Vera - 01.10.2001, Qupperneq 60

Vera - 01.10.2001, Qupperneq 60
■ ■ M Guðrún M. Guðmundsdóttir Lesbiu- og hommafœlni barna Einn mikilvægur liður í femínísku uppeldi barna minna er að vekja með þeim rétt- lætiskennd gagnvart fólki sem lifir ekki samkvæmt hefðbundinni félagsmótun. Enda er ég sannfærð um að umburðariyndi og virðing fyrir margbreytileika mannlífsins sé undirstaða þess að vera sátt við sjálfa sig og aðra í senn. Markmiðið er því að hvetja börnin mín til mannréttindavitundar svo þau noti eigið innsæi til að meta fólk að verð- leikum og reyna að forða þeim frá því að meta ein- staklinga útfrá fyrirfram gefnum staðalímyndum. Þess vegna gladdist ég innilega þegar eldri dóttir mín kom eitt sinn heim úr skólanum í fyrravetur rasandi hneyksluð yfir hátterni bekkjarsystur sinnar. Þær höfðu verið að leika sér í frímínútum þegar Frábær andlitskrem úr heilsujurtum, fyrir allar húðgerðir Rósakrem næturkrem luxus, sérlega nærandi.fyrir þurra og slappa húð Morgunfrúarkrem 24 stunda silkikrem.gefur húðinni næringu og silkiáferð Kamillukrem dagkrem, rakagefandi, verndar húðina og gefur henni ferskleika Engin auka ilm- eða litarefni. Náttúruleg og örugg þráa- og rotvörn Framleiðandi: Urtasmiðjan Svalbarðsströnd Upplýsingar um sölustaði o.fl: sími 462 4769 Sendum einnig í póstkröfu um allt land bekkjarbróðir, í hita leiks, hljóp bekkjarsysturina næstum um koll sem varð til þess að hún öskraði í bræði: „helvítis hommi!" Eldri dóttir mín spurði um leið hvað í ósköpunum væri að því að vera hommi og fékk það svar að henni þætti það ógeðslegt. Þá sagði dóttir mín að sér fyndist nú bara ógeðslegt að tala svona um fólk og undir þetta tóku aðrar bekkjar- systur. Ég hrósaði dóttur minni í hástert fyrir að lúffa ekki fyrir misrétti heimsins og fyrir að þora að taka afstöðu. Yngri dóttir mín, sem hafði fylgst grannt með frásögninni, greip fram í í miðjum klíðum og sagði í vægri geðshræringu: „|á, en hann er bara 10 ára. Veit strákurinn að hann sé hommi?!" Þarna var sú yngri augljóslega ekki einu sinni meðvituð um að hægt væri að nota „hommi" í niðrandi merkingu, sem mér þótti góðs viti. Ég held að eldri dóttir mín hafa tvíeflst baráttuhugurinn við athyglina sem ég veitti sögunni því skömmu seinna sagði hún mér hróðug frá því að þegar hún hefði leitt bestu vinkonu sína á skólaganginum hafi hin lesbíu- og hommafælna bekkjarsystir spurt hvort þær væru lessur. Þá hafi hún sagt að hún teldi sig of unga til að vita það en hún skyldi láta hana vita um leið og hún vissi betur. Stjúpsonur minn, 6 ára, spurði mig og pabba sinn fyrir skömmu hvenær strákar vissu að þeir væru hommar. Ég svaraði samviskusamlega að Siggi vinur minn hefði vitað það frá 9 ára aldri. Þá viðurkenndi stjúpsonur minn að hafa einu sinni verið skotinn í strák, lítilli krúsfdú11u frá litlu deild- inni í leikskólanum. Mér finnst þessi dæmi að ofan benda til að við getum að einhverju leyti afstýrt því að börn okkar fordæmi fólk sem á það eitt sökótt að verða ástfangið af sama kyni. Sem femínisti finnst mér það skylda mín að halda uppi réttindabaráttu samkynhneigðra á heimilinu enda sé ég lítinn mun á misrétti byggðu á kynferði eða kynhneigð. Krakkar fá litla sem enga formlega vitneskju um tilveru lesbíu og homma í menntakerfinu og alltof sjaldan frá foreldrum sínum og því vart hægt að undrast að í þeirri þögn myndist fordómar sem brjótast út í notkun níðyrða. Ég kýs að taka ekki þátt í þögn sem byggir á fordómum og stuðla þannig að sálarkvölum barna minna ef eitthvert þeirra kysi að kom út úr skápnum í framtíðinni og um leið koma í veg fyrir að þau valdi öðrum skaða með þeim hætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.