Vera - 01.10.2001, Side 51

Vera - 01.10.2001, Side 51
MFÍK fimmtíu ára Guðrún Helgadóttir Guðrún Helgadóttir, þriðja f.h, á fundi ALK í Varna í Búlgaríu 1972. Guðrún Hannesdóttir lengst t.v. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna eiga fimmtíu ára afmæli um þessar mundir. Eflaust hefðu þær hugsjónakonur, sem samtökin stofnuðu, óskað eftir að fimmtugsafmælinu yrði fagnað í friðvænlegri heimi en nú blasir við okkur eftir ógnaratburðina í Bandaríkjunum 1 1. september s.l., en þeir sanna okkur aðeins enn einu sinni að baráttunni fyrir friði lýkur aldrei. Samtökin voru stofnuð eftir skelfilegasta hildarleik ver- aldarsögunnar um miðja síðustu öld í einlægri trú á að aldrei aftur mætti mannkynið lenda í slfkum villum. Konur um heim allan töldu nóg komið af viðurstyggð valdabaráttu og ofbeldis í heimi karlanna og bundust samtökum um frið og frelsi og fagurt mannlíf um heim allan. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna voru og eru grein af þeim meiði. Þær konur sem hafa tekið þátt í starfi samtakanna geta litið glaðar yfir farinn veg og minnst þeirra kvenna sem gengnar eru með þakklæti. Þær hafa verið trúar þeim hugsjónum sem samtökin byggjast á og unnið óeigin- gjarnt og oft á tfðum áhrifaríkt starf á þessum fimmtíu árum. Samtökin hafa því miður aldrei orðið fjölmenn, eflaust vegna þess að frumkvöðlarnir komu fyrst og fremst úr röðum róttækra kvenna sem litu á frelsi, jafn- rétti og bræðralag sem forsendu þess að byggja réttlát þjóðfélög í friði við aðrar þjóðir. Krafa þeirra um frið í heiminum var þó ofar öllum öðrum kröfum og hefði átt að geta hafið sig yfir ólíkar stjórnmálaskoðanir og sameinað íslenskar konur í baráttunni fyrir friði. En íhaldsöflin í landinu voru og eru söm við sig og hræðast ekkert meira en samtök sem byggjast á siðrænni og þar með vitrænni hugsun. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna voru ekki talin æskilegur selskapur fyrir almennilegar konur, enda aldrei að vita nema þær færu að hugsa um lífið og framtfð barna sinna á annan hátt en mennirnir þeirra gerðu. En samtökin létu þennan hræðsluáróður ekkert á sig fá. Konurnar unnu markvisst að baráttu sinni fyrir betri heimi, mótmæltu ofbeldi hvar sem það var framið og hjálpuðu eftir mætti hungruðum og hrjáðum. Sem dæmi má nefna stórkostlega fatasöfnun handa íbúum Angóla árið 1972, en þá sendu samtökin þrjú tonn af fatnaði til þessa hrjáða lands. Þá tóku samtökin þátt í alþjóðlegu samstarfi við friðarhreyfingar um heim allan og gera enn. Eflaust spyr einhver, hverju þetta hafi svo skilað. Þvf er auðvelt að svara. Þrotlaus mótmæli gegn ofbeldi hafa haft sín áhrif. Hefði stríðinu í Vfetnam lokið á sama hátt og það gerði án mótmæla friðarhreyfinga um allan heim? Það held ég ekki. Hefði Nelson Mandela losnað úr áratuga prísund og leitt þjóð sína í átt til frelsis án linnulausrar kröfu um frelsun hans? Varla. Þannig mætti lengi telja. Og eitt er víst: Þessa dagana má sjá að eitthvað hefur breyst. Einhvern tíma hefðu misvitrir bandarískir stríðshaukar rokið til og drepið allt sem fyrir varð að minna tilefni en nú. Skyldu hörmungar Persaflóastríðsins hafa kennt heiminum eitthvað ? Skyldu hundruð þúsunda írakskra barna þá ekki hafa soltið í hel til einskis? Gæti verið að rödd kvennanna sem biðja öllum mannanna börnum griða, hvar í sveit sem þau eru sett, sé að yfirgnæfa vitfirrta ofbeldis- mennina ? Við verðum að vona að svo sé og það verða þáttaskil í sambúð þjóða ef menn bera nú gæfu til að fara með gát í óbærilegri þjáningu eftir síðustu voðaverk. Ofbeldismenn verða ekki sigraðir með sömu aðferðum og þeir beita sjálfir, heldur með því að eyða kúgun og misrétti og auka skilning meðal manna af ólíkum kynþáttum og úr ólíku menningarumhverfi. Þetta skildu konurnar sem stofnuðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna fyrir fimmtíu árum eins og þúsundir kvenna um allan heim sem barist hafa fyrir friði. íslen- skar konur ættu á þessum tímamótum að hafa þá reisn til að bera að hefja þá baráttu yfir fáfengileg flokkspól- itísk ágreiningsmál og ganga til liðs við okkur í því eina heilaga strfði sem á rétt á sér: baráttunni fyrir afnámi kúgunar og ofbeldis og friði í heiminum. 51

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.