Vera - 01.02.2000, Side 14

Vera - 01.02.2000, Side 14
mabærar þunganir ó t í Ég sakna þess óendanlega mikið að vera ekki Ungar mæður nefnist hópur sem starfar á vegum Cufu- nesbæjar, félags- og tóm- stundamiðstöðvar ÍTR í Crafarvogi. Hópurinn samanstendur af stúlkum sem eru á aldr- inum 15-20 ára og eiga það sameiginlegt að vera ungar mæður. Tilgangur klúbbsins er að veita þeim tækifæri til að hittast í frítíma sínum og eiga góðar stundir saman. Viku- lega hittast þær með börnum sínum og er þá lögð áhersla á að spjalla saman og skipt- ast á skoðunum. Ég mælti mér mót við fjórar ungar mæður í kjall- ara Gufunesbæjar. Á meðan ég beið eftir þeim var mér litið út um gluggann og í skammdeginu sá ég móta fyrir þremur barnavögnum. Ef vel var að gáð mátti sjá glaðværar stelpur ýta þeim á undan sér. Þær nálguðust húsið sem brátt fylltist af glaðlegu barnahjali og lífi. Það voru dregin fram leikföng og Irma tilkynnti að Ástbjört Viðja dóttir hennar væri komin með fyrstu tönnina. Hinar samfögnuðu og það var auðheyrt að þær höfðu lengi beðið eftir þessari tönn. Irma Þorsteinsdóttir er yngst í hópnum. Hún varð barnshafandi 14 ára og 15 ára varð hún móðir. Dóttir hennar er nú eins árs. Birgitta Birgis- dóttir er einnig 16 ára og heldur á syni sinum Grétari Rafni sem er fimm og hálfs mánaðar. Anna Kristín Samúelsdóttir var 16 ára þegar hún eignaðist dóttur sína, Freyju Sól, sem er 16 mán- aða. Anna hefur áhyggjur af því að dóttir hennar er með svo lítið hár. Hinar segja henni að það muni bráðum koma og hún þurfi ekki að hafa áhyggjur. Gerður Ósk Jóhannsdóttir er 18 ára og á tveggja ára dóttur sem heitir Kolbrún Emma. Dóttir hennar er hjá pabba sínum þennan eftir- miðdag. Stúlkurnar urðu allar barnshafandi fyrir slysni og segja að það hafi verið mikið sjokk þegar þær uppgötvuðu hvernig komið var. Þær eru allar ein- stæðar mæður og búa í foreldrahúsum. Sam- böndin við pabbana leystust upp eftir að börnin komu í heiminn og það er þeirra skoðun að þeir hafi ekki ráðið við ábyrgðina sem fylgir föðurhlut- verkinu. Á meðan á meðgöngu stóð sýndu þeir skilning og tóku þátt I tilhlökkuninni. Þær eru á því að strákunum hafi ekki fundist eins spennandi að verða pabbar og þeir höfðu ímyndað sér. Irma bætir við að þeir hafi ekki skilið þær breytingar sem konur gangi i gegnum á meðgöngu og eftir fæðingu. Hugtök eins og fæðingarþunglyndi voru þeim algjörlega framandi. Birgitta tekur undir með Irmu en þær hafa báðar þurft að glíma við þunglyndi eftir fæðingu. „Þeir eru svo miklar karlrembur og hugsa bara um sjálfa sig," bætir Irma við og hinar kinka kolli. Hvernig brugðust fjölskyldur ykkar við þegar þær fengu tíðindin? Irma: „Ég var alltaf á leiðinni að fara á pilluna en kom því aldrei í verk. Ég var á ferðalagi ( útlönd- Irma Þorsteinsdóttir var 15 ára þegar hún eignaðist dóttur sina Ástbjörtu Viðju Birgitta Birgisdóttir 16 ára heldur á syni sínum Grétari Rafni sem er fimm og hálfs mánaðar. um með tónlistarskólanum þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Ég varð skyndilega mjög veik á morgnana og leið hræðilega. Á þessum tíma gekk hitabylgja yfir og mér leið enn verr. Ég var mjög veik alla meðgönguna. Þetta var áfall fyrir fjölskylduna. Við vorum líka mjög fátæk á þessum tíma. Ég var upp í sveit hjá ömmu og afa um sum- arið og leið mun betur hjá þeim. Ég komst ekkert í skólann í 10. bekk vegna veikinda en fékk kennslu heim þrisvar í viku og tók samræmdu prófin síðasta vor. Það var þrýst á mig að fara ( fóstureyðingu af félagsmálastofnun og allir þeir sem ég talaði við hjá þessum stofnunum þrýstu líka á mig. Ég fékk þau skilaboð að þetta myndi eyðileggja llf mitt. Mamma upplifði sig ömurlega móður af því hún sendi mig ekki I fóstureyðingu. Þegar ég var búin að ákveða mig þá fékk ég hins vegar mjög góðan stuðning og félagsráðgjafinn reyndist mér mjög vel. Mamma ákvað að styðja mína ákvörðun, sama hver hún yrði, og það gerði barnsfaðir minn lika. Við hættum reyndar saman stuttu á eftir en höfum verið sundur og saman síðan Ástbjört Viðja fæddist. Mér finnst þetta alls ekki hafa eyðilagt líf mitt heldur að það hafi gert það yndislegt." Gerður: „Félagsráðgjafinn sem ég talaði við upp á Landspítala ráðlagði mér eindregið að fara 14 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.