Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 47

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 47
Lokaorð Leiðir þessara tveggja kvenna lágu ekki saman nema að litlu leyti. Þær áttu báðar þátt í stofnun Landspítalasjóðs 1916. Þær voru báðar viðstaddar merkisatburði á þessum tíma, ýmsa kvennafundi og vissu ætíð hvor af annarri í kvennaþaráttunni. Ekki er annað að sjá í gögnum en að þær hafi borið hvor annarri vel söguna. Bríet birti ræður Ingibjargar og skrifaði greinar um Kvennaskólann í Reykjavík í Kvennablaðið. Ingibjörg bar fram tillögu á Alþingi þess efnis að Bríet fengi styrk til utanfarar til þess að sækja fund Alþjóðakvenréttindasambandsins í Berlín (1930). Vegna þess hve ólíkar þær voru má segja að Bríet og Ingibjörg hafi "bætt hvor aðra upp" og með baráttu sinni fyrir kosningarétti og kjörgengi kvenna hafi þær stuðlað að því að gera íslenskt samfélag betra og rétt- látara. Bríet og Ingibjörg rufu þagnir sem varð til þess að rödd kvenna heyrðist loksins með öllum sínum blæbrigðum og konur fóru smám saman að gera sér grein fyrir þvf að þær höfðu hlutverki að gegna á fleiri sviðum en innan veggja heimilisins og við barna- uppeldi; að konur gátu og áttu rétt á þvf að þroska sig sem einstaklinga á hinum ýmsu sviðum samfélagsins, alveg eins og karlar. Raddir Ingibjargar og Bríetar heyrðust, ekki ein- göngu vegna þess að þær kunnu að tala. Þær heyrðust vegna þess að þær gengu fram fyrir skjöldu og hófu upp raust sína frammi fyrir allri þjóðinni. Brfet steig á stokk og hélt opinberan fyrirlestur, hún skrifaði svo rödd hennar barst á prenti til þjóðarinnar. Ingibjörg hélt ræður á Austurvelli (7. júlf 1915 og 19. júní 1916) og talaði til þjóðarinnar. Hún hóf upp raust sfna á Alþingi íslendinga. í Kvennaskólanum barst rödd hennarvíða. Stúlkurnar sem hlýddu á rödd hennar tóku hana til sín og létu hana enduróma. Það sem skipti þó sköpum og kemur fram í eigindlegu rannsókninni er að Bríet og Ingibjörg höfðu persónu- eiginleika og styrk sem gerði þeim þetta kleift. Enn í dag hljóma raddir Ingibjargar og Bríetar meðal fsl- enskra kvenna, og mun svo verða um ókomna tíð. Bríet og Ingibjörg skrifuðu nafn sitt á spjöld sögunnar með lífi sínu. Þær plægðu akur sem skipti sköpum bæði fyrir konur og karla í íslensku samfélagi. I samfélagi manna eru tvö kyn sem mynda eina heild. Ef raddir annars kynsins hljóma líkt og hljóm- kviða miðað við veikan enduróm hins, verður mis- hljómur. En ef grunntónar og yfirtónar með öllum sínum blæbrigðum hljóma saman sem ein heild verður sterkur samhljómur. V Tvíbreiöar dúnsængur og sængurverasett úr siikidamanski. •Íl^rdir 2 x 2 og 2 x 2.20 Koaa^r, íúrvali Á horni Skólavörðustigs og Klapparstigs S: 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.