Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 31
Köttur, kál og kjöt Um bogfrýmilssótt, meðgöngu og n^bnra efiir Dagn^ju Zoega, Ijósmóður í starfi mínu við mæðravernd hef ég oft fengið fyrirspurnir frá bamshafandi konum um Bogfrymilssótt (Toxoplasmosis) og margar verið kvíðnar vegna þess að þær hafi verið í nánum samvistum við ketti. Marg- ar hafa jafnvel talið að þær yrðu að láta lóga- dýrunum til að vera öruggar. í niðurstöðum rannsóknar Cook, Gilbert, Buffolano og fl. (2000) kemur fram að mikilvægt sé að bæta gæði og samfellu í þeim upp- lýsingum sem konur fá um Bogfrymilssótt á meðgöngu. Ekki hefur verið gerð nein könnun á tíðni Toxoplasmasmits í íslensku þjóðinni, þótt skoðuð hafi verið tíðni sníkjudýra í sandkössum í Reykjavík (Heiðdís Smáradóttir og Karl Skírnisson, 1996). Það væri for- vitnilegt að skoða tíðni sjúkdómsins nánar hér á landi og þá sérstaklega hversu algengt er að konur taki smit á meðgöngu. Þess má geta að í Danmörku er öllum nýburum boðið upp á skimun fyrir Bogfrymils- sótt um leið og tekið er blóð í PKU rannsókn (Petersen, E. og Lebech, M., 1998). í nóvemberhefti „Tidsskrift for Jordemodre“ 108. árg. 1998, birtist grein um Bogfrymilssótt eftir Eskild Petersen og Morten Lebech, lækna á Statens Serum Institut í Danmörku. Við gerð þessarar greinar hef ég að miklu leiti stuðst við grein þeirra en get annarra heimilda eftir því sem við á. BogfrýmilssóU Einn af þeim sjúkdómum sem valdið geta fóstur- skaða er Bogfrymilssótt, þ.e. sýking með einfrum- ungnum Toxoplasma gondii sem er af ætt protozoa. Toxoplasma getur smitað öll spendýr og eftir fyrstu sýkingu finnst sníkjudýrið í blöðrum í vefjum líkam- ans. Toxoplasma gondii getur fjölgað sér í þörmum katta og kötturinn er eina dýrið sem getur gefið smit með eggblöðrum sníkjudýrsins í hægðum. Eftir út- skilnað þarf eggblaðran að þroskast í 1-3 daga áður en smit getur orðið. I öðrum dýrum fínnst Toxo- plasma gondii einungis í blöðrum í vefjum líkamans, t.d. vöðvum og taugavef. Vefjablöðrurnar hýsa allt að 10.000 Toxoplasmasníkla hver og sitja í frumum líkamans. Hafi maður smitast af Toxoplasma eru vefjablöðrurnar til staðar í líkamanum það sem eftir er ólifað. Þær rofna af og til og þá verður staðbundin bólgusvörun og Toxoplasmasníklarnir dreifa sér og mynda nýjar blöðrur. Þetta gefur yfirleitt ekki ein- kenni nema þegar blöðrurnar setjast í vefi sem eru mjög viðkvæmir, eins og t.d. nethimna augans. Frumsmit af völdum Toxoplasma gefur sjaldnast nokkur einkenni, 5 -10% smitaðra fá vægan hita í nokkra daga, en u.þ.b. 5% fá hita, slappleika og bólgna hálseitla (Petersen, E. og Lebech, M., 1998). Smitleiðir Fólk getur smitast hvort heldur með eggblöðrum sem berast með hægðum katta eða vefjablöðrum úr kjöti. Rannsókn sem gerð var á barnshafandi konum í sex stórum, evrópskum borgum gaf til kynna að helstu áhættuþættir Toxoplasmasmits væru að borða illa matreitt kjöt, vera í snertingu við jarðveg og ferðast utan Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Samneyti við ketti var í þessari rannsókn ekki áhættuþáttur (Cook A.J., Gilbert R.E., Buffolano W„ og fl„ 2000). Tojcoplasma og meðganga Þótt sýking með Toxoplasmasníklinum gefi sjaldan einkenni við frumsmit, er hann hættulegur fóstrinu. U.þ.b. 20% sýkinga berast yfir til fóstursins og þegar það gerist er talað um meðfædda Bogfrymilssótt. Margar rannsóknir frá Frakklandi og Austurríki liggja fyrir um Bogfrymilssótt hjá ungbörnum, því þar hefur verið skimað fyrir Toxoplasma á með- göngu frá árinu 1975. Um 80% þeirra barna sem fæðast með Bogfrymilssótt eru einkennalaus við fæðingu, ca. 10 — 15% eru með vefjablöðrur í net- himnu augans með mismikilli sjónskerðingu og ein- staka barn, ca. 5%, eru með alvarlegri einkenni s.s. vatnshöfuð, mikroopthalmi (vanþroska augu), kalk- anir í heila og þroskafrávik. Af þeim börnum sem fæðast einkennalaus fær yfirgnæfandi meirihluti, 90 — 95%, bólgu í nethimnu augans í eitt eða fleiri skipti fyrir 20 ára aldur. Meðferð á fyrsta ári getur minnkað líkur á slíkum bólgum um 5 — 15% (Peter- sen, E. og Lebech, M„ 1998). LJÓSMÆPRABLAÐie 31

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.