Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Síða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Síða 18
mæður til starfa og er það áhyggjuefni. Heimaþjón- usta ljósmæðra vex með ári hverju og nú eru um 22- 23% kvenna sem að nýta sér þá þjónustu. Nám í ljósmóðurfræði hefur breyst mjög mikið og er það nú kennt í Háskóla íslands. Breytt nám eykur vonir um auknar rannsóknir stéttarinnar og þar með aukið sjálfstæði hennar. Finnland — Siv, ritstjóri finnska ljósmæðrablaðsins, segir of fáar ljósmæður sinna mæðraverndinni og áherslan sé lögð á að laga það. Hún leggur einnig áherslu á að ljósmæður þurfi að koma sér áfram og gera sig meira áberandi í þjóðfélaginu til að geta haft meiri áhrif. Hún segir að sumar ljósmæður verði að vera í almannatengslum fyrir ljósmæður þó svo að það kosti að þær þurfi að sleppa „klinikkinni". •i* •!• •!• •J» Svíþjóð — Anna, formaður sænska ljósmæðrafé- lagsins, segir mestu máli skipta að standa við hlið konunnar í barneignarferlinu og styðja hana og styrkja á hvern þann hátt sem hún þarfnast. Ljós- móðirin þarf einnig að vera vakandi fyrir hvernig hún getur sjálf vaxið og verið sterk í starfi sínu. Ljósmæður þurfa að vera duglegar að rækta sjálfar sig og hver aðra. Það þarf að auka samstarf og sam- vinnu við stjórnmálamenn, kvennasamtök o.s.frv. til að auglýsa ljósmæður og styrkja ímynd þeirra og fé- lagsins. Ástþóra Kristinsdóttir, formaður LMFI. # % # ❖ # # Góöur árangur IBLCE eru alþjóðleg samtök sem hafa að markmiði að auka menntun brjóstagjafarráðgjafa. Þau hafa ekki skóla á sínum snærum eða formlega kennslu. Þau leggja aðeins fram bókalista og benda á fagtíma- rit við hæfi fyrir áhugasama. Síðan leggja þau fram próf fyrir þátttakendur sem sótt hafa um að taka þátt og uppfyllt hafa ákveðin skilyrði um vinnuskil við brjóstaaðstoð ofl. Prófið fer fram einu sinni á ári á mörgum stöðum í heiminum samtímis. Aðeins 1 íslendingur hafði náð þessu prófi, Dagný Zoega árið 1993, þegar 5 ljósmæður og 1 hjúkr- unarfræðingur tóku sig til á þessu ári og lásu af kappi fyrir prófið. Beiðni var send til IBLCE og fékkst leyfi til að halda prófið hérlendis að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem hjúkrunarframkvæmdarstjóri Kvennadeildar tók að sér að inna af hendi. Leyfi fékkst þó ekki til að þýða prófið á íslensku vegna fæðar umsækjenda. Prófið var svo þreytt í lok júlí og er skemmst frá því að segja að 4 íslenskir þátttakendur náðu prófinu og hafa nú rétt til að kalla sig brjóstagjafarráðgjafa og hafa titilinn IBCLC á eftir nafninu sínu. Umræddar ljósmæður eru Katrín Magnúsdóttir, Karen Kjartansdóttir, Sólveig Friðbjarnar- dóttir og hjúkrunarfræðingurinn Andrea Ingimundardóttir. Gleðilegt er líka að segja frá því að margar ljósmæður hafa sýnt þessu framtaki áhuga og hyggjast reyna að þreyta prófið á næstu árum. Það er ekki spurning að slík aukin menntun ljósmæðra er stéttinni til framdráttar og kemur fyrst og fremst skjólstæðingum þeirra til góða. Oskum við hér með nýjum brjóstagjafarráðgjöfum til hamingju og sendum baráttukveðjur til þeirra sem ætla að skella sér í námið á næstunni. Ritnefnd 10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.