Vera - 01.10.2001, Page 31

Vera - 01.10.2001, Page 31
Fersk blóm, skreytingar, húsgögn 05 gjafavörur Ári síðar var hún ásamt öðrum múslimskum Bosníumönnum lokuð inni í fangabúðum serbneskra her- sveita. Hún hafði þá þegar horft upp á aftökur án dóms og laga, þá þegar ver- ið misþyrmt og nú þurfti hún að þrauka í kjólgopa einum fata í köldum bröggum þar sem matur var af skorn- um skammti og hreinlæti ekkert. Eins og aðrir í búðunum var henni gert að horfa upp á handahófskenndar aftökur og misþyrmingar og allan tímann vofði yfir sú skelfing að vera nauðgað: Að lokum kom að þvf að einn fangavarð- anna misþyrmdi henni. Samt var það bara byrjunin. í næsta nágrenni var fyrrverandi ferðamannaparadís, mið- aldakastali sem gnæfði uppi á hæð, og þangað var hún flutt sem „leikfang" fyrir hásettan yfirmann serbnesku her- sveitanna. Þar hófst hörmungarsaga nauðgana og pyntinga sem stóð í rúm fjögur ár. Orðið „nauðgunarbúðir" er í senn óskiljanlegt og skelfilegt og þau sem stóðu fjarri átökunum á Balkan- skaga gera sér sjaldnast nægilega vel í hugarlund hvað felst í þeim. í sögu Leilu er sagt frá hvernig stríðsaðilar á Balkanskaga smöluðu konum saman í búðir eða lokuðu þær inni í yfirgefnum byggingum og héldu þeim föngnum eins og dýrum svo árum skipti - skítugum og svöngum, dofnum og sinnulausum af sálrænu álagi. Þeim var oft nauðgað mörgum sinnum á dag, sama hve illa þær voru á sig komnar. Sumar frömdu sjálfsmorð. Aðrar misstu vitið og voru umsvifa- laust skotnar. En sfðan voru aðrar sem lifðu af og Leila er ein þeirra. Hér segir hún sögu sína allt frá því að hún var að alast upp til þess dags þegar hún var skyndilega hrifinn inn í hildarleik sem henni var jafn óskiljanlegur og okkur. Inn f söguna er síðan fléttað dagbókarbrotum móður hennar sem í fimm ár vissi ekkert um afdrif dóttur sinnar. Að stríðinu loknu dvaldi Leila í sex mánuði á geðsjúkrahúsi sem ætlað var konum sem eins var ástatt um. Smám saman náði hún nægilegum styrk til að segja sögu sína, til að halda niðri mat, til að sofa nokkurn veginn reglulegum svefni. Hún er 25 ára, ung kona sem stríðið stal æskunni frá. Saga hennar er í senn viðvörun og áminning til okkar sem búum í sömu heimsálfu en finnst eins og við búum í öðru sólkerfi. Þetta er saga fórnar- lambs grimmúðlegs borgarastríðs sögð af styrk þess sem ætlaði sér þrátt fyrir allt að halda Iffi og reisn. Um bókina og húsgögn t>að er auðvelt að setfa sig í spor Leilu áður en stríðið í Bosníu Piófst. Hún var 14 ára unglings- stelpa sem filustaði á sömu popp- músíkina og jafnaldrar fiennar um alla Evrópu. Það voru plaköt af Michel Jackson uppi á vegg í kerberginu hennar, hún las sög- ur Danielle Steele og þar sem henni gekk vel í skólanum var hún ákveðin í að fara í viðskipta- nám seinna meir. Hún var lífs- glöð og bjartsýn stelpa þrátt fyr- ir að heimilisaðstæður væru ekki alltaf sem bestar. Glæsilegt úrval blóma og blóma- skreytinga fyrir öll tækifæri. Einnig bjóðurn við mikið úrval af húsgögnum og gjafavörum. Opið mánudaga til laugardaga kl. 10-22 og sunnudaga kl. 11-21 Fákafeni 11 108 Reykjavík Sími 568 9120 Fax 568 9117

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.