Vera - 01.10.2001, Page 54

Vera - 01.10.2001, Page 54
Vinstri konur með skáldneista... Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir Það er óralangt síðan ég gekk í MFÍK, enda á öldinni sem leiö og sem nú fjariægist óðum í vitund manna. Það var Gréta Sigfúsdóttir rithöfundur sem kom því til leiðar að ég gekk í félagið. Við höfðum kynnst á ferða- lagi og héldum áfram að hittast eftir að aftur var komið til Reykjavíkur, en þá áttum við báðar heima þar. Gréta var hress og skemmtileg kona og fljót að koma auga á það sem var broslegt í lífinu og tilver- unni. Samt hafði hún áhyggjur af hag íslenskra lista- manna og fannst skorta á samstöðu meðal þeirra. Ég var á þessum árum sjómannskona með lítil börn. Margs þurfti með og oft þegar Gréta ætlaði að hringja til mín var síminn lokaður. "Ég verð að kynna þig fyrir henni Herborgu vinkonu minni," sagði Gréta. "Þið eruð svo líkar. Vinstri konur með skáldneista, lítil börn og lokaðan síma. Þið eruð báðar ágætar." Gréta var alltaf móðurleg í garð okkar Herborgar, því hún lét verða af því að kynna okkur. Mikið rétt - við urðum þegar í stað vinkonur. Móðir Herborgar, Marfa Þorsteinsdóttir, var um þessar mundir formaður MFÍK. Herborg var í félag- inu og ég gekk í það þennan vetur. Við mættum á alla fundi og það var verulega gaman. Félagið var fjölmennt á þessum árum og vel mætt. Mér, sem sjaldan komst frá börnunum, fannst þarna hafa opnast dyr út í hinn stóra heim. Deigla stjórnmála og heimsviðburða rann ekki lengur ósnert framhjá. Flestir samtfmaviðburðir sem skiptu máii voru settir undir smásjá MFfK kvenna, rökræddir og upplýstir. Reyndar breytti það sjaldan gangi mála, en við lærðum að vera virkar og samkennd var til staðar. Þarna voru líka konur sem lengi höfðu starfað að stjórnmáium og félagsmálum, öruggar, kraft- miklar konur sem voru okkur þeim yngri góð fyrirmynd. Ég held að menningarleg félög eins og félagið okkar séu nauðsynlegur vettvangur. Það starfar ekki við afmörkuð viðfangsefni, eins og stéttarfélög og fleiri ágæt félög, en getur gripið inn f hvað sem er. Kannski er þörfin meiri nú en nokkru sinni fyrir slíkan vettvang. Ljós til framtíðar Ásgerður Jónsdóttir Þann 8. ágúst sl. stóð ég, sem stundum fyrr, við Reykja- víkurtjörn ásamt félögum mínum f friðarhreyfingunni MFÍK og horfði á fólk kaupa sér kerti, kveikja á þeim og fleyta þeim um Tjörnina, bakka og manna í milli. Þessi Ijós eru tákn lífs og friðar og þannig andhverfa þeirrar áður óþekktu ógnar, er féll á gjörvallan heiminn þann 6. ágúst fyrir fimmtíu og sex árum, er Bandaríkin köstuðu fyrsta kjarnorkuvopni veraldarsögunnar, kjarnakljúfssprengjunni á |apan. 54 Ég minnist þessa atburóar eins og hann hafi gerst í gær. Það var jarðarför f Mývatnssveit þennan dag og gestir voru sestir að erfisdrykkju í sal samkomuhúss á kirkjustaðnum. Þá kom þar inn maður og flutti þessa fregn í heyranda hljóði. Það varð dauðaþögn - ég finn enn til hennar - líkast því að menn næðu ekki andanum um stund. Þá reis kona úr sæti, Stefanía Þorgrímsdóttir í Garði, og mælti stundarhátt: „Heimurinn verður aldrei samur eftir þennan dag." Tilheyrendur virtust samþykkja orð hennar með viðvarandi þögn. Ummæli Stefaníu reyndust orð að sönnu. Mannheimur hefur ekki orðið samur síðan 6. ágúst 1945. í honum býr ómeðvituð og/eða meðvituð spenna og öryggisleysi þeirrar vitund- ar að nú megi f einni svipan gjöreyða öllu lífi í lofti, láði og legi með huga og hönd þeirrar heimsku er telur kjarnorkusprengju sigursælt vopn til árásar og varnar og jafnvel friðar. Andóf og andstæða þessa fáránleika er sú hugmynd að tendra ijós ásamt og samtímis öðrum einstaklingum og/eða hópum víðsvegar um heiminn og lýsa veginn frá manni til manns og strönd til strandar. Þessi hugmynd hefur búið sér fagra athöfn, kertafleytingu, sem ég lýsti í upphafi máls míns, og táknræna fyrir óskir og vonir um samstætt og friðsælt mannlíf einstaklinga og þjóða án vopnaframleiðslu. „Vopn krefjast þess að vera notuð", sagði Albert Einstein. Ég fagna kertafleytingunni og tek þátt í henni.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.