Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 4
4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ MINNING Ragnheiður Brynjólfsdóttir Fædd 3.10. 1930 — Dáin 16.10. 1986. í fáeinum fátæklegum orðum, ætla ég að minnast Röggu ,,ljósu“ og þakka um leið kynnin við þessa góðu konu. Hún vann hjá okkur á Sjúkrahúsi Skagfirðinga síðustu fjögur árin og mætti síðast til vinnu 23. júlí ‘86, þá sárþjáð orðin af veikindum þeim, sem á hana höfðu herjað mánuðina á undan. Daginn áður tók hún á móti í síðasta sinn litlum dreng, sem örugglega hefur fengið í veganesti hja henni góðar bænir um bjarta framtíð. Engum duldist, síst henni sjálfri, hve mikið var af henni dregið, samt kom með henni geislandi líf og gleði, en lífsgleði Röggu og hennar jákvæða viðhorf til lífsins var með eindæmum, því var alltaf spenna og tilhlökkun í loftinu þegar von var á Röggu í vinnuna. Þennan síðasta dag hennar í vinnunni, fengum við okkur tesopa í borðstofunni við dvöldum þar lengi, spjölluðum eins og svo oft áður, en einhver dulinn ótti kom fram hjá okkur báðum og seinna vissan um þennan síðasta fund okkar í heimi hér. Ég gekk með henni út að bflnum, við kvöddumst, hún bað fyrir kveðju til allra, sérstaklega minntist hún á vinkonu okkar sameiginlega, sem var kominn á tímann og Ragga hafði áhyggjur af fæðingunni, sem átti sér svo stað næsta dag og allt gekk þar vel. Röggu sá ég ekki oftar, en heyrði í henni í síma, alltaf var baráttuandinn sá sami, hún skyldi standa sig og berjast á meðan einhverjir kraftar væru. Ragga valdi sér að ævistarfi að vera ljósmóðir og fór það henni ein- staklega vel — og hún var dugleg, samviskusöm og ósérhlífin í vinnu, var vakandi um velferð mæðranna og litlu barnanna, og konurnar báru til hennar ótvírætt traust. Hún var ljósmóðir í Keflavík í mörg ár, naut þar trausts og virðing- ar, því var það henni mjög sárt að hverfa þaðan, alltaf var viss sárs- auki og söknuður sem kom fram þegar Keflavflcurárin voru til um- ræðu. En það var okkar happ, því hún kom til okkar í júlí ‘82, og nutum við krafta hennar eftir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.