Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 21 Úr 18. gr. Ýmis ákvæði. Ljósmóður ber að gegna störfum sínum af árvekni, halda þekkingu sinni sem best við og fara nákvæmlega eftir henni, tileinka sér nýjung- ar er varða starfið og gæta fyllstu samviskusemi í hvívetna. Öllum ljósmæðrum er skylt að veita konum í bamsnauð nauðsynlegustu hjálp þar til önnur hjálp hefur borist nema því alvarlegri forföll banni, svo sem veikindi ljósmóður. Hér komum við aftur að veikum punkti í stöðu heilsugæsluljós- mæðra úti á landsbyggðinni. Það er með að halda þekkingu sinni við og tileinka sér nýjungar í starfi. Já fagleg einangrun er oft erfið og ég vil hér með nota tækifærið til að hvetja LMFÍ til að draga þessa frábæru ffæðslufundi sem haldnir hafa verið saman í námskeið 2-3 daga eða fræðsludaga í tengslum t.d. við aðalfund eða á öðrum tíma árs svo sem í október. Og verði þetta árviss atburður þar sem mætti til dæmis kynna okkur nýjungar inni á deild- um — fæðingarstól, rúm, breyttan legutíma fæddra kvenna og yfirleitt allt sem gæti komið okkur að gagni við undirbúning skjólstæðinga okkar sem eiga eftir að fæða. Þetta myndu án efa verða vel sóttir fundir þar sem einnig gæfist tími til faglegrar umræðu um stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum, t.d. fæðingarorlof o.fl. LMFI á þakkir skildar fyrir greinargóð erindi í Ljósmæðrablaðinu sem þyrfti að koma oftar út. Nú er það svo að ég er ljósmóðir með 2-ja ára nám í LMSÍ að baki en starfa þó eins og ég drap á áðan á stöð H1 þ.e. þar sem situr einn læknir og hef ég því breiðara baksvið en ljósmæður í þéttbýli. En í dreifbýli þar sem hjúkrunarfræðingar fást ekki til starfa notum við dreifbýlisreddingar. Ég sé t.d. um allan daglegan rekstur stöðvarinn- ar, sótthreinsa áhöld, geri rannsóknir á þvagi og blóði, skipti á sárum, sé um öll innkaup fyrir daglegan rekstur og borga reikninga. Auk þess skipulegg ég starf stöðvarinnar út á við með samþykki læknisins og sé um skólaheilsuvernd í 1.-9. bekk, 10 mánaða, 2-ja ára og 4-ra ára skoðun, þroskapróf, allar ónæmisaðgerðir frá 3-ja mánaða til 15 ára aldurs, heymarmælingar í skólanum, tannvemd og flúorskolun. Þá skipulegg ég hópskoðanir, nú í maí t.d. krabbameinsleit í leg- hálsi og brjóstum, komu sérfræðinga Heyrnar- og talmeinastöðvarinn- ar, foreldrafræðslu og slökunarnámskeið ásamt með brjóstagjafa- félagsskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.