Vera - 01.10.2001, Page 44

Vera - 01.10.2001, Page 44
Arndís Guðmundsdóttir Kvennabarátta í kringum aldamótin 1900 Um orðræður og völd I meistaraprófsritgerð minni í mannfræði og kynjafræðum við Hóskóla Islands fró órinu 1999 fjalla ég um baróttu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940) og Ingibjargar H. Bjarnason (1868-1941) fyrir bættri stöðu kvenna í íslensku samfélagi um og eftir aldamótin 1900 og hvernig þær rufu þó þögn sem um- lukið hafði konur fram að þeim tíma. Eg greini fró því ó hvaða vettvangi þær létu til sín taka og hve langt þær komust í bar- óttumólum sínum. Kenningu Michels Foucaults um skipan orðræðunnar er beitt til þess að varpa Ijósi ó hvernig þaggað hefur verið niður í konum. Eg sýni fram ó það hvernig Bríet og Ingibjörg sköpuðu andóf sem leiddi til nýrrar orðræðu og endurskilgreiningar ó stöðu kvenna sem virkra þótttakenda í samfélaginu. Einnig varpa ég Ijósi ó hvernig þær fengu því óorkað að ríkjandi valdahlutföll í samfélaginu tóku að breytast og hve stóran þótt Bríet og Ingibjörg óttu í því að smóm saman fór rödd kvenna að heyrast betur (valdbeiting - mótstaða - ný orðræða - ný valdahlutföll). Eg færi rök fyrir því að í íslensku samfélagi um aldamótin hafi skapast tækifæri fyrir konur til þess að brjótast inn í ríkjandi orðræðu. Fjallað er um kvennafræðile- ga ævisöguritun og hugmyndir Hélén Cixous um „kvenleg skrif", écriture féminine, texta og tungumól. Lífshlaup Bríetar og Ingibjargar er sett í samhengi við ríkjandi hugmyndafræði, íslen- skt samfélag og kvennabaróttu ó þessum tíma og síðan greint út fró femínísku sjónarhorni. 44

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.