Vera - 01.10.2001, Qupperneq 26

Vera - 01.10.2001, Qupperneq 26
Lögreglu er heimilt að fjarlægja ofbeldismann frá heimili tafarlaust ef hún telur að hann ógni lífi, heilsu eða frelsi fórnarlamba sinna. Markmið hinna nýju laga er að uppræta heimilisof- beldi. Leiðin að þvf marki er að einblína á gerendurna, þá sem beita ofbeldi, í stað þess að hlúa endalaust að fórnarlömbunum. Femfnistar, sem hér fengu óvæntan stuðning frá lögreglunni, bentu á að það væri tímabært að ofbeldismennirnir öxluðu sjálfir félagslega og lagalega ábyrgð á gerðum sínum þannig að ofbeldið raskaði fyrst og fremst tilveru þeirra sjálfra. Hin hefð- bundna leið sem víðast er farin felst í því að rífa konur og börn úr sínu daglega umhverfi á meðan ofbeldis- maðurinn situr heima og heldur sínu striki. Við gerð nýju laganna kölluðu femínistar ríkið og ríkisstofnanir til ábyrgðar og kröfðust þess að öryggi kvenna og barna inn á þeirra eigin heimilum væri tryggt. Enda liggur nú fyrir yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna frá 1993 þar sem heimilisofbeldi erskilgreint sem mannréttindabrot gagnvart konum. Náið samstarf og samvinna fjölmargra ólfkra aðila og stofnana reyndist nauðsynleg forsenda þess að lögin væru yfirleitt framkvæmanleg. Til dæmis eru lögreglumenn nú skyldugir til að taka námskeið um heimilisofbeldi sem skipulagt er af femínistum með sérþekkingu á málefninu. í gegnum slík námskeið hefur á undanförnum árum myndast náin og góð samvinna með kvennahreyfingunni og lögreglunni. Lögin saman- standa af þremur lykilatriðum: 1. Brottnámi ofbeldismanns. 2. Lögbundinni að- stoðarskyldu við þolendur ofbeldis. 3. Afskiptum og eftirliti með ofbeldismanni í kjölfar brots. Brottnám ofbeldismanns Mikilvægasta ákvæði hinna nýju laga er ákvæði sem heimilar lögreglu að fjarlægja ofbeldismann frá heimili tafarlaust ef hún telur að hann ógni lífi, heilsu eða frelsi fórnarlamba sinna. Heimild til brottnáms er þó ekki takmörkuð við heimilisofbeldi heldur nær hún yfir hverskyns ofbeldisfullar aðstæður á heimili. Þannig má fjarlægja húseigenda ef hann beitir leigjendur sína ofbeldi, eins veita lögin samkynhneigðum fulla vernd gegn ofbeldisfullum mökum en slík heimild var ekki fyrir hendi f gömlu lögunum. Brottnámið gildir í 10 daga en innan 48 stunda þarf lögreglan að tilkynna það yfirvöldum. Kona getursótt um að brottnámstíminn sé framlengdur, allt upp f 20 daga. Á þeim tíma er hægt að sækja um nálgunarbann sem getur þá varað í allt að þrjá mánuði. Brottnám ofbeldismanns frá heimili er að fullu á ábyrgð lögreglu. Ekki þarf að leita eftir samþykki fórnarlambs. Ef ofbeldisþoli, (kona), tekur ofbeldis- manninn inn á heimilið á þeim 10 dögum sem bann- tíminn varir er hún að brjóta lög og þarf að borga sekt fyrir. Brottnámió takmarkast ekki við heimilið eingöngu. Ofbeldismanni er gert að halda sig frá öllum mikil- vægum stöðum sem kona og börn þurfa að sækja í sínu daglega lífi, svo sem dagheimili, skóla og vinnustað. Að því leytinu svipar brottnáminu til hefðbundins nálgun- arbanns. Lögbundin aðstoðarskylda við þolendur ofbeldis Femínfskar íhlutunarstöðvar (e.intervention centers) eru fræðslu-, upplýsinga- og hjálparstöðvar sem þróuðust út frá þeirri reynslu og þekkingu sem þegar hafði orðið til í kringum kvennaathvörfin. Samkvæmt nýju lögunum ber lögreglu tafarlaust að tilkynna brott- nám ofbeldismanns og íhlutunarstöðinni ber skilyrðis- laust að hafa samband við konuna sem orðið hefur fyrir ofbeldi og bjóða henni aðstoð. Það á ekki að bíða eftir því að fórnarlambið leiti sjálft eftir slíkri hjálp. Eftirfylgni Miðstöðin heldur sambandi við fórnarlömb ofbeldis og fylgist með hvernig mál þróast. í þeim til- fellum sem ofbeldismaður flytur aftur heim eftir bann- tímann veitir það honum ákveðið aðhald að vita af því að fylgst sé með heimilinu. Afskipti af ofbeldismanni í kjölfar brots Lögreglu ber að upplýsa ofbeldismanninn um hvað brottnámið felur í sér, svo og um viðurlög við að brjóta gegn því. Þá ber lögreglu að benda ofbeldismanni sem gerður hefur verið brottrækur frá heimili sínu á mögulegt gistirými. Reynslan hefur þó sýnt að flestir leita til „hótel mömmu." Reynslan hefur sýnt að til að tryggja fullt öryggi fórnarlamba heimilisofbeldis er nauðsynlegt að huga einnig að ofbeldismanninum og vinna fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að ofbeldið endurtaki sig. Hér kemur til skjalanna víðtækt samskiptanet allra þeirra aðila sem að málinu koma og samvinna ólíkra stofnana. Boðið er upp á námskeið fyrir ofbeldismenn til þess að hjálpa þeim við að breyta hegðunarmynstri sínu. Reynslan hefur þó sýnt að minnihluti ofbeldismanna sækir slík námskeið af fúsum og frjálsum vilja og brottfall af námskeiðum er hátt. Mikilvægt er að gera ofbeldismanninum það Ijóst að heimilisofbeldi verði ekki liðið í framtíðinni. Eitt af slagorðunum sem notað var við kynningu á lögunum var einmitt: "Rauða spjaldið gegn ofbeldi." Samfélagið líðurekki lengurslíka hegðun. Lögreglumenn eru skyldugir til að taka nómskeið um heimilisofbeldi sem skipulagt er af femínistum með sérþekkingu ó mólefninu. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.