Vera - 01.10.2001, Qupperneq 48

Vera - 01.10.2001, Qupperneq 48
rannsóknarinnar ber ég ábyrgð á birt- ingu niðurstaðna og eins að gögn og gripir frá henni séu varðveitt. Fornleifa- rannsóknir skiptast oftast í tvo þætti, annars vegar uppgröft og hins vegar úrvinnslu á þeim gögnum sem grafin eru upp. Uppgreftirnir fara venjulega fram yfir sumartímann. Þessi vinna er oft frekar erfið, mikill burður á grjóti og mold. Úrvinnslan er mjög tímafrek og því gott að nýta veturna fyrir hana. Við úrvinnsluna þarf að þrífa og forverja alla gripi sem finnast, hreinteikna teikningar sem oft skipta hundruðum og láta merkja og skrá ljósmyndir. Eins þarf að skrá öll önnur gögn og gripi. Þá þarf einnig að velja sýni og koma þeim til greininga. Samhliða þessu er unnið að uppgraftrarskýrslum og birtingu niðurstaðna. Vinna við fornleifa- rannsóknir er almennt mjög fjölbreytt og mér finnst hún alltaf spennandi. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Fjölbreytileikinn og fræði- mennskan. Mér finnst Ifka gaman að vinna við skipulagningu verkefna yfir- leitt og þykir gott að hafa mikið að gera. Eins finnst mér þægilegt að geta unnið úti á sumrin og inni á veturna en það get ég þegar ég sinni fornleifarannsókn- um eingögnu. Að vinna við uppgröft er líka mjög skemmtiiegt og gefandi. Hvað finnst þér leiðinlegast? Að þurfa að búa fjarri börnunum og heimil- inu heilu sumrin þegar ég vinn við upp- grefti. Mér finnst líka erfitt að vera án fastra launa. Afkoma mfn er háð náms- lánum, styrkjum og framlögum ýmis- konar. Ég eyði alltof miklum tíma f að leita leiða til að fjármagna bæði nám mitt og rannsóknir. Fornleifarannsóknir hafa þá sérstöðu innan hugvísinda- greina að vera mjög dýrar í framkvæmd. Það þarf að borga starfsmönnum upp- grafta laun, greiða fyrir greiningar og dýr tæki. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu? Að vera námsmaður leyfir visst frjálsræði hvað varðar vinnutíma og tilhögun hans en samviskan stjórnar því að frjálsræði þetta nýtist ekki sem skyldi. Það er alltaf eitthvað sem liggur fyrir að gera. Formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar fær greidda þóknun sem nemur leigu á skrifstofu- aðstöðu og kostnaðar vegna síma. Steinunn fornleifafrœdingur lUafn: Steinunn Kristjánsdóttir Aldur: 36 ár Menntun: Fil.mag. í fomleifafræði. Starf: í doktorsnámi í fornleifafræði, formaður stjórnar Reykjavíkur- Akademíunnar. Vinnustadur: ReykjavíkurAkademían, Hringbraut 121, Reykjavík. Starfsaldur: 12 ár. Laun: Óregluleg - námslán, styrkir, ýmiskonar framlög og greiðslur fyrir til- fallandi verkefni, greinaskrif og fyrir- lestra. Þegar mér tekst að krækja í ein- hverja styrki skerða þeir námslánin, nema ég geti nýtt þá hreint og beint í rekstur vegna námsins eða rannsóknir tengdu því. Mánaðarleg námslán hjá LÍN fyrir einstætt foreldri með tvö börn var kr. 132.050 sl. vetur. Ég stunda nám mitt allt árið um kring og þarf oft að nýta sumrin til fornleifauppgrafta. Þá hef ég tekið sumarnámslán eða sótt um styrki sem ég nýti til framfærslu. Sumarið 1999 fékk ég til dæmis 450.000 kr. styrk frá NorFA. Hann miðaðist við ferðir fyrir mig og börnin tvö til og frá Svíþjóð og uppihald á íslandi á meðan á 2 1/2 mánaða uppgrefti stóð á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði en hann er megin uppistaðan í doktorsverkefni mínu. Uppgröftinn vann ég á eigin vegum sumrin 1998 og 1999 og fjármag- naði hann með styrk frá Rannís, ríkissjóði, Evrópusambandinu og BYKO. í sumar sem leið tók ég hinsvegar námslán til að framfleyta mér. Fjölskylduhagir: Ég bý með börnunum mínum tveimur sem eru á unglingsaldri. Vinnutími: Ég er námsmaður í framhaldsnámi og ræð því að mestu mínum vinnutíma. Ég reyni allt hvað ég get að takmarka vinnu mína við átta tíma á dag virka daga vikunnar. Mér finnst best að mæta snemma á morgn- ana því ég vil helst geta eytt kvöldum og helgum með fjölskyldu og vinum en mér tekst ekki alltaf að halda mig innan þessara marka vegna anna. Ertu ónægð með launin? Eins og fram kom hér að ofan þá er ég ekkí með föst laun. Hvað myndir þú telja að þú ættir að fó í laun? 200 - 250 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu. Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðin- ni á vinnumarkaði? í vinnu við forn- leifarannsóknir, hugsanlega sem sjálf- stætt starfandi eða tengd kennslu f greininni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fornleifafræðingur. Starfsábyrgð og skyldur: Stærsti hluti námsins felst í ritgerðinni sem byggir á rannsóknarefni sem nemandinn velur sjálfur. Hluti námsins felst í þátt- töku í námskeiðum eða kúrsum. Ég fæ auk þess punkta fyrir birtar greinar og fyrirlestra. Ég stunda námið við há- skólann f Gautaborg og þarf því reglu- lega að fara utan til að taka þátt í námskeiðum og eins til að hitta leiðbeinanda minn. Doktorsritgerðin mín byggir á fornleifarannsókn sem ég hef skipulagt og stjórnað sjálf en innan hennar fóru fram uppgreftir á nokkrum stöðum á landinu. Sem stjórnandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.