Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 46

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 46
TÍöablæðingar í Kvennafræðaranum eftir dr. Miriam Stoppard er að finna mikinn fróðieik um heilsufar kvenna, þar á meðat um tíða- blæðingar. Þar segir að heilbrigðar kon- ur hafi blæðingar í 3-5 daga mánaðar- I lega helming ævi sinnar. Að meðaltali blæði 400 sinnum frá tiðabyrjun til tiða- hvarfa hjá hverri konu, að tiðablæðingar geti hafist snemma, við 11 ára aldur, og að tiðahvörf verði í síðasta lagi við 60 ára ald- ur. Þessar tölur sýna að blæðingar eru snar þáttur i lífi hverrar konu. Meðal frumstæðra þjóða er gjarnan fagnað með eínhverjum hætti þegar stúlka hefur í fyrsta sinn á klæðum. En í hinum vestræna heimi hefur til skamms tíma verið mikið pukur í kringum blæð- ingar. Frá fornu fari hefur tíðablóð verið hálfgert tabú og því tengjast ýmis konar hjátrú og hindur- vitni. Sums staðar er talið að blæðingar geri kon- ur „óhreinar" og víðast hvar er talið að samfarir beri að forðast meðan á þeim stendur. Líkamleg vanlíðan og skapsveiflur eru líka taldar tengjast tiðablæðingum. Sumar konur verða pirraðar og finna fyrir depurð rétt éður en tíðir hefjast og er talið að hormónabreytingar valdi þvi. Þá er sums staðar, einkum í Asíu, talið að konur beri að forð- ast ýmislegt meðan á tíðum stendur, þar má nefna hárþvott, böð, heimsóknir og elda- mennsku. Ömmur okkar notuðu tuskubindi Einnota dömubindi eru mikill mengunarvaldur. I Bretlandi nota 14 milljónir kvenna yfir 3000 milljón einnota dömubindi og tappa í hverjum mánuði. Á vesturlöndum nota konur nær ein- göngu verksmiðjuframleidd einnota bindi og tappa en sums staðar eru ennþá notuð margnota taubindi sem eru þvegin. Og svo eru 6% kvenna í heiminum í dag sem aldrei nota dömubindi eða tappa. Hollt er fyrir okkur nútímakonur að minnast þess að formæður okkar þurftu að nota marg- nota tuskur sem tíðabindi allt fram á míðbik þess- arar aldar. Líklega .þafa ömmur okkar sem nú erum miðaldra flestár þurft að pukrast með þvotta á tuskubindum. Sumar hafa sjálfsagt lent í því að eiga engar tuskur og er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig það hefur veríð. Tíðablóð getur verið mikilvægt tákn í lífi konu. Óttist hún þungun léttir henni þegar blæðing hefst en það getur valdið óyndi þeirri konu sem gjarnan vill verða ófrísk. Blæðing hjá ófrískri konu getur líka verið merki þess að eitthvað hafi farið úrskeiðis á meðgöngunni. Þótt flestum konum finnist óskemmtilegt að byrja á túr er til lítils að æðrast enda eru reglulegar blæðingar merki um heilbrigða líkamsstarfsemi. Tíðaverkir Vera náði sambandi við Hildi Harðardóttur kven- sjúkdómalækni sem starfar á Fæðingardeild Land- spítalans en rekur einnig læknisstofu í Domus Medica. Hildur segir tíðaverki stafa af sam- dráttum í legi. Verkurinn nái jafnan yfir neðri hluta kviðarhols og yfir lífbein aftur í bak. Hildur ráðleggur konum sem koma til hennar vegna tíðaverkja að taka bólgu- eyðandi lyf meðan blæð- ingar standa yfir. „Þau lyf sem helst eru notuð eru til dæmis Ibúfen og Naproxyn sem hægt er að kaupa í litl- um skömmtum án lyf- seðils. Ef þörf er á stærri skömmtum eða sterkari lyfjum þarf lyfseðil og eru þá gjarnan notuð sterk- ari bólgueyðandí lyf og stundum samhliða sterk- ari verkjalyfjum sem innihalda kódín. Ég mæli með að konan taki lyf sem fyrst eftir að blæðing- ar byrja svo að þau verki sem best. Hefðbundin verkjalyf, eins og paracetamól, duga ekki eins vel á tíðaverki." Er algengt að konur komi til læknis vegna tíðaverkja? „Það er nokkuð algengt að ungar stúlkur komí og kvarti undan tíðaverkjum sem eru svo slæmir að þær missa 1-2 daga úr skóla í hverjum mánuði. Oftast er hægt að ráða bót á þessu með lyfjagjöf. Ef hefðbundin verkjalyfjameðferð dugar ekki er stundum gripið til þess ráðs að gefa stúlkunni getnaðarvarnarpillu. Ef hins vegar kona á þrí- tugs eða fertugsaldri fer að fá sífellt verri tíðaverki getur verið um undirliggjandi sjúk- dóm að ræða og stoðar þá ofangreind lyfja- meðferð lítið." Er ekki stundum bara nóg að fara út og hreyfa sig ef blæðingar valda verkjum? Það er alltaf gott að hreyfa sig og það leiðir hugann frá verkjunum. En ef verkir eru það slæmir að konan er óvinnufær þá er betra að taka verkjalyf og leggja sig meðan það versta gengur yfir." Nú er algengt að konur taki hormónalyf árum saman, allt frá upphafi breytingaskeiðs. Valda þau lyf venjulegum blæðingum? „Já, þær blæðingar eru svipaðar og þær sem kona hefur á frjósemisskeiði." Hvað eiga konur að gera ef blæðingar verða óreglulegar eða óeðlilegar? „Ef blæðing fellur niður á frjósemisskeiði þarf fyrst að athuga hvort konan sé ólétt. Ef blæð- ingar falla niður og ekki er um þungun að ræða geta orsakir verið marg- víslegar og er réttast að fá skoðun hjá kvensjúk- dómalækni. Breytinga á blæðingum verður oft vart við tíðahvörf. Oft byrjar breytingaskeiðið með því að tíðahringur- inn veður styttri en oftar en ekki hefur konan fengið einhver einkenni áður sem tengja má breytingaskeiðinu, svo sem truflun á hitastjórnun, svefni og skapbreytingar. Ef blæðingar verða óeðlilega miklar er sjálfsagt að leita læknis," segir Hildur. Það er í rauninni stórmerkilegt að (líkama kvenna skuli búa klukka sem stjórnar tíðum. Hjá sumum hefjast blæðingar á 26 daga fresti, hjá öðrum á 32 daga fresti. Hvort tveggja er eðlilegt. En þetta hefur náttúran lagt á okkur konurnar til að eggið eigi þess kost mánaðarlega að hitta sæðisfrumu svo að úr verði barn. Konan hefur tíðir 400 sinn- um yfir ævina að meðaltali til að þetta sé mögu- legt, þó ekki sé nema einu sinni. vsv 46 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.