Vera - 01.10.2001, Side 14

Vera - 01.10.2001, Side 14
Bára Magnúsdóttir KARLVERAIM A móti öllu sem treður á manneskjunni Anarkismi er hugmyndafræði sem gerir ráð fyrir því að fólk almennt geti skipu- lagt eigið samfélag án yfirvalds. Að ein- staklingar innan samfélagsins geti axlað jafna ábyrgð eftir því sem á við hvert og eitt okkar og við þannig unnið saman að bættu mannlífi. Anarkismi er á móti kapitalisma og rasisma; öllu sem treður á manneskjunni. Munurinn á anarkisma og frjálshyggju er helst sá að frjáls- hyggjumenn vilja frelsi án ábyrgðar. Anarkistar vilja jöfnuð. Til eru laumu- kapitalistar sem þykjast vera anarkistar, þau vilja græða peninga án tillits til afleiðinganna og kalla sig anarko- kapitalista. Anarkistar vilja treysta fólki til að taka ábyrgð. hráleika, Ijótleika í tónlist og klæðaburði - sem er hryllingur fyrir 'venjulegt' fólk. Sem hjúkrunar- fræðingur er ég í snertingu við fólk, lífið í sinni hráustu mynd, fólk sem er að ganga í gegnum erfiða hluti og stundum fólk sem er að deyja og veit af því. Sigurður Harðarson heldur úti tveimur heimasíðum á Netinu og er í tveimur hljómsveitum, Forgarði Helvítis, sem hefur verið starfrækt í tíu ár og pönkrokk hljómsveitinni Dys sem er nýstofnuð. Hann skrif- ar dagbók á sinni persónu- legu heimasíðu og þar hrósaði hann Veru nýlega sem 'eina tímaritinu sem hefur eitthvað að segja'. Anarkisti í vinnu hjá ríkinu Af því að ég lifi undir kapitalisma þá verð ég að mæta í vinnu til að fram- fleyta mér, og þetta er eina leiðin sem ég gat verið sáttur við lífið og tilveru- na, að starfa í heilbrigðisgeiranum. Pönkarareru á móti þeirri glansmynd sem manneskjum er potað í, þess- vegna hafa pönkarar oft velt sér upp úr Feministi, svo langt sem þad nær fyrir karlmann Ég hef ekki lesið sérstaklega um femin- isma en hinsvegar mikið af skrifum pönkara, og í pönkinu eru konur sterkar Ifka. Ég er búinn að vera að hlusta á anarkistapönk síðan ég var 12 ára, það er í 22 ár. Hljómsveitin Crass var skipuð körlum og konum og var með sterkan feminismaáróður á plötunni 'Penis Envy'. Allt um hvernig karlarættu ekki að níðast á konum, ættu að bera virðin- gu fyrir þeim eins og öðru fólki. Svo lærði ég heilmikið með þvf að umgan- gast konur í hjúkrunarfræðináminu. Það eru ekkert allar konur eins, og þar af leiðandi ekkert hægt að segja að maður ‘skilji konur'.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.