Vera - 01.10.2001, Page 66

Vera - 01.10.2001, Page 66
/ etja er eitt af þessum kvenkynsorðum sem ^ LbJ valda svo skemmtilegu kynjaflökti: hvers- L vegna? Jú vegna þess að hetjan er almennt og yfirleitt skilgreind sem karlkyns, hetjur eru riddarar á hvítum hestum, drekabanar, björgunarsveitamenn, ævintýramenn og pólfarar, menn sem skara fram úr, taka af skarið og sýna einstaklingshyggju sína í verki. Og þrátt fyrir að orðið sé kvenkyns þá sjáum við öll fyrir okkur stælta karlmannsskrokka, skegg- brodda og ferkantaða kjálka. Kvenhetja á hinn bóg- inn er konan sem bíður eftir björgun, og býður upp á björgun. Það getur því verið nokkuð vandkvæðum bundið að tala um konur sem hetjur; á að kalla þær kvenhetjur í von um að orðið nái einnig yfir konur í hlutverki hetju, eða á að reyna að endurheimta kven- leika orðsins hetja og kalla þær einfaldlega hetjur? Lengi vel var þetta ekki vandamál í kvik- myndaumfjöllun því kvenhetjan hefur lengst af verið fremur einhliða fyrirbæri (ætlað til björgunar), en á síðustu árum hefur hlutur virkra og hetjulegra kvenna vaxið í bíó og því full þörf á að taka málið föstum tökum. Hasar- og stór- slysamyndir hafa verið áberandi á und- anförnum árum og meðan þessi kvik- myndategund er að miklum hluta bund- in formúlukenndri hugsun þá er það greinilegt að kvikmyndagerðarmenn og handritshöfundar hafa leitað leiða til þess að víkka út formúluna og gera hana sveigjanlegri fyrir breytingum. Ein leiðin til að brjóta formið upp er sú að tefla fram kvenhetjum og er það kær- komin tilbreyting. Þetta eru dömur sem eru orðnar dauðleiðar á að bíða eftir riddaranum á hvíta sportbílnum og drífa bara í málunum sjálfar, skella sér í rækt- ina og mæta svo flott vöðvaðar og skornar á svæðið, sjá og sigra. Frægustu kvenhetjumyndirnar eru án efs Alien kvartettinn (1979, 1986, 1992, 1997) þar sem stórkonan Sigourney Weaver hefur ráðið ríkjum og það á fleiri en einum vettvangi því hún framleiddi einnig þriðju og fjórðu myndina. Það virðist sem framtíðar- og vísindamyndir laði sig sérlega vel að kvenhetjum, Termi- nator myndirnar tvær (1984, 1991) voru líka frægar fyrir kvenleg hörkutól, sér- staklega sú seinni þar sem Linda Hamilton breytist úr síhræddri gengil- beinu í vöðvastælta herkonu. Grace |ones sveiflaði svipu gljáandi svört í Conan tfie Destroyer (1984) og |odie Foster tókst á við mannætuna Hannibal í Silence of tfie Lambs (1991). Og ekki má gleyma uppáhalds sílíkonununni Pamelu Anderson sem stjórnar heilli borg að hætti Bogarts í Barb Wire (1996) og berst við vonda menn eins auðveldlega og að fara í hárlagningu. Ceena Davis á líklega áhugaverðasta hetjuhlutverk kvenna á hvíta tjaldinu þegar hún leikur minnislausan laun- morðingja í The Long K/ss Goodnight (1997). Áður hafði hún veifað byssu í hinni óvæntu og bráðskemmtilegu Thelmu og Louise (1991), sem einnig hefur verið sett f samband við hasar- myndir. Long Kiss er sérlega áhugavekj- andi fyrir það að þar er hugmyndin um kvenhlutverk beinlínis tekin fyrir: þegar persóna Davis missir minnið fellur hún eins og náttúrulega inn í hefðbundið kvenhlutverk sem móðir og barnakenn- ari, hlutverk sem er gerólíkt því sem hún 'raunverulega er’, en hún hafði áður ver- ið sérlega harðsvíraður leyniþjónustu- maður. f myndinni er þessi klisja um kvenhlutverk tekin skemmtilega fyrir þegar persónan sveiflast á milli þessara tveggja kyngerva - hins kvenlega og hins karllega. Ekki má heldurgleyma hinni ansi lipru Millu lovovich í The Fifth Element (1997), sem lærir allt um bardagalistir af CD Rom-mi, meðan hún borðar kjúklinga, og birtist okkur svo næst sem ]óhanna af Örh (1999). Hörkuskvísan lennifer Lopez kom sá og sigraði í Anacondu (1997) og var síðan enn kúlli ef eitthvað var í Out of Sight (1998), Linda Fiorentino bjargaði degin- um í Men in Black (1997) og skaut pödduna í tætlur, enn í stuði eftir að hafa losað sig svo snyrtilega við allt karlkyns í The Last Seduction (1995). Og ekki má gleyma því að Sandra Bullock lék svala leyniþjónustukonu í M/ss Con- geniality áður en hún breyttist í fegurð- ardrottningu. Hún hafði ekki síður burði í hetjuhlutverkið þvf það var hún en ekki Keanu Reeves sem beinlínis keyrði Speed (1993) áfram, þarsem hún sat undir stýri f strætónum hraðfara og bættist þarmeð í hóp harðjaxlaðra kven- hetja í hasar- og spennumyndum. Pam Grier í |acfiy Brown (1997), Michelle Yeoh í Tomorrow Never Dies (1997) og Drew Barrymore, Cameron Diaz og Lucy Liu í Charlie's Angels (2000)... eins og sjá má af þessari upptalningu þá virðist hin nýja kvenkyns hetja aðallega tilheyra tíunda áratugnum. Ekki hafa þó allir verið á einu máli um hversu femínískt þetta allt er: og gagnrýnendur hafa bent á að flestar þessar myndir leggi áherslu á að sýna framá að þrátt fyrir að kona geti verið hetja, þá er hún alltaf fyrst og fremst kona, með kvenleg- an vöxt, og kvenlega veikleika. Fræg er senan þegar Sigourney Weaver berst við geimveruna á nærbuxunum eftir að hafa faðmað kött og stelpurnar í Charlie's Angels þóttu nú ekki sérlega femínískar fyrirmyndir þarsem þær hópast flissandi utanum yfirmenn sfna! Persónulega lít ég svo á að þrátt fyrir takmarkanir séu þessar myndir mjög áhugavert innlegg f femíníska sjóðinn. Og dæmið nú fyrir ykkur sjálf!

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.