Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 33

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 33
Vegna þess að Vigdís forseti talaði við forseta Kina þegar hún var þar i opinberri heimsókn, 1995, tókst að fá Zhang til Islands. Mynd: Kristinn Ingvarsson, Mbl. að hann hefði farið inn á svið taugaskurð- lækna án samráðs við þá. Þegar þeir gerðu seinni aðgerðina þá veit ég ekki betur en að taugaskurðlæknum hafi verið boðið að horfa á og ræða við Zhang en fyrir því var engínn áhugi. Mér finnst furðulegt að hámenntaðir menn skuli leggjast svo lágt að ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur, því eini tilgangur þeirra með þessari kæru var að skemma fyrir. Taugaskurðlæknar ættu frekar að þakka fyrir að einhver reyni að flytja þekkingu á þessu sviði inn í landið því ekki hafa þeir áhuga fyrir mænusköðuðu fólki þó þeir eigi að heita ábyrgir fyrir þeirri hlið mála hér á landi, ásamt öðrum." I veikjan að því að Auður fór að vinna að . stofnun nefndar á vegum hlutlausra aðila var einmitt þetta áhugaleysi og togstreita innan læknastéttarinnar, bæði hér á landi og erlendis. Hún skrifaði ótal bréf, til fé- laga mænuskaðaðra og til lækna og bjóst við að fólk myndi gleðjast yfir fréttum af árangri Hrafnhildar. En svo var ekki. „Öll þess ár hef ég leitað allra upplýsinga sem ég hef komist yfir og m.a. notið aðstoðar starfsfólks á bóksafni Landspítalans og vin- konu minnar sem er bókasafnsfræðingur. Oft hefur verið talað um að lækning á mænuskaða fari að finnast en þegar ég hef kynnt mér rann- sóknaniðurstöður hafa þær nær allar fengist á rannsóknastofum. Ég hef sem sé komist að því að þeir læknar sem taldir eru fremstir í heimin- um eru allir að lækna mýs. Að sjálfsögðu þurfa slík grunnvísindi að vera til staðar, en ég er bara ekki að leita að slíkum vlsindum - ég er að leita að læknum sem hafa haft kjark til að flytja þekkinguna af rannsóknastofunum á spítalana og geta stigið fyrstu skrefin I að lækna fólk. Það er staðreynd að sú vitneskja sem feng- ist hefur fer ekki é milli lækna nema að litlu leyti. Samkeppni um heiður og peninga, hroki, fordómar og vantrú kemur í veg fyrir að lækning finnist og þar eru læknar í broddi fylk- ingar. Veitt er hund- ruðum milljóna króna I rannsókna- styrki á víð og dreif um veröldina og flestir eru að rann- saka það sama. Lamað fólk út um allan heim gefur háar fjárhæðir til rannsókna I þeirri trú að ver- ið sé að finna lausn á vanda þeirra. Það er eitt- hvað að og því verður að skipuleggja þessi mál betur. Við höfum rekið okkur á að það virðist ekki vera aðalatriðið að koma góðum fréttum á framfæri, mikilvægara er að fara eftir stífum reglum vísindasamfélagsins. Ég veit að viðhorf margra ráðandi lækna eru mjög neikvæð gagnvart læknum í austri. Dr. Rossier, sem er háttsettur hjá alþjóðasamtökum heilbrigðis- starfsfólks sem starfar við mænuskaða (IMSOP) og er sjálfur lamaður, sagði t.d. við mig að hann myndi aldrei treysta mönnum sem ekki hefðu fengið birtar eftir sig greinar í vestræn- um læknaritum, t.d. mönnum frá Rússlandi eða Kína. Samt var ég að segja honum að dóttir mín hefði tekið þessum framförum en hann vildi ekki hlusta. Til þess að reyna að tengja saman austur og vestur bauð ég stóru félögunum tveimur í Bandaríkjunum, APA og SCS, að senda sér- fræðinga til Kína til að skoða það sem Zhang og aðrir læknar í Shanghæ eru að gera og að ég skyldi borga helminginn í ferðunum. En þeir höfðu ekki nokkurn áhuga fyrir því. Mér var bara svarað með hroka hjá APA. Umstangið í kringum leikarann Christopher Reeve er sér- kapítuli í þessum málum. Þegar APA vantar peninga er hann dubbaður upp í sjónvarpsvið- tal þar sem hann lýsir því yfir að hann ætli að ganga og sé með bestu lækna í heimi. Að sjálf- sögðu trúir fólk þessu. Ég var búin að skoða verk lækna hans áður en hann slasaðist og veit að þessir menn eru enn að vinna á rannsókna- stofum. Mér finnst sárt að sjá APA misnota þennan fyrrum Superman til að safna fé sem ég tel að fari aðallega I yfirbyggingu samtak- anna. egar Auður hafði reynt til þrautar að fá áheyrn innan vísindasamfélagsins ákvað hún að reyna pólitísku leiðina. Umstangið í kringum leikarann Christopher Reeve er sérkapítuli í þessum málum. Þegar APA vantar peninga er hann dubbaður upp í sjónvarpsviðtal þar sem hann lýsir því yfir að hann ætli að ganga og sé með bestu lækna í heimi. Hún skrifaði Gro Harlem Bruntland fram- kvæmdastjóra WHO um hugmyndina að hlut- lausri nefnd en fékk kurteisleg svör frá aðstoð- arfólki hennar. Þá skrifaði hún Karli Bretaprins, sem er verndari mænuskaðaðra þar I landi. Svar kom frá skrifstofu hans þess efnis að hann styddi hvað sem væri sem mætti verða til þess að sameina þekkingu á þessu sviði og gæti komið mænusköðuðu fólki til góða. En Auður lét ekki þar við sitja. Hún skrifaði drottningum Norðurlandanna og sagði þeim fré hugmynd sinni en þá hafði Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, bent henni á að besta leiðin til að koma hugmyndinni í framkvæmd væri að senda tillögu á aðalfund WHO, þar Zhang og Halldór Jónsson sem gerði aðgerðina með honum og hlaut fyrír kæru frá taugaskurðlæknum á Sjúkrahúsi Reykjavikur og vitur frá landlækni. sem íslenska ríkið á fulltrúa. Sonja Noregs- drottning og Sylvía Svíadrottning svöruðu henni og óskuðu velfarnaðar en Margrét Danadrottning sýndi sterkustu viðbrögðin, enda er hún þjóðhöfðingi og hefur raunveru- leg völd. Hún gerði danska heilbrigðisráðu- neytinu orð og bað þá að athuga málið á aðal- fundi WHO. Hins vegar kom aldrei til þess að tillagan væri borin þar upp þvl Davíð Á. Gunnarsson, sem er fastafulltrúi Islands hjá WHO, og Benedikt Jónsson, sendiherra Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, lögðu hana fyrir Gro á einkafundi um leið og þeir afhentu stofnuninni peninga frá íslenska ríkinu. Og Gro samþykkti tillöguna. „Tillagan felst í því að safnað verði saman VERA • 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.