Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 56

Vera - 01.08.2004, Blaðsíða 56
FRÁ JAFNRÉTTISSTOFU / Samstarfsverkefni með styrk frá Evrópusambandinu »Jafnréttisstofa hefst nú handa við nýtt verkefni sem fellur undir jafnrétt- isáætlun Evrópusambandsins (Community Framework Strategy on Gender Equality). I sumar lauk starfi við stærsta verkefni úr sömu áætlun sem stofan hefur leitt til þessa. Það fjallaði um möguleika nýbakaðra foreldra í fjórum Evrópulöndum á nýtingu fæðingarorlofs. Samstarfsstofnanir í verkefninu hér á landi voru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla íslands og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, ásamt Samver sem sá um gerð sjónvarpsmyndar. Tilgangur verkefnisins var að skoða samspil kynjahlut- verka, menningar og siðvenja, laga og reglugerða, og hvernig þessir þættir koma í veg fyrir eða auka möguleika kvenna og karla til að vinna saman að uppeldi barna sinna. Samstarfslönd í því verkefni voru Noregur, Þýskaland og Spánn. Niðurstöðum verkefnisins verður m.a. miðlað með sjónvarpsmynd sem tekin var í öllum þátttökulöndunum. Myndinni verður væntanlega dreift innan Sambands evr- ópskra ríkissjónvarpsstöðva, EBU, og sýnd í flestum aðild- arlöndum Evrópusambandsins. íþróttir og jafnrétti Nú vendir stofan sínu kvæði í kross og snýr sér að íþróttum. Jafnréttisstofa hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til að vinna fjölþjóðlegt verkefni um staðalímyndir í íþróttum og íþróttafréttum. Verkefnið, sem mun kosta í heildina rúmlega 300.000 evrur, verður unnið með þátttöku aðila frá Noregi, Austur- ríki, Litháen og Ítalíu, auk íslands. Verkefnisstjórn í hverju landi mun samanstanda af fulltrúum íþróttafréttamanna, íþróttasam- banda og samstarfsaðilum Jafn- réttisstofu í hverju landi. (þróttir eru vinsælar um heim allan en mjög mismunandi er hversu hátt kvennafþróttum er gert undir höfði og enn meiri munur er þegar borin er saman umfjöllun fjölmiðla á íþróttaafrekum kvenna og karla. Staðalímyndir um kynin endurspeglast oft í þeirri umfjöllun og er það von Jafnrétt- isstofu að í gegnum þetta verkefni verði hægt að finna leiðir til að mennta íþróttafréttamenn, íþróttakennara og þjálfara um jafnréttismál og auka þannig meðvitund þeirra um þá ímynd sem þessir hópar spegla til almenn- ings. Stofan hefur leitað eftir samstarfi við menntamálaráðu- neytið, Samtök íþróttafréttamanna og (þrótta- og ólymp- íusamband (slands til að tryggja að það fræðsluefni sem þróað verður af verkefnisstjórninni skili sér til viðeigandi markhópa. Fræðsluefnið, sem verður endurmenntunar- pakki í margmiðlunarformi, verður hannað af námsbraut í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Rannsóknastofn- un Háskólans á Akureyri vinnur rannsóknina en Rann- sóknastofa ( kvenna- og kynjafræðum við Háskóla (slands sinnir eftirlitshlutverki. Verkefnið hefst formlega 1. nóvember og stendur í fimmtán mánuði. Á þeim tíma verða haldnir fundir í öllum aðildarlöndum. Síðasti fundurinn verður á íslandi undir lok verkefnisins. Þá verður fræðsluefnið kynnt og ráðstefna haldin um staðalímyndir kynjanna í íþróttum og fþrótta- fréttum. Jafnréttisstofa er einnig samstarfsaðili (öðru verkefni á vegum jafnréttisáætlunar Evrópusambandsins sem hefst nú í haust. Verkefnið fjallar um nútímakarlinn (stækkaðri Evrópu og hefur það að markmiði að þróa nýjar leiðir sem miða að jafnari fjölskylduábyrgð og um leið að auknu jafn- rétti kynjanna. Litháen leiðir þetta verkefni en samstarfs- lönd eru ísland, Danmörk og Malta. 56/4. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.