Vera - 01.10.2001, Page 52
Góðar minningar
Vilborg Dagbjartsdóttir
Vilborg önnur
Líbanon og Maríu Þorsteinsdóttur fv. formanni
A milli þeirra situr Svetlana túlkur.
fjórða f.h.
Ég á góðar minningar úr fjölbreyttu og öflugu starfi Menn-
ingar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. í þeim kynntist ég
fjölda merkra kvenna, sem höfðu mótandi áhrif á mig, og
eignaðist tryggar vinkonur, sem ég sakna, flestar þeirra eru
nú látnar, þar sem ég var ung þegar ég kom í þeirra hóp en
þær sumar komnar á miðjan aldur. Ég nefni sérstaklega
Eyborgu Guðmundsdóttur listmálara, skáldin Sigrfði Einars
frá Munaðarnesi, Halldóru B. Björnsson ogValborgu
Bengtsdóttur, Maríu Þorsteinsdóttur og Þóru Vigfúsdóttur.
Samtökin eru deild í Alþjóðasamtökum lýðræðissinnaðra
kvenna og áhersla lögð á að rækta erlendu tengslin og
stuðia að friði og alþjóðahyggju á erfiðum tfmum kalda
stríðsáranna. Samtökin höfðu einnig farsælt samstarf við
ýmsa hópa og félög hér til dæmis þegar baráttan gegn
Viet-Nam stríðinu stóð sem hæst. Þau áttu fulltrúa í Viet-
Namnefndinni og stóðu ásamt henni að móttöku þriggja
manna sendinefndar frá Þjóðfrelsishreyfingu SuðurViet-
Nam f júní 1967. Minnisstæður er opinn fundur sem Viet-
Namnefndin hélt með sendinefndinni í Austurbæjarbíói
fyrir troðfullu húsi. Hann var mikilvægt innlegg í baráttuna.
Þetta sama ár fór ég ásamt Maríu Þorsteinsdóttur, sem þá
var formaður samtakanna en ég varaformaður, til Sovét-
ríkjanna. f tilefni 50 ára afmælis Ráðstjórnarrfkjanna buðu
kvennasamtökin þar formönnum allra deilda ALK, og einni
eða fleirum félagskonum eftir stærð deildanna, á hátíða-
þing 8. mars á baráttudegi kvenna. Frá löndum þar sem
engar deildir ALK störfuðu var boðið einni konu, svo þarna
voru saman komnar baráttukonur frá flestum löndum
heims, reyndar þáðu Kínverjar ekki boðið og heldur ekki
Albanir, nýbúið var að reka alla kínverska námsmenn frá
Sovétríkjunum og það varpaði skugga á þetta friðarþing. Að
þinginu loknu var gestunum boðið að heimsækja hin ýmsu
lýðveldi og dvelja þar um tíma og kynna sér stöðu og rétt-
indi kvenna. Við María völdum Tadsjikistan og vorum eina
viku f höfuðborginni Dyushambe. Það var ógleymanleg
reynsla að fljúga úr fimbulvetri, frostið var um 30 stig í
Moskvu, austur í vorið. Tadsjikar tóku á móti okkur með blóm-
strandi abríkósugreinum þegar við stigum út úr flugvélinni.
Bókmenntadagskrá um Jakobínu Sigurðardóttur
Það eru ómetanleg gæði að hafa átt þess kost að heim-
sækja fjarlægar þjóðir og sitja fundi og alþjóðlegar ráð-
stefnur með framúrskarandi konum og taka þátt í að semja
ályktanir og yfirlýsingar um málefni sem voru efst á baugi
hverju sinni. Samtök sem gera manni það kleift eru mikils
virði en þegar ég lít aftur verður mér ofarlega í huga starfið
hér heima: Stjórnarfundirnir sem oftast voru á heimilum
einhverra stjórnarkvenna, vináttan og hlýjan, félagsfundirnir
52 og opnu fundirnir. Tveir dagar voru miklir hátíðisdagar hjá
okkur: Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars og friðar-
dagurinn 9. maí, þeirra var ævinlega minnst með viðhöfn og
opnum fundi. Einn slíkur vará friðardaginn 1967 í Lindar-
bæ. Þá efndu samtökin til kynningará verkum lakobínu
Sigurðardóttur og buðu henni og kostuðu ferð hennar. Hún
var sannarlega orðin þekkt fyrir skáldskap sinn enda húsfyl-
lir og mikil hrifning á samkomunni. Að venju var í upphafi
flutt ávarp í tilefni dagsins, það gerði María Þorsteinsdóttir
formaður, síðan flutti Arnheiður Sigurðardóttir ýtarlegt erin-
di um lakobínu Sigurðardóttur og gerði grein fyrir stöðu
hennar í íslenskum bókmenntum. Þá las skáldið kafla úr
óprentuðu verði og var þvf tekið með miklum fögnuði. Þá
var iesið úr Ijóðum hennar, kafli úr Dægurvísu og
Snæbjörtu Eldsdótturog Ketilrfði kotungsdóttur. f lokin
leiklas Guðrún Þ. Stephensen leikkona smásöguna Maður
uppi í staur úr smásagnasafninu Punktur á skökkum stað.
Það var svo fyndið og magnað að sjaldan hef ég séð fólk
skemmta sér betur.
Gamlar bækur skoðaðar í þjóðarbókhlöðu Tadsjikistan. Á neðri myndinni