Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 22
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Fyrir svona starf finnst mér eðlilegt að LMFÍ semji um deildar- ljósmæðrakaup en svo hefur ekki orðið þrátt fyrir ítrekuð bréf þar um. Ég held t.d. að það styrki stöðu LMFÍ að heilsugæsluljósmæður hafi gott kaup og að ljósmæður vilji vinna inni á stöðvunum til dæmis í Reykjavík þar sem nú er engin ljósmóðir í starfi. Og það skerði ekki hlut sjúkrahúsljósmæðra á nokkurn hátt frekar en að ljósmæður sem vinna einar á sjúkrahúsum hafa deildarljósmæðrakaup. Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöð hafa forstjórakaup. Því er það eðlilegt að ljósmæður t.d. í Reykjavík beri ábyrgð á eftirfarandi starfi innan stöðvarinnar. 1. mæðravernd 2. foreldrafræðslu 3. heimafæðingum 4. ungbarnaeftirliti og brjóstameðferð 5. skýrslugerð og öðru sem fellur undir starfið og taki kaup samkvæmt því. Úti á landi bætist oft við að ljósmóðir getur ekki leitað sér stuðnings og hefur alla ábyrgð og ákvarðanatöku, sér oft ein um allar skoðanir, því að læknirinn er miklu fafróðari en hún, oft beint úr læknadeildinni eða hefur ekkert unnið við fæðingar og meðgöngu og lætur ljósmóðurina ráða ferðinni og samþykkir hennar tillögur en varpar þannig allri ábyrgð á hennar herðar. Ég gæti sagt ykkur ýmsar sögur úr starfi mínu um hjartastopp, önd- unarstopp hjá börnum, heilahimnubólgur, utanlegsfóstur, fósturlát, blóðtökur eftir ölvunarakstur og fleira skemmtilegt og sorglegt. En ég læt hér fýlgja eina frá því er Svavar Gestsson var heilbrigðisráðherra og vísiteraði vesturland. Þegar kom að kaffidrykkjunni og slegið var á léttari strengi barst í tal að ég saumaði sár og tæki að mér ýmis læknisverk í fjarveru læknisins auki ljósmóðurstarfa, jafhvel tæki á móti lömbum ef svo bæri undir. Þá svaraði hann Svavar að bragði: ,,Það er allt í lagi með læknisstörfm, en landbúnaðarmálin heyra ekki undir mitt ráðuneyti og ég banna alveg að þú vinnir fyrir þá.“ Eftir þetta hef ég oft grínast með að ég stundi hómópatastörf með undan- þáguleyfi frá ráðuneytinu. En nú er mál að linni og vil ég nota tækifærið fyrst mér býðst að koma hér í pontu til að enda þetta mas mitt á að drepa aðeins á mál málanna, þ.e. hvert stefnir hjá ljósmæðrafélaginu, stéttinni, og hvað er til ráða. Á árinu 1987 þegar konur ganga fram fyrir skjöldu og berj- ast til sigurs í þingkosningum og í heimi kjarabaráttunnar er sagt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.