Vera - 01.08.2004, Qupperneq 54

Vera - 01.08.2004, Qupperneq 54
MYNDASOGUR / Úlfhildur Dagsdóttir Sagan af prinsessunni og myndasögunni - er þetta eitthvað fyrir konur? » Á síðasta ári vakti myndasagan 'Persepolis', sjálfsævisöguleg frásögn hinnar írönsku Marjane Satrapi, nokkra athygli. Sagan, sem upphaflega er skrifuð á frönsku, var þýdd á ensku og gefin út á vegum bókaforlagsins Pantheon, sem er ekki beint þekkt fyrir myndasöguútgáfu. Það að 'venjulegt' bókaforlag skuli gefa bókina út er strax ákveðið 'virðingarmerki', en fáum myndasöguhöfundum hefur hlotnast slíkur 'heiður', og þá enn frekar, fáum kvenkyns mynda- söguhöfundum. PERSEPOLIS Sagan lýsir uppvexti Marjane í íran á umhleyp- ingatímum, þegar klerkastjórnin tók við völdum og í kjölfarið stríðinu við (rak. í einföldu, næstum barnslegu, svarthvítu myndmáli lýsir Marjane bæði sögulegum bakgrunni og hversdagslegum veruleika og skapar einstaka og áhrifamikla sögu sem er dæmi um það besta sem gert hefur verið í þessu formi. Sem er ekki lítið því myndasagan er það form sem í dag býður upp á mestu möguleikana í nýsköpun í skáldskap eða frásögnum. Þess ber að geta að Persepolis er einmitt dæmi um verk sem einkennast af skörun æviskrifa og skáldskaparskrifa, en slík verk eru mjög 'in' um þessar mundir og þykja gott dæmi um um- hleypingar og nýsköpun í skap- andi skrifum. Marjane Satrapi er ein af fáum kon- um sem hefur tekist að vekja athygli á sér í myndasöguheiminum en hann, líkt og kvikmyndaheimurinn, hefur fengið það orð á sig að vera karlaheimur. Myndasagan, sem flestir tengja við ofurhetjusögur (og Andrés önd), er almennt skrifuð og teiknuð af körlum, sem skrifa og teikna karla (og stundum konur), fyrir karla. Það þekkja allir þessa runu. Kallar að tala um kalla við aðra kalla. Nema myndasögur eru lesnar af báðum kynjum og á sínu glæstasta tímabili var myndasagan ætluð konum sem körlum, það er á fimmta og sjötta áratugnum en þá voru gefnar út myndasögur fyr- ir stelpur og konur sem voru mjög vinsælar. Þetta voru ástarsögur, sögur sem minntu á sápuóperur og sögur um ungt fólk og tísku. Svona svolítið eins og Sex in the City. Þessar sögur voru reyndar al- mennt búnar til af körlum. Neöanjarðarmyndasagan... Kannski er þetta spurning um söguskoðun, svona álíka og hvernig saga skáldsögunnar hefur verið endurskoðuð af femínistum til að PERSEPOLIS 2 MYNDASAGAN, SEM FLESTIR TENGJA VIÐ OFURHETJUSÖGUR (OG ANDRÉS ÖND), ER ALMENNT SKRIFUÐ OG TEIKNUÐ AF KÖRLUM, SEM SKRIFA OG TEIKNA KARLA (OG STUNDUM KONUR), FYRIR KARLA benda á þátt kvenna í þróun formsins. í bók sinni The Great Women Cartoonists rekur myndasögu- höfundurinn Trina Robbins hlut kvenna í banda- rísku myndasögunni, allt frá fyrstu árum hennar um aldamótin 1900 til dagsins í dag. Það þarf varla að nefna að nöfn þessara kvenna eru hvergi nefnd í 'almennum yfirlitum' um sögu myndasögunnar í Bandaríkjunum. Hinsvegar eru fleiri og fleiri konur nefndar þegar talað er um myndasögur í dag. Neð- anjarðarmyndasagan, sem kom fram á sjöunda og áttunda áratugnum og olli mikilli endurnýjun í forminu, skol- aði með sér nokkrum konum, þar á meðal fyrrnefndri Trinu Robbins. ( kjölfarið hafa fleiri komið fram á sjón- arsviðið. Ein þeirra sem hefur verið á- berandi er Jill Thompson, sem bæði skrifar og teiknar ævintýrið um skelfi- legu ömmuna (Scary Grandmother). Þó sú saga, barnasaga sem höfðar líka til fullorðinna, sé nokkuð þekkt er Thompson þó líklega þekktari fyrir að hafa teiknað stóran hluta sögubálksins um hina ósýnilegu (The Invisibles) eftir Grant Morrison og einnig nokkrar sögur í sögunni um konung draumanna (The Sandman) eftir Neil Gaiman. ...og ævintýrin Það er í ævintýrunum sem konur hafa hvað mest skapað sér vett- vang. Af öðrum má nefna útgáfur Lindu Medley af Grimmsævintýr- um í bókum eins og The Lucky Road og The Curse of Brambly Hedge, en sú síðarnefnda er sniðug útgáfa af Þyrnirós. Donna Barr er önnur sem hefur gefið sig að ævintýrum og einnig mætti nefna Rebeccu Guay semteiknarofurhetjuútgáfu af 1001 nótt (1001 Emerald Nights). Þessi verk eru í raun á jaðri myndasagnanna og tilheyra oft svokallaðri óháðri útgáfu, en þar hafa konur hvað helst markað sér spor (sjá t.d. Cheat eftir Christine Norrie, sem fjallar um framhjáhald og Witch eftir 54 / 4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.