Vera - 01.02.2000, Page 49

Vera - 01.02.2000, Page 49
Sóley rannsakar gnðsmynd barna Sóley Stefánsdóttir er 26 ára nemi í guðfræði og kynjafræðum við Háskóla íslands og starfskona Rann- sóknastofu í kvennafræðum. „Þegar ég var 18 ára tók ég mér frí úr framhaldsskólanum og festi kaup á sólbaðstofu sem ég rak í tvö ár. Þar kynntist ég mínum fyrrverandi manni sem var við nám í guð- fræði. Við rökræddum mikið um trúmál og varð það til þess að ég ákvað að skrá mig í guðfræði- deild HÍ." En fyrst þurfti Sóley að taka stúdentsprófið og kláraði myndlistarbrautina í FB, en námið þar jafngildir fornámi við MHÍ. Hún hefur mjög gaman af að mála og stefnir jafnvel að meira myndlistarnámi í framtíðinni. „Ég byrjaði í djáknanámi en breytti því síðan yfir í BA nám og tek kynjafræði sem valgrein með því. Áhuginn á kynjafræði kviknaði á námskeið- inu Kristin siðfræði og kvennagagnrýnin sem Arnfríður Guðmundsdóttir, nú lektor við deildina, kenndi." Sóley hefur ekki hug á að starfa innan kirkjunnar í framtíðinni. „Ég er ekki tilbúin að gangast við þeim boðskap og tungutaki sem kirkjan notar, tungutakið byggir mikið á hefðardýrkun og er hefðin að sjálf- sögðu mjög karllæg þar sem trú á FÖÐUR, skapara himins og jarðar er í fyrirrúmi," segir hún. í sumar fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði til að vinna að rannsókn um framsetningu kynferðis í barnabókum og áhrif hennar á mótun barna. í fram- haldi af þvi ákvað hún að skrifa BA ritgerð um barnaefni kirkjunnar út frá kynjafræðilegu sjónar- horni, með sérstakri athygli á guðsmyndinni sem þar kemur fram. „Ég ætla að greina hvaða guðsmynd og líkingar eru í barnaefni kirkjunnar og fá svo fram, með viðtölum við börn, hugmyndir þeirra um Guð. Ekki kæmi mér é óvart að sú mynd væri frekar einhæf föðurmynd," sagði Sóley að lokum. s K Y N D I M Y N D

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.