Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 49

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 49
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 49 Þyngd og starfsemi í sameiginlegri fæðingarþyngd hafa tvíburar þyngri fylgju heldur en einburar og ósamræmið undirstrikar misræmið jafnvel þegar leiðrétt- ing er gerð á mismunandi tíma á meðgöngunni. Lítið er vitað um starf- semi fylgju í fjölbura þungun. Tiltölulega hátt hlutfall er milli fylgju og fósturs sem bendir á að starfsemin gæti verið minnkuð og að ofvöxt fylgju hafi þurft til til að bæta og viðhalda fullnægjandi næringu frá móður til fóstursins. (l:bls.73) Myndun fylgju og fósturvísis í ijölda ára var greint á milli eineggja og tvíeggja tvíbura á íjölda æðabelgshimna. Því miður gekk illa að sanna að svo var ekki. Síðar varð ljóst að sumir eineggja tvíburar hljóta að hafa fylgju með tveimur æðabelgjum, og regla Weinbergs segir að það sé ljóst að fleiri ein- eggja tvíburar hljóti að hafa verið til heldur en sá íjöldi tvíbura sem hafa fylgju með einn æðabelg. Þetta var uppgötvað með athugun sem sýndi að nokkrir eineggja tvíburar með fylgju og tvo æðabelgi voru líkamlega óaðgreinanlegir. Síðari rannsóknir sýndu að milli 18,5% og 37,5% eineggja tvíbura hafa í raun og veru fylgju með tveimur æða- belgjum. Það er mjög ólíklegt að tvíeggja tvíburar manna hafi nokk- urn tímann fylgju með einum æðabelg. í sex rannsóknum var enginn fundin af 3452 tvíburapörum þar sem myndun fósturvísis var þekktur. E.t.v. er mesti munurinn milli tvíbura með einn eða tvo æðabelgi, lög- unin á blóðhringrásinni, einnig er minni möguleiki á að þeir hafi sam- eiginlegt blóð. Þetta gæti gefið mikilvægar vísbendingar. Hjá tví- burum með einn æðabelg, er það sem hefur mest áhrif inni í leginu, það endurspeglar vöxt og er oft tengt hemoglobini tvíburanna en þetta getur líka átt við um vanskapnað. Á hinn bóginn er staðsetning ból- festu fylgjanna tveggja eflaust mikilvægust hjá tvíburum með tvo æða- belgi. (Sjá mynd 2.) (l:bls.75). 10. Naflastrengurinn Að frátöldum nokkrum samvöxnum tvíburum og hinu mjög sjald- gæfa tilfelli þegar tvíburar eru í einum líknarbelg (amnionbelg) með einn klofrnn naflastreng þá hafa allir tvíburar sinn eigin naflastreng. Naflastrengirnir geta verið mjög mismunandi að stærð og einnig stað- setningu við fylgju og hafa báðir þessir þættir áhrif á næringu til fóst- ursins. Naflastrengir sem hafa óeðlilega samsetningu við fylgju eru

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.