Vera - 01.10.2001, Qupperneq 3

Vera - 01.10.2001, Qupperneq 3
Rœtur kvenfyrirlitningarinnar í þema Veru að þessu sinni er fjallað um margvíslegar hliðar ofbeldis gegn konum - vændi, heimilisofbeldi og nauðganir - viðfangsefni sem hafa verið til umræðu á vettvangi kvenna- hreyfingarinnar frá því þagnarmúrinn í kringum þessar sýnilegu hliðar ofbeldis var rofinn. Þegar á leið var farið að kalla konur sem tóku þessi mál upp á sína arma 'fórnarlamba-femínista' og þær voru svolítið skildar eftir með þessi erfiðu mál. Þær sem ekki vildu bendla sig við umræðu af þessu tagi töldu sig þá annars konar femínista - eða vildu alls ekki kalla sig femínista, bara sterkar konur sem hefðu í fullu tré við karl- menn. Við köllum þessa umfjöllun 'menningarbundið ofbeldi' og viljum með því beina sjónum að rótum þess misréttis sem konur hafa verið beittar í gegnum tíðina og fær stuðning úr menningunni og trúarbrögðunum. Maður sem lemur konu sína heima fyrir eða ungur piltur sem nauðgar stúlku á útihá- tíð hafa fengið þau skilaboð úr menningunni að svona megi þeir haga sér. Kvenfyrirlitningin sem býr að baki verknaðinum hefur síast inn í þá úr umhverfinu. Undanfarið hefur mikil umræða átt sér stað f þjóðfélaginu um kynlífssiðferði ungs fólks sem ástæða þykir til að hafa áhyggjur af. Fréttir berast af því að á höfuðborgarsvæðinu standi menn um tvítugt fyrir partíum og bjóði 14 og 15 ára gömlum stelpum þangað og láti þær þjóna kynlífsþörfum þeirra. Frásagnir af þessu hafa verið á netsíðunni action.is og vakið hörð viðbrögð. Hvort sem þessar tilteknu frásagnir eru sannar eða ekki segja þær mikla sögu um þau áhrif sem klám- væðing undanfarinna missera hefur haft á ungt fólk. Er nú svo komið að a.m.k. þrjár klámmyndarásir sjást f sjónvarpi margra landsmanna að þeim forspurðum. Frelsið miðast sem sé ekki lengur við að fólk velji - það hefur ekkert val. Einn þáttur í íslenskri menningu eru útihátfðir um verslun- armannahelgina. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirra eru nauðg- anir sem virðast hafa færst í vöxt. Það er sem sé álitið eðlileg- ur fórnarkostnaður að eftir hverja verslunarmannahelgi hafi tugir ungra stúlkna orðið fyrir áfalli sem getur búið með þeim árum og áratugum saman. Þessar nauðganir verða sífellt gróf- ari, bæði eru notuð svefnlyf til að ná fórnarlambi og færst hef- ur í vöxt að margir strákar nauðgi einni stelpu. Hvaðan í ósköpunum fá þeir hugmyndir um að haga sér svona? Hvaða menning hefur gert það að verkum að þeir geti yfirhöfuð hugs- að sér að eiga aðild að slíkum verknaði? Við þessum spurning- um hafa konur aðeins eitt svar: Að byggja sjálfar sig upp. Að búa til vörn inni í sjálfum sér. Að láta ekki bjóða sér kynlífsat- hafnir sem þeim hugnast ekki sjálfum. Að sama skapi verður að byggja unga karlmenn upp. Að þvo úr höfðum þeirra hug- myndirnar sem hvetja þá til slíkra óhæfuverka. Þær hugmyndir er að finna út um allt í samfélaginu. Hugmyndirnar sem valda menningarbundnu ofbeldi. + PLÚS I Samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og lögreglu um ástand mála í miðborginni fyrir að leggja til að einkadans verði bannaður á nektar- dansstöðum og að dansarar megi ekki sitja i fangi viðskiptavina. Reglur af þessu tagi eru í gildi í mörgum löndum, t.d. í Danmörku. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrir að dæma formann Félags þjóðernissinna fyrir meiðandi um- mæli í garð Afríkubúa. Ef lög um að bannað sé að vera með meiðandi ummæli um fólk á grund- velli litarháttar, kynþáttar, kynhneigðar eða ann- arra einkenna eiga að vera í gildi verður að fara eftir þeim. 90 ára afmælisblað Háskóla íslands sem var fylgirit með Morgunblaðinu. Það var til fyrir- myndar hve sögu kvenna innan skólans var vel leg og saga karla. Blaðið What's on ir í Reykjavík fyrir þá ákvörðun að hætta að birta auglýsingar frá nektar- dansstöðunum i blaði sinu en það er oft eitt það fyrsta sem erlendir ferðamenn lesa þegar þeir koma til landsins. Þá hafa þeir reyndar lesið Atl- antica í flugvélinni og þar er þessar auglýsingar enn að finna. MIN Kringlan fyrir auglýsingu um Tískudaga sem birt- í sjónvarpinu og Morgunblaðinu. 14 til 15 ára stúlka gengur í átt að myndavélinni í stuttum hlýra- kjól, horfir í myndavélina, bítur í vörina, lætur síð- an kjólinn falla á gólfið og gengur burt. Stöð 2 og Breiðbandið fyrir að senda út klámmyndarásina Adult channel. I Fjölvarpi Stöðvar 2 breytist rásin Animal Planet í þessa klámmyndarás kl. 11 á kvöldin. Skyldu öll börn vera farin að sofa þá? Stjórn Knattspyrnusambands íslands fyrir að eyða meiri peningum í ferðalög fyrir sig og styrktaraðila sína heldur en í kvennaknattspyrnu. Það var hróplegur munur á því hve miklum pening- um var eytt í kringum landsleik karlaliðsins í Dan- mörku og jafn mikilvægan landsleik kvennaliðsins á Spáni nýlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.