Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 26
26 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Skýrsla stjórnar Ljósmæörafélgs íslands 9. maí 1987 A starfsárinu voru haldnir 8 stjórnarfundir, 2 félagsfundir um kjara- mál, 2 fræðslufundir og 1 ráðstefna á vegum fræðslunefndar. 19 ljósmæður sóttu Norðurlandaþing ljósmæðra í Stokkhólmi s.l. vor. Mótið var haldið í tengslum við aldar afmæli sænska Ljósmæðra- félagsins og snerist að mestu leyti um það. Þótti mörgum að erlendu gestirnir væru afskiptir. Á þessu starfsári hefur stjórnin ítrekað óskir til heilbrigðisráðherra um setningu nýrrar ljósmæðrareglugerðar, en ekki haft erindi sem erfiði. í heilbrigðisráðuneytinu er sú skoðun ríkjandi, að ljósmæður framtíðarinnar falli undir hjúkrunarlög, þó þar standi ekki stafur um ljósmæðrastörf, svo sem fæðingarhjálp o.fl. S.l. sumar var starfandi nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytis, sem vann að drögum að nýjum lögum um Ljósmæðraskóla íslands. Nefnd- in skilaði tillögum sínum í júlí og voru þau í meginatriðum samhljóða síðasta frumvarpi um Ljósmæðraskóla íslands. Frumvarp til laga um Ljósmæðraskóla íslands var þó ekki lagt fram á síðasta þingi. Á sama tíma var skipuð nefhd á vegum menniamálaráðherra sem Qallaði um grunn- og framhaldsmenntun hjúkrunarfræðinga og var menntun ljósmæðra einnig þar til umfjöllunar. Fulltrúi Ljósmæðra- skóla íslands í nefndinni var Eva S. Einarsdóttir, ljósmóðir. Nefhdin skilaði tillögum sínum í mars, en þar er gert ráð fyrir menntun ljós- mæðra í Háskóla íslands, sem taki 15 mánuði eftir B.S. hjúkrunarpróf og 18 mánuði eftir próf frá Hjúkrunarskóla íslands. Náminu ljúki með viðurkenningu og réttindum til að sækja um ljósmóðurleyfi. Nefhdin skilaði einnig tillögum um endur- og viðhaldsmenntun ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á vegum Háskóla íslands. Innan B.S.R.B. hefur verið unnið að breytingu á uppbyggingu Bandalagsins, þ.e.a.s. breytt skilyrði fyrir aðild að Bandalaginu. Stjóm félagsins studdi tillögur um starfsgreinafélög. Lokapunkturinn var svo ný samningsréttarlög opinberra starfsmanna í desember s.l. Þau gera ljósmæðrum kleift að standa allar saman í einu stéttarfélagi með eigin samningsrétt. ítarleg greinargerð verður síðar á fundinum. Unnið hefur verið að nýjum og endurbættum samningi vegna fæð- inga í heimahúsum og tókst endanlegt samkomulag í janúar s.l. Helstu breytingar eru þær að tímakaup er miðað við laun heilsugæsluljós- mæðra í 5. þrepi og tekur breytingum í samræmi við það og greitt er kostnaðarverð efnis, sem ekki var áður. Einnig lengdust tímavið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.