Vera - 01.08.2004, Síða 48

Vera - 01.08.2004, Síða 48
ALÞINGISVAKT / Martha Árnadóttir »Alþingisvaktin mun að þessu sinni rifja upp nokkur þingmál frá síðasta vori. Eins og flestum er í fersku minni þá gleypti fjölmiðlafrumvarpið þingið með haus og hala og öll önnur þingmál hurfu í skuggann. Við bætum úr þessu núna og skoðum „litlu" málin en kíkjum reyndar aðeins á fjölmiðlana líka. Athyglisverð þingmál og fyrirspurnir STYRKIR TIL ATHAFNAKVENNA Drífa Hjartardóttir (Sj) beindi fyrirspurn til félagsmálaráðherra um styrki til atvinnumála kvenna. Drífa spurði m.a. um markmið, fjárhæðir og skiptingu milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. í svari ráðherra kom fram að markmið styrkveitinga er að auka fjölbreytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið, efla at- vinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og draga úr atvinnuleysi meðal kvenna. Frá árinu 1999 hefur tæplega 100 milljónum verið úthlutað á þennan hátt og hefur um 75% fjárins runnið til athafnakvenna á landsbyggðinni og um 25% á höfuðborgarsvæðinu. Styrkirnir eru auglýstir í fjölmiðlum í janúar eða febrúar ár hvert og sótt er um þá á vefsíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is. KONUR í FANGELSUM Guðrún Ögmundsdóttir (Sf) spurðist fyrir um fjölda kvenna sem hlotið hafa fangelsisdóm á sl. 20 árum. í svari dóms- málaráðherra kom fram að á árunum 1986 til 2003 voru 352 konur dæmdar til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Að meðaltali eru um 20 konur á hverju ári að afplána fangavist. Þess má geta að um helmingur þeirra sem hljóta fangels- isdóma eru á aldrinum 21 til 30 ára. ( annars athyglisverðu svari dómsmálaráðherra voru afbrotin ekki sundurgreind eftir kynjum. Dvalarleyfi á grundvelli hjúskapar Bryndís Hlöðversdóttir (Sf) lagði fyrirspurn fyrir dómsmálaráðherra um hversu margir einstaklingar á aldrinum 18 -24 ára hafa fengið dvalarleyfi hérlendis á grundvelli hjúskapar sl. 10 ár. í svari ráðherra kom fram að frá árinu 2000 hefðu rúmlega 700 einstaklingar fengið dvalarleyfi á íslandi á grundvelli hjúskapar. Tölur frá árunum fyrir 2000 eru ekki aðgengilegar. 48 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.