Vera - 01.10.2001, Page 23

Vera - 01.10.2001, Page 23
‘MenníngarSuníííð ofSefcCí Samtökin Coalition Against Trafficing in Women eru feminísk mannréttindasamtök sem berjast gegn hverskonar kynferðislegu arðráni, svo sem vændi, hnattrænum kynlífstarældómi, póstbrúðarlistum og kynlífstengdum túrisma. Við sinnum fræðslumálum, upplýsum fólk um mannréttindabrot og ofbeldi gegn konum. Við reynum að vera sýnileg í baráttunni gegn hverskonar kynferðislegu arðráni. Þá vinnum við með löggjöfum og þeim sem taka þátt í opinberri stefnu- mótun, einnig Sameinuðu þjóðunum. Við beitum okkur fyrir því að slæmum lögum sé breytt en reynum að styðja þau lög sem að gagni koma. Þá sinnum við einnig rannsóknum. Samtökin eru samanstett úr mörgum smærri einingum, bandalögum sem starfa út um allan heim, í Asíu, Suður- Ameríku, Afríku, Ástralíu, Bandaríkjunum, og Evrópu. Myndir þú vilja ræða afstöðu þína til vændis, og þeirra sjónarmiða að rétt sé að lögleiða vændi, eða að minnsta kosti afnema við því refsingar. Sumir eru á því að tímabært sé að endurskilgreina vændi og viðurkenna það sem vinnu. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að þótt vændisiðnaðurinn sé sann- arlega til staðar þá megum við aldrei lögfesta vændi sem viðurkennda starfsgrein. Lögleiðing eyðir nefnilega ekki fordómunum sem fylgja því að stunda vændi. Ég geri hinsvegar skýran greinarmun á því að afnema refs- ingar gegn þeim konum sem stunda vændi, en við í CATW erum fylgjandi því, og því að lögleiða allan kyn- lffs- og vændisiðnað. Það er einskonar uppgjöf. Með því er verið að segja að vændi sé óhjákvæmilegt og ekkert við því að gera. Við heyrum þess háttar fullyrðin- gar í sífellu frá stjórnvöldum og stefnumótandi aðilum. Þeir hafa gefist upp á bannleiðinni og reyna þess í stað einhverskonar lögleiðingu til að koma lögum og reglum yfir vændisiðnaðinn. Stjórnvöld í Ástralíu, Hollandi, Þýskalandi og Austurrfki hafa þegar farið þessa leið og einhver Austur- Evrópulönd eru að hugleiða hana. Þeim rökum er teflt fram að lögleiðing dragi úr ofbeldi og mis- notkun á konum í kynlffsiðnaði, að hún hefti eiturlyfjabrask og peningaþvætti, sem oft tengist vændi, og að með því sé hægt að takmarka frekari útbreiðslu vændis þar sem kynlífsiðnaður sé þegar fyrir hendi. Raunin er hinsvégar önnur. Það sem raunverule- ga gerist er að ríkisvaldið tekur að sér hlutverk mel- ludólgsins, eða "pimpsins", með því að hala inn skatt- tekjur af vændi. Og kynlífsiðnaðurinn blómstar, kynlíf- sþrælasala á milli landa eykst, barnavændi verður útbreiddara og fleiri og fleiri karlmenn sækja vændishús og sexbúllur vegna þess að þeir þurfa ekki lengur að óttast að vera staðnir að verki og stimplaðir. Dæmi um það er Victoria, sem er ríki f Ástralíu. Þar var lögbanni á vændi aflétt fyrir rúmum áratug. Síðan hefur umburðarlyndi gagnvart hinum ýmsu hliðum vændis og kynlífsþjónustu smám saman aukist. Upphaflega átti einungis að leyfa mjög lítil vændishús og þau áttu að vera á takmörkuðum svæðum. En um leið og haldið er út á braut lögleiðingar byrjar kynlífsiðnaðurinn að þrýsta á um stærri og meiri umsvif. Nú eru því rekin risavændishús í Victoria með 60-100 herbergjum. Svipaða sögu er að segja af öllu öðru sem lögleiðing vændis átti að tryggja. Barnavændi hefur aukist til muna í Victoria, ólíkt öðrum ríkjum Ástralíu þar sem vændi er ólöglegt. lnnflutningur kvenna frá öðrum lön- dum til kynlífsþjónustu hefur aukist vegna þess að um leið og búið er að gera vændi löglegt þá kæra menn sig ekki lengur um hina "löglegu vöru", þeir vilja konur sem eru meira framandi. Mansal til kynlífs- iðkana hefur þó enn ekki verið lögleitt. Því eru konur fluttar inn í vændishúsin undir því yfirskyni að þær vinni í kynlífsklúbbum eða dansi nektardans. Raunveruleikinn er auðvitað sá að viðskiptavinirnir vita að ef þeir borga aukalega fá þeir tiltekna kynlífsþjón- ustu, en það gerist allt á bak við tjöldin. Við gerðum rannsókn þar sem við tókum viðtöl við um 40 stúlkur í Bandaríkjunum. Helmingur þeirra hafði verið fluttur til landsins erlendis frá, hinn helmingurinn hafði verið fluttur á milli fylkja í Bandaríkjunum til að stunda vændi. Margar þeirra sögðu að þær hefðu byrjað að vinna á sexklúbbum án þess að ætla út í vændi, en það kæmi fljótlega í ljós að það er ekki hægt bara að dansa. Það er þrýstingur frá þeim sem reka staðina en líka efnahagslegur þrýstingur. Þær græða einfaldlega ekki neina peninga á því að dansa, þær græða hinsvegar peninga á þvf að stunda vændi. Margar af stúlkunum fara síðan að taka einhverskonar eiturlyf til þess að geta haldið það út að vera með 5, 10 og upp f 15 mönn- um á dag. Þær verða einhvernveginn að skilja sig frá líkömum sínum. Þetta verður því algjör vítahringur. Gleymum því ekki að þær fóru að vinna á sexbúllum til þess að græða pening, þær græða ekkert á dansi eingöngu og því leiðast þær út í það að stunda vændi, þeim er jafnvel hótað vinnumissi geri þær það ekki. í þeim tilfellum sem konurnar hafa verið fluttar inn frá öðrum löndum eru þær samnings- bundnar, þær verða að vinna við tiltekinn klúbb, yfirgefi þær hann verða þær að flytja úr landi. Þetta er því raunverulegt kynlífsþrælahald, þær eru nánast fangar í klúbbnum. Skilgreiningin á því hvað er vændi hefur verið svolítið á reiki hér á ísiandi. Hvað ertu nákvæmlega að tala um? Hvenær verður nektardans að vændi? \ Hin almenna skilgreining á vændi er sú að það sé kyn- ferðislegt arðrán á konum, framið af öðrum, oftast karlmönnum, í hagnaðarskyni eða til að veita unað. Það eru til margskonar tegundir af vændi. Ég held að það séu mistök að draga mörkin of þröngt, binda það til að mynda við samfarir eða kynmök. Þess í stað þurfum við að tala um ákveðna stigmagnandi samfellu vændis. Það að draga mörkin við samræði af einhverju tagi er afneitun á því að allt hitt sé líka kynferðisleg misnotkun á konum. Þau svæði sem áður voru bandarískar herstöðvar eru núna mekka kynlífstengdrar ferðaþjónustu. 23

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.