Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 19 hin breytilegu viðfangsefni heilsugæslustöðvar og ekki gert upp á milli ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga sem sátu þetta námskeið. Eftir þetta námskeið hef ég farið árlega a.m.k. 1 viku á ári á hin ýmsu námskeið eða fengið að fylgjast með á deildum. Nú er ég t.d. að koma af námskeiði hjá greiningarstöð ríkisins með yfirskriftina þroska og þroskafrávik fyrstu árin. Frá árinu 1977 þangað til 01.07. 86 var ég að mestu eini heilbrigðis- starfsmaðurinn á staðnum en læknir kom yfirleitt þrisvar sinnum í viku. Þess á milli var ég á bakvakt allan ársins hring, í fyrsta lagi gagnvart konunum mínum ca. 20 á ári. En þær sem fæða í Stykkis- hólmi fá að vera heima þar til þær eru komnar í fæðingu en þá fer ég með þeim í sjúkrabíl til Stykkishólms 50 km leið og tek á móti hjá þeim óski þær þess sérstaklega. Annars fer ég heim með bflnum. Hver ferð tekur minnst 4 klukkustundir. Oft er biðin löng og ég farin að vakna á nóttinni og hlaupa í símann þegar hann er ekki að hringja. Eg er ekki viss um að ljósmæður sem ganga vaktir geti sett sig í spor heilsugæsluljósmóður sem verður að hafa einhvem á bakvakt til að taka við heimilinu. Ungbarnavigtun í heimahúsum er síðan einu sinni í viku fyrsta mánuðinn meðan brjóstagjöfin er að komast í gott horf, og virkar oft sem andlegur stuðningur á fleiri sviðum á þessum viðkvæma tíma. Síðan er vigtað hálfsmánaðarlega til þriggja mánaða aldurs þegar sprautur hefjast og bömin fara að koma reglulega á stöðina. Enda er það svo að ég hitti jafnvel sömu konuna einu sinni í mánuði í 4-6 ár ef hún á bam á tveggja ára fresti. nú og svo em bömin veik og þá fór ég á kvöldin og skoaðað þau svo allir svæfu rólegir yfir nóttina, eða saumaði þau þegar þau duttu og meiddu sig. En nú þarf ég þess aðeins þegar læknirinn er fjarverandi. Hver em annars störf ljósmóður á heilsugæslustöð? Ég vil leyfa mér að lesa hér greinar úr drögum að ljósmæðrareglugerð sem nú er í bígerð og ég tel að eigi mjög vel við hér: III. Starfssvið 9. gr. Ljósmóðir annast eftirlit með bamshafandi konum og foreldra- fræðslu um meðgöngu og fæðingu. Ljósmóðir starfar að fæðingar- hjálp og mæðravemd. Ennfremur skal ljósmóðir annast ungbama- og smábamavemd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.