga er þörf. Staðan er svo endurskoðuð í lok mánað- arins og lagt mat á árangur. Á þessu sex mán- aða tímabili taka meðlimír hópsins fyrstu skref- in til að tileinka sér vistvænan Kfsstd til fram- búðar. Ég og fjölskylda mín tilheyrum aðlögunar- hópi GAP á (slandi sem samanstendur af sex fjölskyldum. Við vildum vera þátttakendur í þessari alþjóðlegu grasrótarhreyfingu til að bæta umhverfið. Þátttakan hefur breytt ýmsu í heimilishaldinu og á eflaust eftir að breyta enn meiru því við erum ný byrjuð. Undanfarnar vik- ur hafa farið í að vigta rusl, en það er gert til að mælanlegur árangur fáist. Það virkar hvetj- andi að sjá ruslið minnka þegar aðgerðir hefj- ast. Innkaupin hafa einnig verið til endurskoð- unar og margt er óleyst, t.d. hvað kemur í stað eitursins sem fer í uppþvottavélina og hvað við gerum við lífrænan úrgang upp á 4. hæð í blokk. Bíllinn er okkar stærsti höfðuverkur og í stað þess að hafa áhyggjur af bensfnverði þá leitum við allra leiða að draga úr mengandi 50 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.