Vera - 01.10.2001, Page 61

Vera - 01.10.2001, Page 61
ÖYo one cem deny "It s toasted LUCKY Arndís Guðmundsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir Konur þola reykingar síður en karlmenn Drottningartóbak Um miðja sextándu öld hafði Jean Nicot, sem var sendiherra Frakklands í Lissabon, komist yfir nokkur fræ af tóbaksjurtinni hjá flæmskum kaupmanni. Sagt er að hann hafi sent þau drottningunni, Katrínu af Medici. Þegar Nicot kom heim til Parísar var hann beðinn um að gera tilraun til að lækna þrálátan höfuðverk Katrínar drottningar með þessu nýja meðali. Blöðin voru möluð í fínt duft og hennar hátign var sagt að sjúga það eins langt upp í nefið og hún mögulega gæti - það var þá talin hin beina og eðlilega leið til heilans. Þetta kvað hafa hri- fið. Drottningin tók að hnerra og „vondar gufur" losnuðu úr læðingi og sjúklingnum leið betur. Eftir þetta þótti ekki við hæfi annað en hefðar- konur tækju í nefið. Tóbaksdósin varð öðru fremur eins konar stöðutákn. Kvenímyndin Ef horft er til baka, sést glöggt að tóbaks- auglýsingar hafa haft mikið að segja við að skapa jákvæða ímynd reykjandi kvenna. Tóbaks- notkun meðal kvenna varð ekki almenn fyrr en um eða eftir seinni heimstyrjöldina en á þriðja áratugnum ríkti mikil andstaða gegn reykingum kvenna. Tóbaksframleiðendur voru fljótir að átta sig á því að konur eru helmingur mannkyns. Þeir sáu sér leik á borði þar sem mun færri konur reyktu en karlar. Tóbaksframleiðendur notfærðu sér sjálfstæðisbaráttu kvenna og tókst, með auglýsingaherferðum, að gera sígarettuna tákn frelsis og jafnréttis. Um 1920 þrefaldaðist salan á Lucky Strike á tveimur árum og urðu þær mest seldu sígaretturnar í Bandaríkjunum. Enda voru þær markaðssettar undir slagorðinu "Fáðu þér Lucky í staðinn fyrir sælgæti" (Reach for a Lucky instead of a sweet) og höfðuðu til kvenna sem vildu vera grannar. Hver tóbaksauglýsingin á fætur annarri birtist af konum sem máttu sín meira í samfélagi kynjanna; fágaðar og kyn- þokkafullar framakonur. Sú ímynd að konur sem reyktu væru grannar og í "fínu formi" varð æ sterkari. Árið 1968 tókst tóbaksframleiðendum Virginia Slim að auka söluna mjög mikið með slagorðum eins og You've come a long way baby, Slim (grönn), Mild (mild), Ught (létt), Ultralight (ofur-létt). Þá er verið að vísa til lægra tjöru- innihalds, o.s.frv. Eins og rannsóknir hafa sýnt er ekki síður skaðlegt að reykja léttar sígarettur vegna þess að fólk sogar reykinn dýpra ofan í lungu til þess að fá sama nikótínmagn í líkam- ann. Smám saman hefur tálbeita tóbaksfram- leiðenda orðið fágaðri og allt er gert til þess að skapa jákvæða stemningu og ná til undirmeð- vitundar fólks með tilvísun í ákveðna sígarettu- tegund. Leitast er við að skapa andrúmsloft sem tengist ýmsum tilfinningum, svo sem eins og gleði, fullnægju, þroska, rómantfk, ævintýra- legum lífsstfl, hreinleika, frelsi - allt eftir þvf til hvaða hóps er verið að höfða. Jafnrétti lastanna Rannsóknir sýna að konur þola reykingar sfður en karlmenn. Þeim er mun hættara við að fá lungnakrabbamein og virðist kvenhormónið östrógen hafa þessi áhrif. í sumum löndum Evrópu fjölgar lungnakrabbameinstilfellum hraðar meðal kvenna en karla. Sums staðar er svo komið að fleiri konur deyja úr lungna- krabbameini en brjóstakrabbameini, sem fram að þessu hefur verið algengasta dánarorsök þeirra. Niðurstöður Hjartaverndar sýna að hætta á kransæðastíflu eykst hlutfallslega meira hjá konum en körlum sem reykja. Beinþynning eykst verulega við tóbaksneyslu og reykingar stuðla að því að tíðahvörf verða fyrr en ella, þannig að eggjastokkarnir hætta að framleiða östrógen, en það er nauðsynlegt til þess að kalkið bindist í beinum. Einnig hefur sýnt sig að konur sem reykja finna frekar fyrir tíðaverkjum og óreglu- legum blæðingum. Ófrjósemi er þrisvar sinnum algengari hjá konum sem reykja en þeim sem ekki reykja. Hætta á fósturláti og utanlegsfóstri er einnig talsvert meiri og árangur tæknifrjóvg- ana mun minni hjá þeim fyrrnefndu. Heilsa

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.