Vera - 01.10.2001, Side 72

Vera - 01.10.2001, Side 72
Verurnar komnar til ad vera þökkum fyrir þetta allt fyrir hönd allra lesenda. Við þökk- um ritstýrunni Elísabetu Þor- geirsdóttur sem er drifkraftur blaðsins með dugmikilli rit- nefndinni, útlitshönnuði og Ijósmyndurum og fyrirtækinu Hæni sem safnar auglýsing- unum. Og ykkur, kæru les- endur, þökkum við öll fyrir samstarfið. Öll rekum við þetta blað í sameiningu. Nýjum hluthöfum er nú boðið í hópinn og öllum hlut- höfum boðið að auka eign sína í Verunum. Flest okkar eiga hlutabréf sem eru 5.000 krónur að nafnverði, en mörg okkar eiga stærri bréf. Styrkj- um Veru og styðjum. Það hefur reynst kvennabarátt- unni dýrkeypt að leggjast í dvala og láta sig gleymast. Vera má til með að vera, vera til og gleðja okkur og hvetja. Verum öll velkomin á hlut- hafafund og aðalfund í Hlað- varpanum mánudagskvöldið 12. nóvember klukkan 20. Með bestu kveðjum, f.h, stjórnar Veranna ehf. Áudur Eir Vilhjólmsdóttir Hugmyndir um viðfangsefni nýrrarVeru flugu um salinn og voru festar á langan lista. Vera átti að halda áfram að standa vörð um kvenfrelsi. Hún átti að fylgjast með, berjast og flytja bæði fréttir af konum sem fengu lítið rými og mikið í öðrum fjöl- miðlum. Hún átti að segja frá konum á öllum aldri, margvíslegum jífsstfl þeirra og hugmyndum, störfum og stjórnmálum, hver sem þau voru. Vera átti að hafa í frammi gagnrýni á samtím- ann. Við töldum að það yrði nauðsynlegasta en erfiðasta viðfangsefnið. En það tókst. Umfjöllun- arefni Veru hafa aftur og aft- ur vakið athygli og í öðrum fjölmiðlum hefur verið skrif- að og talað um vandaða rannsóknarblaðamennsku Veru. Það hefur orðið mesta gleðiefni starfsársins að Veru tókst að uppfylla bjartar og djarfar vonirnar sem fundur- inn setti fram. Við sem höfum verið í stjórn Veranna frá í fyrra Mynd: Sóla Stjórn Veranna, f.v. Irma, AuSur Eir, Tinna, Ólafía og Ragnhildur (varakona Svölu). Ásunnudagssíddegi, 24. september f fyrra, komu konur í Hladvarpann til ad sjá um ad Vera héldi áfram ad koma út. Fundurinn var auðvitad auglýsturogöllumopinn. Kvenna- iistakonur sem stofnuðu blaðið og ráku fram til þessa vildu fela það í hendur okkar sem komum á fundinn og vildum taka við þvf. Og þar með var það ákveðið. Einkahlutafélagið Verurnar var stofnað og konur og samtök skráðu sig fyrir hlutafé. STAÐFESTING A HLUTAFJÁREIGN Það staðfestist hér með að er eigandi að hlut I Verunum ehf. kt.571000-2450 að nafnvirði FIMM ÞÚSUND KRÓNUR Jfíf/aptt}i/a/1 Jfoýhat)24. jr/i/em/cr 2000 t>ý f j/cj/uamnt/iýtt Jefir: „J7t'/þa/ipur ft/ayjinj er a/^rýa u/ Ae/e/týre/f&JiúnareYá/ 'fleree au/ annarrar úeytfýu //tfyu /venýre/efj." f.h. Veranna ehf. Dags. 'Úl.M. wot UktM(fw^ovMdéofrf VERURNAR ehf.° —-----------■ við erum sterkari saman Hlutahafa- og aðalfundur Veranna ehf., einkahlutafélags um útgáfu Veru, verður haldinn í Hlaðvarpanum mánudaginn 12. nóvember kl. 20. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum rætt um hlutafjáraukningu og ákvörðun tekin um hana. Varst þú að hugsa um að kaupa hlutabréf en hefur ekki látið verða af því? Þá ert þú velkomin/nn á fundinn. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Veru, sími: 552 6310 eða vera@vera.is VERURNAR EHF. VESTURGÖTU 3, 101 REYKJAVÍK

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.