Vera - 01.10.1999, Page 41

Vera - 01.10.1999, Page 41
Holmfríður og Hugtakahúsið Hólmfríður Arnardóttir er 35 ára heimspekingur og nýflutt aftur heim til íslands eftir þriggja ára framhaldsnám í heimspeki við Óslóarháskóla. Lokaverkefni hennar fjallar um gildi fegurðar náttúrunnar. Hún kennir við Heimspekiskólann í Reykjavík, sem er ætlaður börnum frá 5-13 ára, en meðfram kennslunni er hún að þróa sitt eigið fyrirtæki sem heitir Hug- takahúsið. Þar verður boðið upp á heimspeki með fullorðnum, þar sem rökhugsun og aðrar aðferðir heimspekinnar eru notaðar m.a. til að leið- beina fólki í því að takast á við sínar eigin hugsanir. Áhersla verður lögð á að koma skipulagi á þá óreiðu sem margir kannast við í öllu því sem velkist um í höfðinu. Það getur verið gott að koma skikki á hugsanir okkar, t.d um lífsviðhorf, trúmál eða sjálfsmynd, því oft fara hugmyndir okkar og gerðir ekki saman í þeim efnum og það getur valdið togstreitu, bæði innra með okkur og í samskiptum við aðra. Hólmfríður býður upp á heimspekilegar samræður fyrir hópa, sambúðarfólk og einstaklinga og þá er hægt að taka fyrir almennt efni eða afmörkuð vandamál eftir því sem við á hverju sinni. Hólmfríður hefurtveggja ára reynslu í faginu því úti í Noregi var hún í tiu manna hópi heimspekinga sem voru þjálfaðir í og unnu við að vera heimspekilegir leiðbeinendur. Víða erlendis eru slíkir leið- beinendur fengnir í fyrirtæki, á elliheimili, í heilbrigðisgeir- ann o.s.frv. Hólmfríður hefur nú þegar fengið verkefni þar sem lítill hópur kvenna hefur fengið hana til að stýra sam- ræðum sín á milli. Það skal tekið fram að umræðuefn- ið þarf ekki að vera sértækt, það getur verið almenns eðlis og nánast um hvað sem er. Hún leggur áherslu á að þeir sem hafi áhuga þurfi ekki að hafa þekkingu í heimspeki eða kenni- setningum hennar. Þetta er einfaldlega fyrir fólk af öllum tegundum og gerðum sem langar að spreyta siq á sínum eiqin huqsunum og komast þannig að

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.