Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 15

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 15
Á eFtir vopnasölu oq FTknieFnasölu er klám- oq vændisiðnaðurinn orðinn þriðji mesti iðnaður heims. Oq f viðskiptaheimi klámsins virðast enqin siðFerðileq löqmál qilda. inga. Ósjaldan eru konurnar neyddar til þess að selja sig vegna þess að milliliðurinn; hórmangari, melludólgur eða umboðsskrifstofa, þénar stór- fúlgu á viðskiptunum. Mörgum þessara kvenna er talin trú um að í dvalarlandinu bíði þeirra starf sem gengilbeinur á veitingahúsum eða sem hús- hjálp. Flestar enda þó í vændis- eða klámiðnaðin- um. Umboðsskrifstofur sem höndla með konur hafa sprottið upp eins og gorkúlur um alla Evr- ópu. Þar sem umboðskerfið er hvað öflugast og stærst er greinilegt að eigendurnir hafa kynnt sér vel innviði dvalarlandanna til að unnt sé að koma þeim inn I landið á „löglegan" hátt. Oftast eru dvalarleyfin fengin á þeim forsendum að um au- pair stúlkur sé að ræða, tungumálanema, ferða- þjónustuaðila eða listdansmeyjar, eins og þekkt er hér á landi. Líkja má veru kvennanna í dvalarlöndunum við þrælabúskap eða gíslatöku því þær eru algjörlega háðar þeim sem flytja þær inn og jafnvel neyddar til að búa við misjafnar aðstæður. Hér er því um mannréttindabrot að ræða. Ef þær ekki hlýða yf- irboðurunum eru þær sendar heim aftur. Oftar en ekki er um öflugt samstarf skipulegra alþjóða klám- og glæpahringja að ræða. Líkamlegt og andlegt ofbeldi, fíkniefnaneysla, spilling og glæpir eru fylgifiskar klám- og vændis- iðnaðarins. Það er þvl ekki auðvelt fyrir konur að stíga út úr bransanum þótt það sé einlægur vilji þeirra. Fæstar hafa tök á að snúa við blaðinu og lifa aftur eðlilegu lífi. Fáar þessara kvenna hafa tök á ráðgjöf eða aðstoð í eigin samfélagi, vilji þær snúa við blaðinu. Vegna iðju sinnar eru þær fordæmdar I eigin samfélagi. Fátt hjálpar því til að vinna bug á brotinni sjálfsmynd. í dvalarlandinu er sömuleiðis litið niður á konur sem starfa I klám- og vændisiðnaðinum og aukin hætta á að raddir útlendingahaturs nái að hækka rómínn gagnvart viðkomandi þjóðum. Klám- og vændisiðnaðurinn er hluti af alþjóð- legu vandamáli sem ekki er víst að allir vilji leysa. Hér er um gríðarlega veltu að ræða þar sem ekki einungis eínstaklingar deila með sér gróðanum því í mörgum löndum er þessi iðnaður farinn að hafa áhrif á hagkerfi landa og gefa fyrirheit um vænlegri þjóðartekjur. Með það í huga ber okkur skylda til að hætta sofandahætti gagnvart klám- inu og líta ekki á það sem einkamál annarra. Klám kemur okkur öllum við. Okkur ber siðferðileg skylda til að skipta okkur af þróuninni í þessum iðnaði vegna þess að hér ganga vöruskiptin ekki út á skó eða hanska. Viðskiptin ganga út á fólk af holdi og blóði. Hvað Finnst þér? Ertu hlynnt/ur (jví Frelsi sem ríkir í rekstri nektarstaða? Spurt í Austurstræti. Anna Ólafsdóttir Nei, þeim fylgja miklir glæpir, eiturlyf og annað óæskilegt. Pétur Einarsson Já, eða ég veit ekki. Ætli ég sé ekki hlynntur þeim. ' jll ^ ■l ekki að leyfa þá. Mér finnst Sigurvin Pálsson Ég er ekki hlynntur þessum stöðum en mér er alveg sama. Ef fólk vill þetta þá er það í lagi. Gunnar Harðarson Ég er hlynntur því frelsi sem ríkir. Mér finnst þetta allt í lagi. Toby Wikström Ég er alls ekki hlynntur þeim. Mér finnst þessir nektarstaðir ýta undir karlaveldi þar sem konur eru skoðaðar sem einhverjir hlutir eða viðfangsefni en ekki einstaklingar. Sæbjörg Jónsdóttir Ég er ekki hlynnt þessu frelsi. Það deyfir siðferðis- kennd barna og unglinga því þetta er ekki dulið þeim. Börn og unglingar fá ekki að njóta þess að vera börn eins lengi. Einnig er þetta niðurlægj- andi fyrir konur. Viðar Jónsson Ég er ekki á móti þeim, kannski óþarflega margir, en markaðslögmálið gildir, framboð og eftirspurn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.