Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 49

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 49
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 49 Þyngd og starfsemi í sameiginlegri fæðingarþyngd hafa tvíburar þyngri fylgju heldur en einburar og ósamræmið undirstrikar misræmið jafnvel þegar leiðrétt- ing er gerð á mismunandi tíma á meðgöngunni. Lítið er vitað um starf- semi fylgju í fjölbura þungun. Tiltölulega hátt hlutfall er milli fylgju og fósturs sem bendir á að starfsemin gæti verið minnkuð og að ofvöxt fylgju hafi þurft til til að bæta og viðhalda fullnægjandi næringu frá móður til fóstursins. (l:bls.73) Myndun fylgju og fósturvísis í ijölda ára var greint á milli eineggja og tvíeggja tvíbura á íjölda æðabelgshimna. Því miður gekk illa að sanna að svo var ekki. Síðar varð ljóst að sumir eineggja tvíburar hljóta að hafa fylgju með tveimur æðabelgjum, og regla Weinbergs segir að það sé ljóst að fleiri ein- eggja tvíburar hljóti að hafa verið til heldur en sá íjöldi tvíbura sem hafa fylgju með einn æðabelg. Þetta var uppgötvað með athugun sem sýndi að nokkrir eineggja tvíburar með fylgju og tvo æðabelgi voru líkamlega óaðgreinanlegir. Síðari rannsóknir sýndu að milli 18,5% og 37,5% eineggja tvíbura hafa í raun og veru fylgju með tveimur æða- belgjum. Það er mjög ólíklegt að tvíeggja tvíburar manna hafi nokk- urn tímann fylgju með einum æðabelg. í sex rannsóknum var enginn fundin af 3452 tvíburapörum þar sem myndun fósturvísis var þekktur. E.t.v. er mesti munurinn milli tvíbura með einn eða tvo æðabelgi, lög- unin á blóðhringrásinni, einnig er minni möguleiki á að þeir hafi sam- eiginlegt blóð. Þetta gæti gefið mikilvægar vísbendingar. Hjá tví- burum með einn æðabelg, er það sem hefur mest áhrif inni í leginu, það endurspeglar vöxt og er oft tengt hemoglobini tvíburanna en þetta getur líka átt við um vanskapnað. Á hinn bóginn er staðsetning ból- festu fylgjanna tveggja eflaust mikilvægust hjá tvíburum með tvo æða- belgi. (Sjá mynd 2.) (l:bls.75). 10. Naflastrengurinn Að frátöldum nokkrum samvöxnum tvíburum og hinu mjög sjald- gæfa tilfelli þegar tvíburar eru í einum líknarbelg (amnionbelg) með einn klofrnn naflastreng þá hafa allir tvíburar sinn eigin naflastreng. Naflastrengirnir geta verið mjög mismunandi að stærð og einnig stað- setningu við fylgju og hafa báðir þessir þættir áhrif á næringu til fóst- ursins. Naflastrengir sem hafa óeðlilega samsetningu við fylgju eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.