Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 71
Bókmenntir
Bára Magnúsdóttir
Kvennaslóðir
Kvennasögusafn íslands
Kvennaslóðir - rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagn-
fræðingi, er rúmlega 500 blaðsíðna greinasafn eftir 40 konur
gefið út af Kvennasögusafni fslands. Spanna greinarnar tíma-
bilið frá miðöldum til vorra daga. Fjölmargar spennandi
greinar eru í bókinni, t.d. skrifar Anna Agnarsdóttir um Guð-
rúnu Einarsdóttur sem vartrúlofuð lörundi hundadagakon-
ungi. Bára Baldursdóttir skrifar um ástandskonur. Lára Magn-
úsardóttir skrifar bráðskemmti-
lega grein um merkingu Láru-
nafnsins. Grein Margrétar Guð-
mundsdóttir, 'Ræstingarkonan í
ráðhúsinu við Tjörnina', fjallar
um Elku Björnsdóttur. Sigrún
Pálsdóttir skrifar um hvernig hún
nálgaðist sögu 'Þóru biskups’.
Bók fyrir þær sem hafa áhuga á
fjölbreytileika.
Þræðir spunnir
Vilborgu Daghjartsdóttur
Háskólaútgáfan
Hér skrifa kanónur í íslenskri
bókmenntasögu: doktorar, rithöf-
undar og skáld. Þær skrifa sjö rit-
gerðir á sjötfu blaðsíðum til
heiðurs Vilborgu Dagbjartsdóttur
sjötugri. Svava lakobsdóttir er
hér enn á slóðum goðsagna.
Grein Svövu er tyrfin fyrir þær
sem ekki þekkja forsendurnar,
þ.e. Rígsþulu, Völuspá, Grímnis-
mál og Gylfaginningu. Álfrún
Gunnlaugsdóttir fjallar um feg-
urð á tímum endurreisnarinnar
og rekur listasöguna. Helga Kress skrifar um skáldkonuna
Guðrúnu Þórðardóttur frá Valshamri. Ingibjörg Haraldsdóttir
skrifar um skáldkonurnar Önnu Akhmatova og Marínu Tsveta-
jeva, líf þeirra, Ijóð og vinskap. Að auki skrifar lngibjörg þrjár
hækurtil Vilborgar. Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um ljóða-
bækur Vilborgar auk þess sem hún bregður upp svipmyndum
frá bernsku hennar. Dagný Kristjánsdóttir skrifar um Emil í
Kattholti, en Vilborg þýddi sögurnar um hann. Steinunn Sig-
urðardóttir fjallar um Vilborgu á persónulegum nótum og
greinir frá því hvernig hún hafi verið fyrirmynd sín.
ÞræÖir
» p u n n i r
Vilborgu Dagbjirlsdóltur
Vilt þú launahækkun?
Ef svarið er já, gerðu þá samning um frjálsan lífeyrissparnað.
Það er skilyrðið fyrir því að vinnuveitandi greiði 1% á móti þínum sparnaði og frá
1.1.2002 hækkar það framlag í 2%. Auk þess greiðir ríkið 10% á móti þínum sparnaði.
Þér er þannig tryggð 60% af þínum sparnaði í bónus!
Hjá hverjum á að spara?
Samkvæmt nýútkominni skýrslu Fjármálaeftirlitsins er Lífeyrissjóðurinn Hlíf með hæstu
raunávöxtun allra þeirra aðila, sem taka við séreignarsparnaði, eða 11,9% að meðaltali s.l.
5 ár. 10 ára meðaltal okkar er 9,8%. Hafðu því samband við okkur.
Lífeyrissjóðurinn Hlíf, Borgartúni 18, R.
s. 562-9952, fax 562-9096, hlif@hlif.is
71