Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 8
8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Að námi loknu verða nemar að hafa gert og (helst) saumað 5 episio- tomiur, vag. skoðað 5 sinnum, skoðað 100 konur á göngudeild og 100 í sængurlegu og fengið 40 fæðingar. Yfirleitt heyrðist manni að nemar fengju ekki mikið að meta konur í fæðingu (sbr. 5 vag. sk.) og það væri jafnleg undir lækninum komið. Þeim nemum sem ég talaði við kom saman um að skólarnir væru strangir og gerðu miklar kröfur. Á R.M.H. þurfa þær a.m.k. að standast próf í hverri viku bóklegra námskeiða auk prófa í lok þeirra. Þeim er líka mjög vel fylgt eftir á deildunum þar sem eru kennarar. Þær fá umsagnir eftir hverja deild og ef þær standast ekki vissar kröfur verða þær að vinna upp allan tímann aftur. Hvað líður sjálfri fæðingahjálpinni standa íslenskar ljósmæður þeim skosku síst á sporði og líklega eru þær íslensku sjálfstæðari í starfi. Mér skildist t.d. að það væru læknar sem skoðuðu konurnar við komu á fæðingardeild og í Dundee eru það í flestum tilfellum læknar sem sauma episiotomiur svo dæmi séu tekin. Þar blanda læknar syntocin dreypi, ljósmæður mega það ekki. Hitt er svo annað mál að á öllum spítölum var aðstaða fyrir konur til þess að fæða í öðru umhverfi en í sterílli nútíma fæðingarstofu. Það voru setustofur og hægindi þar sem þær geta varið tíma sínum á fyrsta stigi og böð þar sem þær geta slakað á. Virtist mér af samræðum við ljósmæður á öllum sjúkrahús- unum að það færist í vöxt að konur komi inn til þess að fæða með ákveðnar skoðanir á því hvemig þær vilja hafa hlutina. Á R.M.H. hafa ljósmæður útbúið bækling um kosti þá sem konan hefur um að velja í fæðingunni. Mér sýndist á öllu að konur í Skotlandi hafi miklu ákveðnari skoðanir á því hvernig þær vilja fæða heldur en stallsystur þeirra á íslandi sem mér finnst alltaf leggja sig og sinn kropp í hendur ljósmóður og lækni og eru upp frá því skoðanalausar nteð öllu. Hvað ætli veldi þessu sinnuleysi íslenskra kvenna þegar á fæðingardeild er komið? Er fræðslu ábótavant eða er almenn untræða um þessi mál á öðru stigi en annars staðar? En nóg um það. — Ef konurnar hafa sér- stakar óskir er reynt að fara eftir þeim og virðast ljósmæður mjög mótiveraðar til slíks. Þær sögðust vera opnar fyrir nýjungum og breyt- ingum en lögðu jafnframt áherslu á að vanalega kæmi slíkt frá kon- unum sjálfum sem hefðu átt drjúgan þátt í að fæðingar gengu nú oft mun eðlilegar fyrir sig en fyrir nokkrum árum. Ein tegund fæðinga ef hægt er að kalla svo verður nú æ vinsælli hjá skoskum konum en það eru svonefndar ,,domino“ fæðingar. Slíkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.