Vera - 01.08.2004, Side 56

Vera - 01.08.2004, Side 56
FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU / Samstarfsverkefni með styrk frá Evrópusambandinu »Jafnréttisstofa hefst nú handa við nýtt verkefni sem fellur undir jafnrétt- isáætlun Evrópusambandsins (Community Framework Strategy on Gender Equality). I sumar lauk starfi við stærsta verkefni úr sömu áætlun sem stofan hefur leitt til þessa. Það fjallaði um möguleika nýbakaðra foreldra í fjórum Evrópulöndum á nýtingu fæðingarorlofs. Samstarfsstofnanir í verkefninu hér á landi voru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla íslands og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, ásamt Samver sem sá um gerð sjónvarpsmyndar. Tilgangur verkefnisins var að skoða samspil kynjahlut- verka, menningar og siðvenja, laga og reglugerða, og hvernig þessir þættir koma í veg fyrir eða auka möguleika kvenna og karla til að vinna saman að uppeldi barna sinna. Samstarfslönd í því verkefni voru Noregur, Þýskaland og Spánn. Niðurstöðum verkefnisins verður m.a. miðlað með sjónvarpsmynd sem tekin var í öllum þátttökulöndunum. Myndinni verður væntanlega dreift innan Sambands evr- ópskra ríkissjónvarpsstöðva, EBU, og sýnd í flestum aðild- arlöndum Evrópusambandsins. íþróttir og jafnrétti Nú vendir stofan sínu kvæði í kross og snýr sér að íþróttum. Jafnréttisstofa hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til að vinna fjölþjóðlegt verkefni um staðalímyndir í íþróttum og íþróttafréttum. Verkefnið, sem mun kosta í heildina rúmlega 300.000 evrur, verður unnið með þátttöku aðila frá Noregi, Austur- ríki, Litháen og Ítalíu, auk íslands. Verkefnisstjórn í hverju landi mun samanstanda af fulltrúum íþróttafréttamanna, íþróttasam- banda og samstarfsaðilum Jafn- réttisstofu í hverju landi. (þróttir eru vinsælar um heim allan en mjög mismunandi er hversu hátt kvennafþróttum er gert undir höfði og enn meiri munur er þegar borin er saman umfjöllun fjölmiðla á íþróttaafrekum kvenna og karla. Staðalímyndir um kynin endurspeglast oft í þeirri umfjöllun og er það von Jafnrétt- isstofu að í gegnum þetta verkefni verði hægt að finna leiðir til að mennta íþróttafréttamenn, íþróttakennara og þjálfara um jafnréttismál og auka þannig meðvitund þeirra um þá ímynd sem þessir hópar spegla til almenn- ings. Stofan hefur leitað eftir samstarfi við menntamálaráðu- neytið, Samtök íþróttafréttamanna og (þrótta- og ólymp- íusamband (slands til að tryggja að það fræðsluefni sem þróað verður af verkefnisstjórninni skili sér til viðeigandi markhópa. Fræðsluefnið, sem verður endurmenntunar- pakki í margmiðlunarformi, verður hannað af námsbraut í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Rannsóknastofn- un Háskólans á Akureyri vinnur rannsóknina en Rann- sóknastofa ( kvenna- og kynjafræðum við Háskóla (slands sinnir eftirlitshlutverki. Verkefnið hefst formlega 1. nóvember og stendur í fimmtán mánuði. Á þeim tíma verða haldnir fundir í öllum aðildarlöndum. Síðasti fundurinn verður á íslandi undir lok verkefnisins. Þá verður fræðsluefnið kynnt og ráðstefna haldin um staðalímyndir kynjanna í íþróttum og fþrótta- fréttum. Jafnréttisstofa er einnig samstarfsaðili (öðru verkefni á vegum jafnréttisáætlunar Evrópusambandsins sem hefst nú í haust. Verkefnið fjallar um nútímakarlinn (stækkaðri Evrópu og hefur það að markmiði að þróa nýjar leiðir sem miða að jafnari fjölskylduábyrgð og um leið að auknu jafn- rétti kynjanna. Litháen leiðir þetta verkefni en samstarfs- lönd eru ísland, Danmörk og Malta. 56/4. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.