Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15 Okkur virðist að vatnsbólusetning valdi hraðari útvíkkun legops hjá sumum konum án þess að við getum nefnt neinar tölur í því sambandi. Skýring á fyrirbærinu Þar sem við höfðum tekist á hendur jafn „vitfírringslegt verkefni“ (umsögn eins starfsfélaga) eins og það að hafa áhrif á fæðingarþján- ingar með venjulegu vatni urðum við að reyna að finna viðhlítandi skýringu á fyrirbærinu. I raun og veru eru til tvær sársaukafræðilegar (smertefysiologiske) kenningar sem hvor á sinn máta getur útskýrt hvað gerist. Ekki verður farið út í þær hér í smáatriðum, en þær hvíla báðar á þeirri staðreynd að skyntaugamar ffá húðinni á spjaldhryggn- um og skyntaugarnar frá leghálsi og neðri hluta legs liggja hvorar tveggja um sama taugastofn inn til mænunnar. Þess vegna er hugsan- legt að konur skynji hríðarverki sem þrautir í spjaldhryggnum. Vatnið sem sprautað er inn í húðina verkar ertandi og veldur því sársauka. Samkvæmt sársaukafræðinni setur sársaukinn í gang innrænt sárs- aukavamarkerfi, þ. e. hið innra vamarkerfi líkamans gegn sársauka en það er myndað úr sérstökum taugaþráðum í mænunni sem meðal annars geyma efnasambönd sem líkjast morfíni. Það em því eigin úr- ræði líkamans sem hagnýtt em til linunar þjáninganna. Sæfða vatnið gegnir því eina hlutverki að koma viðbrögðunum af stað. Niðurstaða Unnt er að beita bólusetningu með sæfðu vatni þegar kona þjáist af verkjum í spjaldhrygg við fæðingu. Aðferðin er ódýr, auðveld og að því er best er vitað án aukaverkana, og við teljum því að henni megi beita án fyrirmæla læknis. Konur em yfirleitt ánægðar með þessa meðhöndlun og telja að minnsta kosti mikinn létti í því að losna undan verkjum í spjaldhrygg þegar hríðarverkir em famir að ágerast. Að endingu viljum við þakka þeim ljósmæðmm Árósa sem hafa verið með í skipulagningu tilraunarinnar og ekki síður þeim sem lögðu á sig þá miklu vinnu að fræða þær konur sem þátt tóku í tilrauninni, bólusetja þær með sæfðu vatni, fylgjast með líðan þeirra og skrá nið- urstöður athugana. Án þeirrar hjálpar hefðum við ekki getað gert þessa tilraun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.